Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 72
H Ú N A V A K A 70
aftur til Höskuldsstaða sumarið 2016 og hreinsaði steininn aftur og málaði
rúnirnar.
Steinninn er meðal elstu áreiðanlega tímasettu rúnalegsteina á Íslandi. Um
50 slíkir steinar eru þekktir, helmingur þeirra er varðveittur, heill eða í brotum
en hinir eru aðeins þekktir úr eldri heimildum. Þeir elstu eru frá 13. öld, þeir
yngstu frá 17. öld, aðeins örfáir þeirra eru ennþá í kirkjugörðum landsins,
hinir eru á Þjóðminjasafni. Flestir eru þeir úr stuðlabergi af einhverju tagi,
eins og Höskuldsstaðasteinninn, en sumar ristur eru á hraunhellum, grágrýti
eða sandsteini.
Steinarnir voru dreifðir um allt land nema helst á Austfjörðum, þaðan eru
aðeins til fáeinar óáreiðanlegar heimildir. Suðaustasti steinninn er frá Núpsstað
í Vestur-Skaftafellssýslu en sá norðaustasti er ennþá í kirkjugarðinum á
Grenjaðarstað í Þingeyjarsveit. Þessir steinar, ásamt mörgum ristum á munum
og í handritum, sýna að hér hafa verið margir á öllum tímum sem hafa kunnað
rúnir og getað rist þær í stein, skorið í tré og skrifað í handrit.6
Til stendur að gera sögutorg við kirkjuna fyrir rúnasteininn og tvö
minningamörk frá 19. öld sem einnig verða hreinsuð og lagfærð áður en þeim
verður komið fyrir. Þar verður væntanlega komið fyrir upplýsingaskiltum á
íslensku og ensku sem einnig munu vekja athygli á merkri sögu Höskuldsstaða
sem prestseturs og kirkjustaðar. Þá geta þeir sem staldra við hjá kirkjunni
hugleitt sögu staðarins, notið friðhelgi hans og útsýnisins út á Húnaflóa og yfir
til Strandafjalla.
Tilvísanir:
1 Islandske Annaler inntil 1578, bls 414.
2 Einar Bjarnason 1971, bls. 57-58.
3 Frásögur um fornaldarleifar 1983, bls. 482-483.
4 IR = Islands runenindskrifter 1942, bls. 147.
5 Björg Bjarnadóttir hefur leitað uppi og gefið mér ómetanlegar upplýsingar um
sögu steinsins og þakka ég henni hér með kærlega fyrir það og gott samstarf.
6 Þórgunnur Snædal 1998 og 2000-2001.
Helstu heimildir:
Bæksted, Anders 1942: Islands Runeindskrifter, Bibliotheca Arnamagnæana 2, Ejnar
Munksgaard. Kaupmannahöfn.
Einar Bjarnason 1971: Rúnasteinar og mannfræði. Árbók Fornleifafélagsins. Reykjavík.
Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi, Rit 24. Reykjavík 1983.
Islandske Annaler intil 1578. Udgivne for det norske historiske Kildeskriftfond.
Christiania 1888.
Þórgunnur Snædal, 1998: Íslenskar rúnir í norrænu ljósi. Árbók Fornleifafélagins.
Reykjavík.
Þórgunnur Snædal, 2000-2001: Rúnaristur á Íslandi. Árbók Fornleifafélagins. Reykjavík.