Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 144
132 Orð og tunga
um þróunarferlið staldraði Kristján ekki síst við fyrsta skrefi ð, þ.e. val
á viðmiði (Kristján Árnason 2002, 2003a). Í umfj öllun um uppruna
íslensks ritmálsstaðals hefur Kristján bent á að val á viðmiði virðist
ekki hafa vafist fyrir mönnum við upphaf ritaldar á Íslandi og líklega
hafi ritmálið, sem var einnig notað í Noregi á 12. öld og framan af 13.
öld, byggst á einu málafb rigði sem átt i sér talsverða sögu í munnlegri
geymd; þessi grunnur hafi síðan verið auðgaður allar götur síðan og
jafnframt staðlaður enn frekar, ekki síst á 19. og 20. öld, og staðlinum
haldið að málnotendum og þá fyrst og fremst í sambandi við lestrar- og
skrift arnám og almenna ritmenningu (Kristján Árnason 2002, 2003a).
Því er við þetta að bæta að ég hef fjallað um það út frá tilteknum
dæmum hvernig ofangreint val á viðmiði, þ.e. að byggja í stórum
drátt um á íslensku miðaldatextunum, hefur sín áhrif enn í dag þegar
kemur að stöðlun nútímaíslensku (Ari Páll Kristinsson 2009a).
Að því er varðar málstöðlun, í skilningi Haugens, tiltekur Krist ján
Árnason (2003a:260–263) t.d. þátt Snorra-Eddu í samræmingu skáld-
skap ar málsins og hlut málfræðiritgerðanna fj ögurra að því er varð ar
aðra þætt i – og þá einkum atrennu Fyrsta málfræðingsins að hljóð-
kerfi sgreiningu og stöðlun stafsetningar hins unga ritmáls. Þegar
kemur að viðtöku eða framkvæmd vekur Kristján (2003a:267) m.a.
athygli á því að viðmiðið sem valið hafði verið átt i engan innlendan
keppinaut en styrktist í sessi þegar kirkjan tók það upp á sína arma.
Kristján (2003a:265) bendir einnig á t.d. hve vandasöm en jafnframt
mikilvæg málauðgun hafi fylgt því þegar farið var að þýða kristilega
texta á hið forna norræna mál.
2.2 Kraft ar sem ákvarða hvað telst til staðalmáls
2.2.1 Líkan Ammons
Þýski málfræðingurinn Ulrich Ammon (1943–) hefur sett fram líkan
um fj órar helstu tegundir kraft a sem ákvarða hvaða mál notkun geti
talist til staðalmáls. Líkanið spratt upp úr athug un um Ammons á
þýsku í Þýskalandi, Austurríki og þýsku mælandi hluta Sviss.
Hér er einkum stuðst við tvær greinar Ammons (2003, 2015) þar
sem hann útskýrir hugmyndir sínar. Útgáfurnar tvær eru nokkuð
sam hljóða en þó ekki að öllu leyti; því er getið um mismunandi orða-
lag í tilvitnunum hér á eft ir. Ammon tilgreinir fj óra þætti, (1a) – (1d).
tunga_21.indb 132 19.6.2019 16:56:13