Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 186
H Ú N A V A K A 184
Á sínum tíma kom hún hingað í sýsluna sem ráðskona að Nautabúi í
Vatnsdal. Í Vatnsdalnum lágu saman leiðir hennar og Leifs Sveinbjörnssonar
(1919-2008). Foreldrar Leifs voru Kristín Pálmadóttir frá Vesturá á Laxárdal í
Austur-Húnavatnssýslu og Sveinbjörn Jakobsson
frá Hnausum.
Elna og Leifur giftu sig þann 23. júlí 1967.
Leifur gekk börnum Elnu í föðurstað en þau eru:
Tómas, f. 1953, Sigurður Jakob (1955-1994),
maki hans var Kristrún Þórisdóttir, hann átti fjög-
ur börn og einn fósturson. Anna Kristín, f. 1957,
maki hennar var Gunnar Helgi Emilsson, hann
er látinn, þau eiga tvö börn. Andrés Ingiberg, f.
1961, maki hans er Margrét Arndís Kjartansdóttir,
þau eiga fjögur börn. Elna og Leifur ættleiddu
dótturina, Kristínu Björk, f. 1971, maki hennar
er Ragnar Haukur Högnason, þau eiga alls sjö
börn.
Þau hjón bjuggu í Hnausum í Þingi frá árinu 1966 og stunduðu blandaðan
búskap. Árið 1984 hófu þau ferðaþjónustu sem þau sinntu ásamt búskapnum.
Elna stundaði ýmis störf meðfram búskap og heimilishaldi en hún var einnig
mjög virk í félagsmálum, bæði í kvenfélaginu og kirkjukór sóknarinnar.
Árið 2000 fluttu þau Elna og Leifur suður í Garðabæinn. Það sama ár létu
þau smíða fyrir sig sumarhús í Lindarhvammi og komu þar upp sælureit sem
stendur í Vatnsdalsfjalli fyrir ofan bæinn Hnausa. Þar undu þau sér vel innan
um gróður sem þau hlúðu að, höfðu fallegt útsýni yfir sveitina, Hnausa sem og
Þingið.
Árið 2006 urðu þáttaskil í lífi Elnu en það ár fékk hún alvarlegt heilablóðfall
sem gerði það að verkum að hún gat ekki haldið heimili lengur og þurfti aðstoð
við daglegt líf. Því fluttu þau hjón að Hrafnistu í Hafnarfirði. Leifur andaðist
þann 22. febrúar árið 2008.
Síðustu mánuðina dvaldi Elna á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd og
þar andaðist hún. Útför hennar var gerð frá Þingeyraklausturskirkju þann
2. desember og var hún jarðsett þar í kirkjugarðinum við hlið manns síns.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Jón Kr. Jónsson,
Blönduósi
Fæddur 3. maí 1931 - Dáinn 20. desember 2017
Jón Kr. (Kristjánsson) Jónsson var fæddur á Siglufirði. Foreldrar hans voru
Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir (1910-2003), húsmóðir í Keflavík og Jón
Kristjánsson, vélamaður frá Akureyri en hann fórst í sjóslysi 1931 áður en Jón