Orð og tunga - 08.07.2019, Side 167
Svavar Sigmundsson: Var Leifur heppni heppinn? 155
Leifr tók fimmtán menn ór skerinu. Hann var síðan
kallaðr Leifr inn heppni.“ (Grœnlendinga saga 1935:253–
254).
5) „Leifr hinn hepni, var [...] því svá kallaðr, at hann barg
skipshöfn í miðju hafi.“ (ONP).
Hér er auknefni Leifs beinlínis tengt björgunarafreki hans en ekki því
að hann fann Vínland eða kom kristni á Grænland.
Gunnar (2014:91) segir að heppinn sé einkum sá sem fær meiri og
betri hlut í lífinu en hæfileikar eins og styrkur, vit og hófsemi geti
skýrt. Því megi segja að það hafi verið öfugmæli að Leifur hafi verið
hepp inn. Niðurstaða Gunnars (2014:97) er sem sagt sú að heppinn hafi
getað merkt ‘happaveitull’ en ekki aðeins ‘happsamur’.
Þessi niðurstaða Gunnars er ekki að öllu leyti fullnægjandi. Orð-
ið happ merkir ‘það sem maður fær fyrir heppni’ (Íslensk orðabók
2002:533), þ.e. það sem einhverjum hlotnast sjálfum persónulega en
er ekki hægt að veita öðrum. Á sama hátt er heppinn sá ‘sem hefur
heppn ina með sér’ (Íslensk orðabók 2002:571). Dæmin sem tekin eru til
vitn is burðar í grein Gunnars skera ekki úr um merkinguna, sérstak-
lega ekki dæmin úr kveðskap.
Hvað sem líður þeim dæmum úr fornritum sem Gunnar tekur til
athugunar og hann telur styðja mál sitt, ætla ég að líta til grannmáls
okkar færeysku til þess að styðja annan skilning á orðinu heppinn
en við höfum í nútímamáli. Orðið heppin merkir þar, auk þess að
þýða ‘eydnusamur’, þ.e. lánsamur, ‘kvikur, kringur, fermur, snar-
ráðin’, eins og í dæminu „hann má vera (heppin) ið skal gera tílíkt
roysni“ (Føroysk orðabók 1998:451). Orðið roysni er skilgreint í sömu
færeysku orðabókinni þannig: „djørv gerð gjørd undir truplum um-
støðum, roysnisbragd, bragd, roysnisverk, kappabragd“. Í færeysk-
danskri orðabók (Jacobsen og Matras 1961:157) er orðið heppin þýtt
sem ‘rask og snar, behændig’. Á sama hátt er færeyska roysni þýtt
‘manddomsværk, (stor) bedrift, vovestykke, styrkeprøve’ í sömu
orða bók. Í aukabindi þessarar orðabókar er orðið heppibragd tilfært
og þýtt sem ‘heldig bedrift, snarrådig gerning’ (Jacobsen og Matras
1974). Mér þykir líklegt að Leifur hafi ekki síst hlotið viðurnefni sitt
vegna þess björgunarafreks sem hann vann sem sýnir snarræði hans
og hreysti. Í Grænlendinga sögu (1935:252) er sagt um Leif: „Leifr var
mikill maðr ok sterkr, manna skǫruligastr at sjá, [...].“ Þessi ummæli
styðja fremur en hitt að hann hafi verið heppinn í hinni færeysku
merk ingu.
tunga_21.indb 155 19.6.2019 16:56:17