Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 153
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 141
öld og fram eft ir 20. öld, með grasrótarverkefnum í bændaþorpum
í Palestínu í Ott ómanveldinu þar sem áhugamenn starfræktu skóla
og sinntu annarri menningarstarfsemi á eigin vegum, og stóðu þann-
ig gegn meirihlutamálinu arabísku, gegn enskunni sem bresk stjórn-
völd studdu, og gegn ríkjandi erfðamáli stórs hluta gyðinganna
sjálfra, jiddískunni. Við stofnun Ísraelsríkis 1948 var hægt að gera
hebreskuna að þjóðtungu vegna þess grundvallar sem barátt ufólkið
hafði lagt undanfarna áratugi við að gera hebreskuna nútímalegri.
Hin viðbótin hjá Spolsky (2018) er að gera verði grein fyrir því
hvernig málnotandinn sjálfur stjórnar málhegðun sinni, jafnvel til að
andæfa opinberri málstýringu. Spolsky (2018) nefnir þett a á ensku self-
management sem mætt i þýða sem „eigin málstýringu“; „the att empt of
speakers to modify their own linguistic profi ciency and repertoire“.
The second is to incorporate self-management. [...] until now,
I have preferred to consider it accommodation [...] Self-man-
agement [...] must be considered an additional important
component of language policy, accounting for individual re-
sistance to national management goals.
3.2 Íslenska – með augum Spolskys
Hilmarsson-Dunn og Ari Páll Kristinsson (2010, 2013) lýsa íslensku
málsamfélagi frá ýmsum hliðum. Við grípum þar m.a. til greiningar
Spolskys (2004 o.v.) á þríeðli málstefnu þegar við leitumst við að draga
saman niðurstöður af lýsingu okkar og geta okkur til um þróunina
næstu ár:
As defi ned by Spolsky (2004), language policies consist of
practices, beliefs, and management. Thus, management is
not likely to be eff ective in the long run if it is not grounded
in prevailing linguistic ideologies and practices of the popu-
lation in a polity. Linguistic practices and beliefs among the
speakers of Icelandic might be leading towards decreased
support for maintaining the use of Icelandic in all the do-
mains in which it is in use at present. An implication of this
assumption might therefore be that management eff orts to
continue to modernize the vocabulary and keep Icelandic
in use in all domains in the future are in vain. (Hilmarsson-
Dunn og Ari Páll Kristinsson 2010:267; 2013:160)
tunga_21.indb 141 19.6.2019 16:56:14