Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 171
H Ú N A V A K A 169
(1896-1979) sem þá bjuggu í Hvammkoti en fluttu síðar að Steinnýjarstöðum.
María var þriðja í röð sex systkina sem eru: Kristján (1934-2007), Sigurlaug,
f. 1935, Sigurbjörg , f. 1938, Ásta, f. 1941 og Guðmundur, f. 1944.
María ólst upp hjá foreldrum sínum í glaðværum hópi systkina undir
ströngum húsaga sem mótaði lífsskoðanir hennar ævilangt. Hún naut barna-
fræðslu í farskóla frá 10 ára aldri og fram að
fermingu og stóð skólinn í þrjá mánuði á hverjum
vetri eins og þá var títt. Fjárhagur fjölskyldunnar
leyfði ekki frekara nám en eftir að María hafði
náð fullorðinsaldri var hún einn vetur á Kvenna-
skólanum á Blönduósi og reyndist sú vist henni
notadrjúg á lífsleiðinni.
Vinnan var snar þáttur í æsku Maríu. Þegar
hún var 13 ára tók hún að sér barnagæslu á
nágrannabæjum og sinnti henni tvö sumur en 15
ára gömul fór hún fyrst í kaupavinnu sem hún
stundaði í nokkur sumur. Einnig var hún oft
vistráðin á þessum árum og starfaði í fiskvinnslu á
vertíð í Grindavík og Vestmannaeyjum.
Þann 26. nóvember árið 1959 urðu þáttaskil í
lífi Maríu þegar hún gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Svein Sveinsson
á Tjörn, f. 1932. Þau hófu búskap á Tjörn í samvinnu við Pétur, bróður Sveins
og Sigurlaugu, systur Maríu. Búið var með sauðfé og kýr. Samvinnubúið stóð
til ársins 1980 er innleitt var kvótakerfi í landbúnaði. Var þá búinu skipt og
eftir það ráku þau María og Sveinn kúabú á Tjörn til ársins 2000 að þau létu
búið í hendur sonar og tengdadóttur.
Fjóra syni eignuðust þau María og Sveinn. Þeir eru: Kristján, f. 1960,
kvæntur Önnu Þórðardóttur. Þau eiga tvö börn. Sveinn Mikael, f. 1964,
kvæntur Björk Guðbrandsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Vignir Ásmundur, f.
1966, kvæntur Helgu Ingimarsdóttur. Þau eiga þrjú börn en fyrir átti Vignir
eina dóttur. Baldvin, f. 1969, kvæntur Bjarneyju R. Jónsdóttur. Þau eiga þrjú
börn.
María annaðist mjaltir og önnur bústörf alla sína búskapartíð en einkum
eftir að barnauppeldi lauk. Fjarvistir Sveins vegna félagsmálastarfa urðu til
þess að hún annaðist skepnuhirðingu í ríkari mæli en ella hefði verið. Hún
unni mjög heimili og börnum, sá vel fyrir þörfum þeirra í uppvextinum, sýndi
þeim ást og umhyggju og bjó þau undir lífsbaráttuna. Hið sama átti við um
ömmubörnin sem eiga góðar minningar um samvistir sínar við hana.
María var félagslynd, hafði ánægju af gestakomum og vildi veita góðan
beina þeim sem bar að garði. Eftir að þau Sveinn hættu búskap hafði hún
rýmri tíma en áður til að sinna hugðarefnum sínum. Hún hafði mikla ánægju
af ýmiss konar handavinnu sem hún stundaði af kappi þegar tækifæri gáfust.
Hún var skoðanarík og skoðanaföst og stóð á sínu.
María lést á Landspítalanum í Reykjavík. Hún var jarðsungin frá Hofskirkju
8. júlí. Jarðsett var í Hofskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.