Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 120
108 Orð og tunga
bregðast við sömu staðhæfingu og hér að ofan, „[þ]að á að búa til ný
íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem koma inn í málið“ (Hanna
Óladóttir 2007:125). Átján þátttakendur (u.þ.b. 75%) voru sammála,
einn þátttakandi hlutlaus og fimm voru ósammála (u.þ.b. 21%) og
reynd ust þeir sem voru ósammála ekki endilega á móti myndun ný-
yrða heldur þótti þeim fullsterkt til orða tekið með sögninni „eiga“.
Í umfjöllun Kristjáns (2005:112–113) má einnig fi nna niðurstöður
úr svokölluðum orðnotkunarspurningum þar sem spurt var um þrjú
orðapör þar sem annað orðið er íslenskt nýyrði en það síðara enskt
að komuorð um sama fyrirbæri. Orðapörin þrjú voru valin út frá
aldri innlendu orðanna og voru þau, í lækkandi aldursröð, lífvörður
– bodyguard, hönnun – design og tölvupóstur – e-mail. Þátttakendur
voru beðnir að svara því, fyrir hvert par fyrir sig, hvort orðið þeir
myndu frekar nota og bentu niðurstöðurnar til þess að nokkuð mikill
munur væri á milli orðaparanna. Eldri nýyrðin lífvörður og hönnun
reyndust allt að því einráð með rúmlega 94% fylgi en í tilviki orðanna
tölvupóstur og e-mail voru hlutföllin mun jafnari, 46,7% gegn 42,6%
auk þess sem 10,7% sögðust nota bæði orðin. Þær niðurstöður gefa
til kynna að mögulega hafi aldur nýyrðanna þar einhver áhrif en eins
og Kristján bendir á virðast aðrir félagsfræðilegir þættir, s.s. aldur og
kyn þátttakenda, jafnframt hafa áhrif. Bilið á milli orðanna tölvupóstur
og e-mail er t.d. langbreiðast hjá yngsta aldurshópnum þar sem 70%
segjast nota seinna orðið en aðeins 20,5% það fyrra og þeir þátt takend-
ur virðast jafnframt líklegri en aðrir til að nota aðkomuorðin bodyguard
og design þótt hlutföllin séu enn fremur lág.
Hanna lagði jafnframt fyrir sína þátttakendur nokkur pör orða
þar sem annað orðið var enskt aðkomuorð en hitt íslenskt nýyrði
yfi r sama fyrirbæri. Hún skipti spurningunni í þrennt eft ir því hvort
hún taldi íslenska orðið vera algengara eða útbreiddara í íslensku
málsamfélagi en það enska (dæmi: hugbúnaður – soft ware), bæði orðin
vera jafnalgeng (dæmi: stafrænn – digital) eða enska orðið algengara
en það íslenska (dæmi: húðmjólk – lotion). Í öllum hópunum þremur
voru þátt takendur, sem voru algjörlega eða frekar sammála því að
nota ætt i íslenska orðið, fl eiri en þeir sem voru frekar eða algjörlega
ósammála þó að greinilega kæmi fram munur eft ir því hversu algeng
og útbreidd orðin þóttu vera. Þegar íslenska orðið var talið algengara
voru 18 af 24 þátt takendum (75%) algjörlega eða frekar sammála því að
nota ætt i íslenska orðið en aðeins einn þátt takandi var því ósammála.
Þegar íslenska orðið og samsvarandi enskt orð þótt u jafnalgeng töldu
15 þátt takendur (62,5%) að íslenska orðið ætt i að hafa vinninginn en
tunga_21.indb 108 19.6.2019 16:56:08