Orð og tunga - 08.07.2019, Page 150
138 Orð og tunga
3 Meginþættir í málstefnu – hugmyndir
Spolskys
3.1 Greining Spolskys
Kjarninn í hugmyndum Ísraelsmannsins Bernards Spolskys (f. 1932)
er að miða verði við að málstefna (e. language policy) sé byggð á samspili
þriggja meginstoða. „Language policy may refer to all the language
practices, beliefs and management decisions of a community or a
polity“ (Spolsky 2004:9). Meginþætt irnir eru sem sé þrír, (2a–c):
(2a) málhegðun3 (e. language practices; „The way people speak...“,
Spolsky 2004:217)
Language practices include much more than sounds, words
and grammar; they embrace conventional diff erences be-
tween levels of formality of speech and other agreed rules
as to what variety is appropriate in diff erent situations. In
multilingual societies, they also include rules for the appro-
priacy of each named language (Spolsky 2004:9).
(2b) málviðhorf 4 (e. language beliefs, ideologies; „...the way they
think they should speak...“, Spolsky 2004:217)
Language ideology or beliefs designate a speech commu-
nity’s consensus on what value to apply to each of the lan-
guage variables or named language varieties that make up
its repertoire (Spolsky 2004:14).
(2c) málstýring5 (e. language management; „...the way they think
3 Ritrýnir nefndi að málhegðun mætti e.t.v. einnig lýsa sem málnotkun eða jafnvel
málvenjum.
4 Það sem Spolsky nefnir beliefs og ideologies kallast hér málviðhorf (sbr. einnig Ara Pál
Kristinsson 2017). Ég hef líka notað orðið málafstaða (Ari Páll Kristinsson 2007:103)
og raunar einnig málhugmyndafræði (Ari Páll Kristinsson 2012b) sem þýðingu á e.
language ideology.
5 Spolsky (2004 o.v.) notar enska heitið language management en inntak hugtaksins er
hjá honum í raun náskylt því sem hefur verið nefnt á ensku language planning a.m.k.
síðan 1959 (sjá Ara Pál Kristinsson 2007:105, sbr. einnig Fairbrother, Nekvapil og
Sloboda 2018:16). Þett a er viss ókostur og getur boðið heim misskilningi þar sem
til er önnur hugmynda- og aðferðafræði innan málræktarfræðinnar sem nefnd
er language management theory (sjá t.d. Baldauf og Hamid 2018). Kristján Árnason
(2002) þýddi enska heitið language planning fyrst sem málstjórnun en í síðari grein
(2004) ýmist sem málstýring eða málstjórnun.
tunga_21.indb 138 19.6.2019 16:56:14