Orð og tunga - 08.07.2019, Page 147
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 135
hundrað árin eða svo. Í framhaldi af um fj öllun um þætt i (1a)–(1d)
segir þar:
Segja má að allir þætt irnir hafi verið til staðar í íslensku mál-
samfélagi á þeim tíma sem hér um ræðir: sannarlega var nóg
til af fyrirmyndartextum, þ.e. úr bókmenntaarfi num; kenn-
arar og aðrir leiðrétt u málnotkun; hinn skrásett i staðall um
rit un og málkerfi lá fyrir hjá t.d. Halldóri Kr. Friðrikssyni í
kennslu í Lærða skólanum og í kennslubókum hans og ann-
arra (m.a. undir áhrifum Rasmusar Rasks, Sveinbjarnar Egils-
sonar, Konráðs Gíslasonar og fl eiri) – og seinna komu fram
aðrir áhrifamiklir kennarar, orðabókahöfundar og kennslu-
bókahöfundar (má þar ekki síst nefna nafn Björns Guð fi nns-
sonar) sem í senn skrásett u og sköpuðu málstaðalinn í rit um
sínum; og loks lögðu aðrir málfræðingar einnig til um ræð-
unn ar með gagnrýni og ritdómum o.s.frv. (Ari Páll Krist ins-
son 2017:103).
Í þessu sambandi er ástæða til að huga nánar að Birni Guðfi nnssyni
(1905–1950) í ljósi hinna fjögurra meginþátt a í greiningu Ammons.
Það hlýtur að teljast óvenjulegt, ef ekki einstakt, að færa megi rök
að því að einn og sami einstaklingur komi við sögu í öllum fjórum
þáttum líkans Ammons. Starfsævi Björns var skömm en hún tók
einkum til fj órða og fi mmta áratugar 20. aldar. En sé litið á áhrif hans
á íslenskan ritmálsstaðal og hvernig störf hans á sviði íslenskrar
málfræði og málstýringar gætu fallið að líkani Ammons verður ekki
betur séð en að þau hafi mögulega getað snert með einhverjum hætt i
alla þætt ina fj óra.
Sbr. (1a), skrásetning málstaðals:
Björn Guðfi nnsson samdi (vísandi) málfræðibækur sem voru not-
að ar mikið og lengi; sbr. Björn Guðfi nnsson (1935), (1937) og (1938)
ásamt fj ölda endurútgáfna. Má hér vísa til ummæla nokkurra mál-
fræðinga um áhrif ritanna: ,,can truly be classifi ed as a codex for
the modern norm“ (Kristján Árnason 2003a:274:); „Íslensk málfræði
Björns var sannarlega grundvallarrit og skilgreiningar hans og aðferð
mótuðu málfræðikennslu grunnskólanna allt frá því fyrir miðja
20. öld og fram á þennan dag“ (Baldur Sigurðsson 2006:83); „Varla
hefur önnur málfræðibók haft meiri áhrif hér á landi en málfræði
Björns Guðfi nnssonar. Í áratugi var hún aðalkennslubók í málfræði
í gagnfræðaskólum og menntaskólum og mótaði viðhorf fj ölmargra
Íslendinga til málfræði“ (Jóhannes B. Sigtryggsson 2006:46).
tunga_21.indb 135 19.6.2019 16:56:13