Orð og tunga - 08.07.2019, Page 155

Orð og tunga - 08.07.2019, Page 155
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 143 1964 (sjá Halldór Halldórsson og Baldur Jónsson 1993), og síðari lagabreytingar um málnefndina, sem dæmi um þess hátt ar viðbrögð (sjá Ara Pál Kristinsson 2012a um röksemdafærslu í þessa veru). Ég hef haldið því fram að íslensk mál verndarstefna standi hug- mynda fræðilega miklu fastari fótum að því er varðar form en stöðu (Ari Páll Kristinsson 2014). Með því er annars vegar vísað til mál- forma (sbr. hugmyndir um hreint mál, vandaðar beygingar o.s.frv.) og hins vegar til stöðu íslenskunnar andspænis ensku sem er útbreidd sem samskiptamál á mörgum notkunarsviðum í dag. Mismunandi málviðhorf að því er varðar form annars vegar og stöðu hins vegar skýrði ég með því að vísa til greiningar Spolskys (2004) á meginstoðum árangursríkrar málstefnu (málhegðun, málviðhorf, málstýring). Það sé í raun engin þversögn í þessari lýsingu á íslenskri málstefnu þótt enskunotkun fari vaxandi og einkum á vissum notkunarsviðum (vísað var sérstaklega til ensku í háskólakennslu og vísindastarfi ) á sama tíma og stuðningur er enn sem fyrr við málvöndun og hreint mál. Þett a skýrði ég sem sé með því að málviðhorf sem lytu að stöðu málsins væru ekki jafn miðlægur hluti málstefnunnar og málviðhorf sem sneru að formi tungunnar. Þar af mætt i einnig álykta að ólíklegt væri að það bæri mikinn árangur að reyna að viðhafa stranga málstýringu sem væri ætlað að takmarka notkun ensku í háskólakennslu og í fræðaskrifum (Ari Páll Kristinsson 2014:166) – enda væri slík málstýring, í skilningi Spolskys (2004 o.v.), ekki nema hluti málstefnunnar. Ég hef enn fremur fj allað um hugmyndalegan grunn hugtaksins „norrænt málsamfélag“ (Ari Páll Kristinsson 2018, 2019) og rak ið mótsagnir milli norrænna málviðhorfa, málhegðunar í sam skipt- um Norðurlandabúa með mismunandi móðurmál og mál stýr ingar- viðleitni sem birtist í opinberum samnorrænum skjölum á borð við Deklaration om nordisk språkpolitik (2006). Ég held því fram að það mál- stýringarmarkmið yfirlýsingarinnar að allir Norðurlandabúar eigi fyrst og fremst samskipti á skandinavísku máli muni seint nást og ástæðan sé sú að málviðhorf og málhegðun málnotendanna hneig- ist í aðrar átt ir. Þarna er byggt á þrígreiningu Spolskys (2004, 2009, 2018) og vísað til þess hvernig þættirnir þrír geta sett hver öðrum skorð ur. Spolsky (2004:218) lýsir slíkum takmörkunum allrar mál- stýringarviðleitni með þessum orðum: Language management remains a dream until it is imple- mented, and its potential for implementation depends in tunga_21.indb 143 19.6.2019 16:56:15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.