Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 174
H Ú N A V A K A 172
Hjónaefnin komu til Íslands árið 1964 og Inga hóf störf á ljósritunarstofu
Sigríðar Zöega í Austurstræti í Reykjavík.
Þann 5. júní árið 1965 gengu Inga og Rafn í hjónaband. Það urðu umskipti
fyrir Ingu að koma úr borgarlífinu og flyta norður í Skagahrepp sem þá hét.
Íbúðarhúsið á nýbýlinu Örlygsstöðum II var í byggingu og fluttu hjónin inn í
húsið þótt það væri ekki fullklárað. Bjuggu þau við lítil efni. Dag einn bar
byggingafulltrúa að garði. Honum var vísað til sætis við eldhúsborðið. Full-
trúinn hafði á orði að hann hefði aldrei áður matast við þvottavél í stað borðs
en bætti við að maturinn væri góður.
Inga og Rafn eignuðust tvö börn sem eru: Rafn Ingi, f. 1970, kvæntur
Árnýju Lilju Árnadóttur. Þau eiga tvo syni. Elín Anna, f. 1971, maki hennar
er Steingrímur Baldur Benediktsson. Þau eiga fjórar dætur.
Inga hugsaði vel um fólkið sitt og heimili, hún var fyrirmyndar húsmóðir.
Gerdeigsbaksturinn var rómaður hjá henni, brauðið og bollurnar ljúffengar og
kökurnar og terturnar gómsætar. Hún átti margar bækur, bæði á íslensku og
norsku, einnig fylgdist hún vel með þjóðmálum. Hún var flink í höndunum og
vann margar hannyrðir, saumaði og prjónaði. Hún var hirðusöm og vandvirk.
Eftir hana liggur fjöldi mynda og dúka sem hún saumaði út og prýða heimilið.
Enn njóta ástvinir og vandamenn góðs af afkastamiklum prjónaskap hennar.
Lífið er í senn markað af meðbyr og mótlæti. Inga var æðrulaus, hún
kvartaði ekki yfir hlutskipti sínu, þrátt fyrir langa sjúkralegu, því síðustu árin
voru henni mótdræg vegna áfalla sem skertu hreyfigetu og lífsgæði.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Hún var jarðsungin
frá Hofs kirkju 29. júlí. Jarðsett var í Hofskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
María Magnea Magnúsdóttir,
Blönduósi
Fædd 10. október 1916 – Dáin 5. ágúst 2017
María Magnea var fædd að Geldingaholti í Skagafirði. Foreldrar hennar voru
Halldóra Sigríður Jónsdóttir (1892-1931), fædd að Torfalæk í Torfalækjarhreppi
í Austur-Húnavatnssýslu og Magnús Magnússon (1892-1978), frá Ægissíðu á
Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.
Systkini Maríu sammæðra voru: Þorvaldur (1920-2006) og Ingibjörg Guð-
rún (1924-2009). Systkini Maríu samfeðra voru Gerður (1919-1992), Sverrir
(1921-1922), Ásgeir (1923-1975) og Helgi Birgir (1926-1986).
María átti sín fyrstu þrettán ár fyrir norðan hjá móður sinni og stjúpa,
Magnúsi Jónssyni (1896-1980) og hálfsystkinum. Haustið 1929 flutti fjölskyldan
til Hafnarfjarðar. Þar lauk hún gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla. Áður
hafði skólaganga hennar verið venjulegt barnanám eða farskóli eins og þá
tíðkaðist fyrir norðan og síðan einn bekkur í barnaskóla í Hafnarfirði.
Móðir Maríu andaðist þegar María var 15 ára gömul. Eftir það átti hún