Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 168
156 Orð og tunga
Í Grettis sögu kemur orðið heppinn fyrir í samhengi sem mér finnst
einkar athyglisvert út frá því sem að framan segir. Þar segir frá því
að Grettir ásamt kaupmönnum gátu ekki tekið eld þar sem þeir tóku
land í Noregi vegna illviðris en sáu að eldur mikill kom upp öðru
megin þess sunds er þeir voru þá við komnir. Síðan segir:
„En er skipverjar Grett is sá eldinn, tǫluðu þeir til, at sá væri
heppinn, er honum gæti nát, ok efuðusk í, hvárt þeir leysa
skyldi skipit, en þat sýndisk ǫllum eigi hætt ulaust. Þá hǫfðu
þeir umtal mikit, hvárt nǫkkurr maðr myndi svá vel fœrr, at
næði eldinum. Grett ir gaf sér fátt at ok segir, at verit myndi
hafa þeir menn, er þat myndi ekki trauðat hafa [þ.e. vílað fyr-
ir sér]. Kaupmenn sǫgðu, at sér væri eigi at borgnara, hvat
er verit hafði, ef þá væri til einskis at taka, – „eða treystir þú
þér, Grett ir?“ sǫgðu þeir, „því at þú ert nú mestr atgørvismaðr
af íslenzkum mǫnnum kallaðr, en þú veizt nú gǫrla, hvat oss
liggr á.“ Grett ir svarar: „Eigi lízk mér mikit þrekvirki at ná
eldinum [...]“ (Grett is saga Ásmundarsonar 1936:129).
Þarna sýnist mér einboðið að heppinn eigi við þrekvirkið sem skip-
verjar Grettis telja að þurfi til að ná eldinum.
Mín niðurstaða er að orðið heppinn í norrænu hafi getað merkt
‘frækinn, hraustur, vel fær, snarráður’ eða þvílíkt, auk þess að merkja
‘lánsamur’ og að fyrri merkingin eigi við viðurnefni Leifs Eiríkssonar.
Heimildir
Eiríks saga rauða. 1935. Útg. Matthías Þórðarson. Íslenzk fornrit IV. Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag.
Eiríks saga rauða. 1985. (Texti Skálholtsbókar AM 557 4to) Útg. Ólafur Hall-
dórsson. Íslenzk fornrit IV. Viðauki. Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag.
Føroysk orðabók. 1998. Ritstjórn: Jóhan Hendrik W. Poulsen, Marjun Simonsen,
Jógvan í Lon Jacobsen, Anfinnur Johansen, Zakaris Svabo Hansen. Tórs-
havn: Føroya Fróðskaparfelag.
Grettis saga Ásmundarsonar. 1936. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit VII.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
Grœnlendinga saga. 1935. Útg. Matthías Þórðarson. Íslenzk fornrit IV. Reykja-
vík: Hið íslenzka fornritafélag.
Gunnar Karlsson. 2014. Hvers vegna var Leifur Eiríksson kallaður heppinn?
Saga LII:2:87–97.
Heimskringla I = Snorri Sturluson. 1941. Heimskringla I. Útg. Bjarni Aðal-
bjarnarson. Íslenzk fornrit XXVI. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
tunga_21.indb 156 19.6.2019 16:56:17