Orð og tunga - 08.07.2019, Page 158
146 Orð og tunga
á íslensku efni sem kynntar hafa verið áður og niðurstöður sem ekki
hafa birst fyrr en hér.
Vitaskuld hafa ýmsir aðrir fræðimenn en þremenningarnir ritað
margt um sömu og svipuð efni og verður því hér á eft ir farið fá-
einum orðum um þá í ljósi annarra hugmynda. Full ástæða væri
raunar til að vinna oft ar með mikilvægar hugmyndir Milroys (2001) um
staðalmál og hugmyndafræði í íslensku samhengi. Ekki síður þarf að
gefa gaum nýrri rannsóknum á stöðlun, afstöðlun (e. destandardisation)
og umstöðlun (e. demotisation) sem unnið hefur verið að innan SLICE-
rannsóknarnetsins (sbr. Coupland og Kristiansen 2011). Að því er varð-
ar íslensku má þó nefna eft irtaldar athuganir sem hafa verið unnar
undir þeim formerkjum: Ari Páll Kristinsson (2013), Leonard og Kristján
Árnason (2011), Ari Páll Kristinsson og Hilmarsson-Dunn (2013).
Ég hef áður haldið því fram (Ari Páll Kristinsson 2010:180) að grein-
ing Haugens (1966, 1972, 1983), sem og fl eiri höfunda sem fj allað hafa
um málstefnu (sbr. Cooper 1989 og Kaplan og Baldauf 1997), miðist
einkum eða jafnvel eingöngu við sýnilega þætt i málstýringar. Það er
vissulega annmarki. Eitt hvað svipað mætt i segja um þær hugmyndir
Ammons (2003, 2015) sem lýst var í 2.2.1. Jafnframt hef ég (Ari Páll
Kristinsson 2010) bent á að hjá öðrum fræði mönnum en Haugen, sem
fj alli um svipuð efni og hann, m.a. hjá Spolsky (2004), en einnig t.a.m.
hjá Schiff man (1996) og Wright (2004), sé betur hugað að alls kyns
duldum þáttum sem hafi sterk áhrif á málstefnu. (Um sýnilega og
dulda málstefnu, sjá t.d. Ara Pál Kristinsson 2007:102–103.)
Rannsóknir í félagslegum málvísindum á síðari árum hafa í aukn-
um mæli tengst virkni (e. agency) málnotenda og því hve mikil-
vægt sé að taka tillit til þess að stofnanir samfélagsins og ríkjandi
hugmyndir þess séu fj arri því að vera alls ráðandi um málhegðun
og málviðhorf; og jafnframt að hegðun og viðhorf eru breytileg bæði
hjá sama málnotanda og innan hóps sem deilir sömu félagslegu
bakgrunnsbreytum (s.s. aldri, kyni, menntun, búsetu o.s.frv.).
Eins og fram kom í kafl a 3.1 bætt i Spolsky (2018) við eldri kenn-
ingar sínar þátt um sem snúa að málstýrendum án formlegs valds.
Og jafnframt gerði hann virkni málnotenda á vissan hátt skil með
hugtakinu „eigin málstýring“. Áherslan á það síðastnefnda rímar
reyndar ágætlega við þróunina í félagsmálvísindum sbr. það sem nú
var nefnt um eigin virkni málnotenda sem var ekki meðal lykilhugtaka
í árdaga greinarinnar. Breytt útfærsla Spolskys (2018) kemur á vissan
hátt einnig vel heim og saman við hugmyndir Agers (2001) sem lagði
áherslu á „hvata“ (e. motivation) í málstýringu; hvað það er sem rekur
tunga_21.indb 146 19.6.2019 16:56:15