Orð og tunga - 08.07.2019, Page 132
120 Orð og tunga
13%
24%
62%
72%
55%
20%
15%
21%
19%
7%
10%
53%
84%
62%
17%
9%
28%
30%
35%
37%
52%
41%
32%
21%
24%
31%
26%
c. Vafri − Browser
b. Myllumerki − Hashtag
a. Skjáskot − Screenshot
100 50 0 50 100
10−30 ára
31−50 ára
51 árs og eldri
10−30 ára
31−50 ára
51 árs og eldri
10−30 ára
31−50 ára
51 árs og eldri
Ég nota...
...alltaf íslenska heitið ...yfirleitt íslenska heitið ...íslenska heitið og það enska nokkuð jafnt
...yfirleitt enska heitið ...alltaf enska heitið
Mynd 5. Niðurstöður fyrir orðapörin skjáskot – screenshot, myllumerki – hashtag og vafri
– browser, fl okkaðar eft ir aldri.
Á Mynd 5 má sjá seinna mynstrið sem kemur fram hjá orðapörunum
skjáskot – screenshot, myllumerki – hashtag og vafri – browser. Í þessum
dæmum hneigist elsti aldurshópurinn alltaf í átt að íslensku (52%–
62%) og um leið taka fl eiri þátt takendur í þeim hópi sterka afstöðu
með íslensku en veika og öfugt þegar kemur að ensku. Yngsti aldurs-
hópurinn hneigist aft ur á móti í öllum tilvikum að ensku (41%–84%)
og virðast yngstu þátt takendurnir um leið líklegri, þó að munurinn sé
fremur lítill, til að taka sterkari afstöðu með ensku kjósi þeir ensku en
veikari með íslensku verði hún fyrir valinu. Hópur 31–50 ára lendir í
öllum dæmunum þarna á milli; í fyrri dæmunum tveimur kjósa fl eiri
aðkomuorðið (55% og 62%) en í síðasta dæminu kjósa fl eiri íslenska
nýyrðið (37%). Þátttakendur í þeim hópi taka frekar veikari afstöðu
með ensku en sterka, en í tilviki íslensku er slíkur munur minni eða
enginn.
Ef litið er á niðurstöðurnar fyrir orðaparið myllumerki – hashtag (á
Mynd 5) er nokkuð merkilegt að sjá að í elsta aldurshópnum segjast
53% yfi rleitt eða alltaf nota íslenska nýyrðið en 17% segjast yfi rleitt
eða alltaf nota aðkomuorðið. Eins og áður sagði er hugtakið, í þeirri
mynd sem þekktust er í dag, nokkuð nýlegt og enska heitið þar að
auki nokkuð sýnilegt, t.d. á vefsíðum og samfélagsmiðlum. Því hefði
jafnvel mátt búast við að enskan hefði yfi rhöndina, sem hún reyndar
gerir þegar litið er á niðurstöðurnar án aldursfl okkunar, sbr. Mynd
2, sem og hjá hinum aldurshópunum tveimur. Mögulega má leita
tunga_21.indb 120 19.6.2019 16:56:11