Orð og tunga - 08.07.2019, Page 165
Orð og tunga 21 (2019), 153 –157. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
l
smágreinar
Svavar Sigmundsson
Var Leifur heppni lánsamur eða
frækinn?
Í grein í tímaritinu Sögu veltir Gunnar Karlsson (2014:87–97) sagn fræð-
ing ur því fyrir sér hvers vegna Leifur Eiríksson var kallaður heppinn.
Niður staða hans er þessi: „Leifur hlýtur að hafa verið kallaður inn
heppni vegna þess að hann þótti færa öðru fólki höpp.“ (Gunnar Karls-
son 2014:97). Gunnari þykir nefnilega ekki líklegt að hann hafi hlotið
sérstakt happ af því að bjarga mönnum úr sjávarháska eins og segir
í textunum sem um hann fjalla: 1) Eiríks sögu rauða, 2) Ólafs sögu
Tryggvasonar í Heimskringlu, 3) Kristni sögu og 4) Grænlendinga sögu.
Frásagnirnar af Leifi heppna eru tilfærðar hér úr fimm heimildum:
1 a) „Lætr Leifr í haf ok er lengi úti ok hitti á lǫnd þau, er
hann vissi áðr enga ván til. Váru þar hveitiakrar sjálf-
sánir ok vínviðr vaxinn. Þar váru þau tré, er mǫsurr
heita, ok hǫfðu þeir af þessu ǫllu nǫkkur merki, sum
tré svá mikil, at í hús váru lǫgð. Leifr fann menn á skip-
flaki ok flutti heim með sér. Sýndi hann í því ina mestu
stórmennsku ok drengskap, sem mǫrgu ǫðru, er hann
kom kristni á landit, ok var jafnan síðan kallaðr Leifr
inn heppni.“ (Eiríks saga rauða 1935:211–212).
1 b) „Leifr lét í haf þegar hann var búinn. Leif velkði lengi
úti, ok hitti hann á lǫnd þau er hann vissi áðr øngva
ván í. Váru þar hveitiakrar sjálfsánir ok vínviðr vaxinn;
þar váru ok þau tré er mǫsurr heita, ok hǫfðu þeir af
ǫllu þessu nǫkkur merki. Leifr <fann menn á skipflaki
tunga_21.indb 153 19.6.2019 16:56:16