Orð og tunga - 08.07.2019, Page 159
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 147
samfélag og einstaklinga til þess að stýra máli sínu í einhvern tiltekinn
farveg. Hjá Ager (2001) er meðal annars tiltekið að hvati beinist ekki
bara að samfélagslegum markmiðum í einhverjum skilningi heldur
líka að því að ná einhverjum persónulegum markmiðum með ákveð-
inni málnotkun (t.d. að koma sér áfram á vinnustað, „falla í kramið“,
segja skilið við ákveðinn bakgrunn o.s.frv.). Undir þett a sjónarmið
Agers hefur t.a.m. Kristján Árnason (2003b:193–194) tekið og bætt við:
In this broader sense, then, all linguistic behaviour, like any
social behaviour, is planned, and each individual has in some
sense his or her own (perhaps unconscious) “language policy”,
involving among other things the choice of code and its form.
Endurbætur Spolskys (2018) á fyrri hugmyndum eru sem sé skref í
þá átt að þróa greininguna til samræmis við nýrri strauma í félags-
málvísindum. Á hinn bóginn eru hugmyndir Ammons og Haugens
miklu frekar miðaðar við það skeið í hugmyndasögunni sem kallað
hefur verið nútími (e. modernity). Þrátt fyrir slíkar takmarkanir hafa
þær gildi á sínum forsendum. Kostur við yfi rlit Ammons um helstu
kraft a sem ákvarða málstaðal er að tiltölulega auðvelt virðist að
færa það yfi r á fl eiri evrópsk málsamfélög en hin þýskumælandi
sem það byggðist upphafl ega á. Mikill ávinningur er að greiningu
Haugens að því er varðar samanburð á málsögu á ólíkum tímabilum
og í ólíkum málsamfélögum. Margir hafa nýtt greiningu hans sem
gagnlegt tæki til fl okkunar og á það ekki síst við um rannsóknir á
sögu málstöðlunar. Má í því sambandi taka undir með Coupland og
Kristiansen (2011:11):
we have, like many others, found Haugen’s model to be a
valuable heuristic, while the search for new data and more
comprehensive theory building continue in parallel with
each other.
Heimildir
Ager, Dennis. 2001. Motivation in Language Planning and Language Policy.
Multilingual Matt ers.
Albury, Nathan John. 2015. National language policy theory: exploring Spol-
sky’s model in the case of Iceland. Language Policy. Published online: 01
March 2015. htt ps://doi.org/10.1007/s10993-015-9357-z
A[lexander] J[óhannesson]. 1951. Látinn háskólakennari. Prófessor dr. Björn
Guðfi nnsson. Árbók Háskóla Íslands. Háskólaárið 1950–195, bls. 86–88.
Reykjavík: Háskóli Íslands.
tunga_21.indb 147 19.6.2019 16:56:15