Orð og tunga - 08.07.2019, Page 121
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 109
þegar enska orðið þótt i algengara var sama hlutfall ekki nema 9 af 24
(37,5%). Þó ber að hafa í huga að í þessum síðasta fl okki voru 10 manns
(41,7%) hlutlausir svo fæstir voru frekar eða algjörlega ósammála því
að nota ætt i íslenska orðið (Hanna Óladótt ir 2007:120–121).
Hátt hlutfall hlutlausra í því tilviki þar sem enska orðið var talið
algengara en það íslenska vakti upp spurningar hjá Hönnu og velti
hún því fyrir sér hvort það væri vegna þess að þeir einstaklingar
upplifi „togstreitu milli þess sem þeim finnst að eigi að gera, það
er að nota íslensku orðin, og svo þess sem er gert, notkun enskra
orða“ (Hanna Óladóttir 2007:121). Hún nefndi einnig tilhneigingu
þátttakenda til að finna ýmsum nýyrðum allt til foráttu og taldi að
það væri jafnvel gert til þess að afsaka eigið notkunarleysi. Þó nefndi
hún líka að margir viðmælendanna hafi sýnt hrifningu gagnvart því
sem þeir töldu vera góð nýyrði en í því samhengi voru nefnd orð eins
og tölva og sjónvarp (Hanna Óladóttir 2007:122, 125).
Þessar niðurstöður Kristjáns og Hönnu benda ótvírætt til þess að
þótt einhverjar blikur hafi mögulega verið á loft i í tengslum við breytt
sjónarmið gagnvart sambúð íslensku og ensku hafi almenningur í
byrjun þessarar aldar almennt verið hliðhollur myndun nýyrða og
notkun þeirra. Og þá liggur beint við að velta því fyrir sér hvernig
staðan sé núna, tæpum tveimur áratugum síðar.
3 Rannsóknin
Vorið 2018 setti Tinna Frímann Jökulsdóttir saman rannsókn fyrir
meist araritgerð sína í máltækni þar sem megintilgangurinn var
að kort leggja samskipti Íslendinga við stafræna aðstoðarmenn og
annars konar raddstýrð tæki. Ritgerðin var unnin innan önd vegis-
verk efnisins Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns mál sam býlis
sem styrkt er af Rannsóknasjóði Íslands og stjórnað af Sig ríði Sigur-
jónsdóttur og Eiríki Rögnvaldssyni (sjá t.d. Sigríði Sigur jóns dóttur
og Eirík Rögn valdsson 2018, 2019). Rannsóknin var fram kvæmd
með þeim hætti að vefkönnun, sem að hluta til byggði á spurn ing-
um úr fyrrnefndu öndvegisverkefni, var deilt á sam félags miðl um
og þegar upp var stað ið fengust 354 nýtileg svör5 frá einstaklingum
5 Ákveðið var að til þess að teljast sem nýtilegt svar þyrfti það að innihalda upp-
lýsingar um bæði kyn og aldur og var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun tvíþætt. Annars
vegar til að hægt væri að vinna niðurstöður út frá aldursskiptingu og hins vegar
vegna þess að þær spurningar voru samliggjandi í flokki bakgrunnsspurninga
tunga_21.indb 109 19.6.2019 16:56:08