Orð og tunga - 08.07.2019, Page 128
116 Orð og tunga
Þar sem niðurstöðurnar á Mynd 2 benda til þess, eins og áður sagði,
að val á heitum fyrir þessi tilteknu fyrirbæri sé ekki bundið uppruna
þeirra (þ.e.a.s. hvort um sé að ræða íslenskt nýyrði eða aðkomuorð)
virðist ástæðan fyrir því að sum íslensk nýyrði njóta vinsælda og
önn ur ekki liggja í öðrum þáttum, t.d. einhverjum þeirra sem nefndir
voru í 2. kafla líkt og aldri, útbreiðslu eða tegund.
Íslenska nýyrðið vinsælla Aðkomuorðið vinsælla
Nýyrði Tegund Nýyrði Tegund
Lyklaborð Tökuþýðing Smáforrit Samsett nýyrði
Deila Tökumerking Sjálfsmynd Upprunalega
tökuþýðing (sbr.
e. self-portrait og d.
selvportræt).
Svipuð merking
í raun og áður en
ný notkun með
tilkomu nýrrar tækni
(nýmerking) → sbr. e.
selfi e.
Lykilorð Tökuþýðing ætt að
úr dönsku (nøgleord)
eða ensku (keyword).
Síðar nýmerking
í nýrri notkun
(tökumerking).
Snjall sjón-
varp
Sjónvarp = samsett
nýyrði
→ Snjallsjónvarp =
tökuþýðing
Tölvupóstur Samsett nýyrði Myllu merki Samsett nýyrði
Íslenska nýyrðið vinsælla
en lítill munur
Aðkomuorðið vinsælla
en lítill munur
Nýyrði Tegund Nýyrði Tegund
Vafri Vafra (so.) =
nýmerking
→ Vafri = afl eiðsla
Skjáskot Tökuþýðing
Mynd band Samsett nýyrði
Tafl a 2. Tegund íslensku nýyrðanna (í tæknitengdri merkingu) m.v. þær aðferðir sem
Guðrún Kvaran (2005:105) telur algengastar.
Í Töflu 2 er gerð tilraun til að ákvarða tegund nýyrðanna sem um ræð-
ir út frá áðurnefndum fi mm aðferðum. Eins og sést eru nýyrðin af
ýmsum tegundum, þá helst tökuþýðingar, nýmerkingar og samsett
ný yrði, og dreifa ólíkar tegundir sér nokkuð jafnt yfi r fl okkana í töfl u
2. Því er varla hægt að greina skýrt samband á milli tegundar ný-
stund um verið eignað Chris Messina en hann notaði það í fyrsta skiptið á sam-
félags miðlinum Twitter árið 2007 (sjá t.d. van den Berg 2014). Erfiðara er að tíma-
setja komu fyrsta snjallsjónvarpsins, í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag,
en líklega má setja upphafspunkt við upphaf snjalltækjabyltingarinnar sem oft er
talin hafa hafist árið 2007 þegar fyrsti Iphone síminn kom á markað (Apple 2007).
tunga_21.indb 116 19.6.2019 16:56:10