Orð og tunga - 08.07.2019, Side 118
106 Orð og tunga
frekar hæf í óformlegu talmáli. Í því má greina ákveðið viðhorf um að
nýyrði séu á einhvern hátt betri íslenska.
Þó er það alls ekki alltaf svo að tiltekin nýyrði nái strax einhverri
yfirburðastöðu gagnvart samsvarandi aðkomuorðum og stundum
hreinlega fatast þeim fl ugið strax í upphafi með þeim afl eiðingum
að aðkomuorðið nær yfirhöndinni. Sem dæmi má nefna nýyrðin
sjálfrenningur og sjálfrennireið sem töpuðu barátt unni við tökuorðið
bíll (og nýyrðið bifreið sem þó er sjaldnar notað)3. Efl aust er ýmislegt
sem veldur en t.a.m. mætti leita skýringa í tegund nýyrðanna, þ.e.a.s.
þeirri aðferð sem notuð var við myndun þeirra, en þá er hægt að miða
við þær fimm aðferðir sem Guðrún Kvaran (2005:105) telur al geng-
astar við nýyrðasmíð; samsetningu, afleiðslu, nýmerkingu, töku-
þýð ingu og aðlögun4. Ágústa Þorbergsdótt ir (2011:337–338) nefnir
fl eiri mögulegar ástæður; að eldri heiti, sem oft eru aðkomuorð, hafi
þegar verið orðin rótgróin í málinu þegar tiltekið nýyrði varð til,
að stundum gæti einfaldlega andstöðu gegn tilteknum nýyrðum af
einhverjum ástæðum eða þá að nýyrðin séu mun óþjálli en sam svar-
andi aðkomuorð. Einnig telur hún að það skipti miklu máli hvern-
ig og hversu mikið nýyrðum sé komið á framfæri, t.d. með því að
nota þau í vinsælum auglýsingum og fj ölmiðlum. Halldór Hall dórs-
son (1987:96–98) nefnir svipuð atriði í umfj öllun sinni um sigurlíkur
nýyrða og leggur hann m.a. mikla áherslu á hlutverk fj ölmiðla, stjórn-
valda og menntakerfi s.
Enn fl eiri atriði má tína til enda þarf, líkt og Thomason (2010:35–
45) hefur bent á, að taka tillit til marga þátt a, bæði félagslegra og
mál fræðilegra, þegar rannsaka á áhrif frá einu tungumáli á annað í
málsambýli tveggja tungumála (sjá einnig umfj öllun Dagbjartar Guð-
mundsdótt ur 2018:9–11). Einn af þeim þáttum sem Thomason nefnir
er fólginn í viðhorfi og afstöðu málhafanna í samfélaginu til hvors
máls um sig, hvort sem þau eru meðvituð eða ekki. Þett a kemur
m.a. fram í því að ef viðhorf málhafa eins máls gagnvart öðru máli
3 Nýyrðið sjálfrenningur kom t.a.m. fyrir í verkinu Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness
(1993:421, 470) og í ræðum Jóns Ólafssonar og Einars Jónssonar á Alþingi í ágúst
1913 þar sem Jón Ólafsson reyndi m.a. að færa rök fyrir því að sjálfrenningur væri
betra heiti en bifreið. Orðið finnst hins vegar ekki í Íslenskri orðabók, hvorki í
útgáfu frá árinu 2007 eða í vefútgáfu Snöru þann 10.10.18. Nýyrðið sjálfrennireið er
í Íslenskri orðabók (2007:859) skráð sem gamalt nýyrði.
4 Þótt Guðrún Kvaran telji aðlögun erlendra orða að íslensku málkerfi til algengra
aðferða við nýyrðasmíð má færa rök fyrir því að það eigi ekki við í þessu samhengi
þar sem hér er yfi rleitt litið á slík orð sem tökuorð en ekki nýyrði, a.m.k. þegar um
er að ræða ,,sjálfsprott na“ aðlögun hjá almennum málnotendum.
tunga_21.indb 106 19.6.2019 16:56:08