Orð og tunga - 08.07.2019, Page 119
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 107
í málsambýlinu eru jákvæð getur það orðið til þess að auka og efl a
áhrif frá seinna málinu á það fyrra. Eins virkar það öfugt, ef viðhorfin
eru neikvæð getur það hamlað áhrifum. Með öðrum orðum geta við-
horf Íslendinga gagnvart aðkomuorðum úr ensku haft töluverð áhrif
á það hversu vel íslenskum nýyrðum er tekið og hversu mikið þau
eru notuð (sbr. umræðu hjá Thomason 2010:38).
Líkt og fram hefur komið hefur víða verið fj allað nokkuð ítarlega
um meinta samstöðu Íslendinga fyrr á tímum með „hreinu“ máli
án aðkomuorða en í grein frá árinu 2005 veltir Kristján Árnason því
m.a. fyrir sér hvort einhvers konar hugarfarsbreyting væri að verða
í íslensku málsamfélagi. Hann talar um aukin ítök ensku, spyr t.a.m.
hvort „alþjóðavæðing [eigi] sinn þátt í því sem haldið hefur verið fram
að tungan skipti nú minna máli í sjálfsmynd Íslendinga en áður?“
(Kristján Árnason 2005:99) og nefnir að sumir telji að það sé kominn
tími til að aðlagast nútímanum betur, jafnvel með því að stefna að
„tví tyngdu“ málsamfélagi. Hafi slíkar hugmyndir verið komnar fram
á þessum tíma hljóta þær að hafa haft einhver áhrif á viðhorf Ís lend-
inga gagnvart enskum áhrifum á íslenskt málsamfélag og þar með
líklega á viðhorf gagnvart enskum aðkomuorðum.
Í sömu grein fjallar Kristján um norræna skoðanakönnun sem fram-
kvæmd var hér á landi snemma árs 2002. Þátttakendur voru 801 tals-
ins, 412 karlar og 389 konur, og var könnunin framkvæmd símleiðis.
Spurt var hversu sammála þátt takendur væru þeirri fullyrðingu að
búa ætt i til ný íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem koma inn
í málið og reyndust 64% vera algjörlega eða frekar sammála því en
aðeins 24% voru frekar eða algjörlega ósammála. Einnig reyndust 60%
þátt takenda vera algjörlega eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að
notuð væru of mörg ensk orð í íslensku og dró Kristján þá ályktun að
„[h]in íslenska hefð að sporna gegn of mikilli notkun erlendra orða og
búa frekar til ný íslensk orð [virtist] því njóta trausts meirihlutafylgis
meðal þjóðarinnar“ (Kristján Árnason 2005:110). Í umfjöllun Kristjáns
er þátt takendum einnig skipt í aldurshópa (yngri en 30 ára, 30–44
ára, 45–59 ára og eldri en 60 ára), yngstu þátt takendur 16 ára og þeir
elstu 75 ára, og niðurstöður fl okkaðar eft ir því. Áhugaverðan mun
má greina á svörum miðað við þessa flokkun þar sem 85% af elsta
hópnum eru frekar eða algjörlega sammála því að búa eigi til íslensk
nýyrði í stað enskra orða en aðeins 52% af þeim yngstu eru sama
sinnis.
Innan sömu rannsóknar tók Hanna Óladóttir (2005, 2007) viðtöl
við 24 Íslendinga á aldrinum 27–36 ára og í þeim áttu þátttakendur að
tunga_21.indb 107 19.6.2019 16:56:08