Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 146
H Ú N A V A K A 144
Í minniskompu sem pabbi skildi
eftir sig skráir hann 18. janúar
1937: „Dússi, hæð 46,5 tommur,
sem eru um 117 cm. Sigga 36
tommur eða rúmlega 91 cm.“ Í
janúar tveimur árum síðar hefur
aðeins tognað úr þeim, þá er Dússi
mældur 50 tommur eða 127 cm og
Sigga 40 tommur sem er um 101
cm. Hæðarmælingar munu hafa
verið löngu aflagðar á fimmta ára-
tugnum þegar ég var að vaxa úr
grasi, ég hef a.m.k. ekki fundið
neitt um slíkt.
Keyptu húsið af Lárusi á 9.000 krónur og skulduðu
alla upp hæðina
Fyrsta bílinn sinn keypti pabbi árið 1927. Hann var af Ford-gerð og kostaði
2.300 krónur. Um svipað leyti settust þau mamma að hér á Blönduósi og eftir
því sem ég best veit bjuggu þau alla tíð í sama húsinu sem nú er Aðalgata 3.
Fyrst voru þau leigjendur hjá Lárusi Ólafssyni sem átti húsið en árið 1937
keyptu þau húsið af Lárusi á 9.000 krónur og skulduðu alla upphæðina. Pabbi
tók lán, bæði hjá Útvegsbankanum með 7,5% vöxtum, Sparisjóðnum með
6,5% vöxtum og skulduðu svo Lárusi afganginn á 5,5% vöxtum.
Tveimur árum síðar er skuldin komin niður í 7.610 krónur.
Í dimmu má hraðinn aldrei vera meiri en 15 km
Við, sem lifum í dag á tækniöld, þar sem bíll er á hverju heimili, stundum tveir,
jafnvel þrír og ekið er á 100 km hraða á malbikuðum vegum, eigum erfitt með
að sjá fyrir okkur hvernig þetta hefur verið í árdaga bílsins.
Þegar pabbi tók bílprófið árið 1927, fékk hann í hendur bæklinginn: Lög
um notkun bifreiða, sem gefinn var út árið 1926 og veit ég að þær reglur allar
hefur hann lesið gaumgæfilega. Ég læt fylgja nokkrar reglur úr þessum
bæklingi svo unga fólkið geti horft nokkur ljósár aftur í tímann.
Lagagreinin hefst að sjálfsögðu á: „Vér Christian hinn tíundi, af guðs náð konung-
ur Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þétt-
merski, Láenborg og Aldinborg, gjörir kunnugt.“
Í 3. grein segir: „Bifreiðar skulu svo gerðar að þær geti farið eftir kröppum bugðum og
auðvelt sé að snúa þeim. Sé bifreið þyngri en 350 kg skal aflvélin geta knúið hana aftur á
bak sem áfram. Ekki má nota breiðari bifreiðar en svo, að mesta breidd ummáls sé 1,75
metrar.
Guðrún og Zophonías með börnum sínum,
Kollu, Dússa og Siggu.