Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 185
H Ú N A V A K A 183
tamningamanna, auk þess að sitja fjölmörg landsþing Landssambands
hestamannafélaga, þar sem hann hlaut gullmerki fyrir störf sín. Eftir hann
hafa birst greinar um hesta og hestamennsku, auk þess sem fjölmiðlar leituðu
gjarnan til hans með umsagnir um tengt efni.
Einar var næmur og glöggskyggn bæði á
menn og skepnur. Þegar á ung aldri varð hann
þjóðkunnur hestamaður. Hann var mikill áhuga-
maður um ræktun á hrossum, sauðfé og hundum,
hafði einstakt lag á öllum dýrum og var mjög
natinn í allri umgengni við þau. Hann tók nærri
sér að sjá vanhirtar skepnur og var ævinlega
tilbúinn að leggja mikið á sig til að koma í veg
fyrir slíkt. Hann var gangnaforingi á Auðkúluheiði
um áratuga skeið og óvíða kunni hann betur við
sig en á fjöllum.
Í góðra vina hópi var Einar hrókur alls fagnaðar
á hógværan hátt. Hann hafði góða nærveru og
var vinsæll og vinamargur. Hann sagði einstaklega
vel frá, var vel máli farinn með ríkulegan orðaforða, kunni ógrynni af
gamansögum og var laginn að gæða þær lífi með eftirhermum og góðum
húmor. Fjölda af ljóðum og lausavísum kunni hann sem hann naut að fara
með fyrir munni sér eða fyrir aðra. Hann var líka söngelskur, unni góðri tónlist
og söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í fjölda ára.
Einar var mikill náttúruunnandi og kunni að meta gjafir og dásemdir
landsins. Ferðalög áttu vel við hann þegar tími gafst til, bæði innanlands og
utan. Hálendisferðir um Ísland voru honum einkar kærar, sér í lagi á hestum.
Einar Höskuldsson var heiðarlegur maður og trúr öllu sem honum var falið.
Hann lést á HSN á Blönduósi og var jarðsunginn í kyrrþey 9. desember.
Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Elna Thomsen,
Hnausum
Fædd 11. maí 1936 - Dáin 26. nóvember 2017
Elna Thomsen var fædd á Siglufirði, dóttir hjónanna Önnu Kristínar
Halldórsdóttur (1908-1998) og Tomasar Thomsen (1901-1970). Systkini Elnu
eru: Hallmar (1932-2002), Elna (1934-1935), Magnea (1941-2009), Tomas
Enok, f. 1940 og Svala Sigríður, f. 1945. Hálfsystkini Elnu voru Svanhvít og
Karl sem bæði eru látin. Elna ólst upp á Siglufirði og í Færeyjum. Hún vann
ýmsa vinnu, m.a. við fisk vinnslu og sem talsímavörður, á saumastofunni Pólar-
prjón og við ferðaþjónustu.