Orð og tunga - 08.07.2019, Page 142
130 Orð og tunga
kafla, lokaorðum, er efnið tekið saman. Þar er einnig rætt um kosti
og annmarka greiningaraðferðanna sem kynntar eru í 2. og 3. kafl a
og tæpt á fl eiri hugmyndum sem vert er að vinna með og gefa gaum.
2 Stöðluð þjóðtunga verður til
2.1 Fjögurra skrefa ferli
2.1.1 Áhrifaríkar hugmyndir Haugens
Norskætt aði Bandaríkjamaðurinn Einar Haugen (1906–1994) þróaði
kerfi sbundna lýsingu á því ferli þegar stöðluð þjóðtunga verð ur til
(1966, 1972, 1983). Greining Haugens hefur haft heilmikil áhrif og
verið víða beitt (sjá t.d. Vikør 1997:103–124; Deumert og Vanden-
bussche 2003, Coupland og Kristiansen 2011:20–23). Helstu atriði í
hugmyndum Haugens eru rakin á íslensku hjá Kristjáni Árnasyni
(2002:161–164) og eru íslensk heiti í þessum kafl a m.a. frá honum
komin. Í safnritinu Germanic Standardizations. Past to Present (ritstj.
Deumert og Vandenbussche 2003) er 16 germönskum málum lýst í
jafn mörgum köfl um þar sem allir höfundarnir gengu út frá líkani
Haugens. Ritstjórarnir segja í formála:
Haugen’s four-step model of language standardization […]
has the advantage that it is broad as well as detailed enough
to function as a frame of reference for the description of
highly varied standardization histories. [...] Haugen’s well-
known model defi nes four central dimensions along which
standard languages develop:
1. norm selection,
2. norm codification,
3. norm implementation, and
4. norm elaboration. (Deumert og Vandenbussche, 2003:4)
Eins og sjá má í ofangreindri tilvitnun skilgreindi Haugen fj ögur
þrep í stöðlunarferli þjóðtungna. Velja þarf eitt hvert málafb rigði eða
mál lýsku sem grunnviðmið (val á viðmiði, e. selection of norm, Haugen
1966:933). Sá grunnur er skráður og ýmis atriði stöðluð eða samræmd
(málstöðlun, e. codifi cation of form, s.st.). Þriðja skrefi ð kenndi Haugen
(1966:933) upphafl ega við samþykki samfélagsins eða viðtöku (e. accept-
tunga_21.indb 130 19.6.2019 16:56:13