Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 218
216
Mörg stór verkefni voru unnin á svæðinu. Stærsta verkefnið var bygging á
nýrri stíflu við Laxá III og endurnýjun aflvélarinnar við sömu stöð. Þessum
framkvæmdum lauk á árinu og er sú stöð komin í fullan rekstur með nýja
inntaksstíflu.
Alls voru gefin út á svæðinu 77 verkleyfi til verktaka fyrir mismunandi
verkefni og voru verktakarnir frá ýmsum þjóðlöndum. (Þýskalandi, Danmörku,
Póllandi, Írlandi, Englandi, Rúmeníu, Lettlandi, Litháen, Finnlandi, Noregi,
auk íslenskra)
Nokkrar breytingar urðu í starfsmannahópnum. Í byrjun febrúar kom
Baldvin Freyr Sigurjónsson til starfa við Blöndustöð. Í maí hóf Sigrún
Óladóttir störf í Laxá við ræstingar. Á haustmánuðum lét Gísli Guðmundsson
af störfum við Blöndustöð og gerðist starfsmaður Sogsstöðva. Í stað hans var
ráðinn Unnar Bjarki Egilsson vélfræðingur og hóf hann störf í september. Að
lokum kvöddum við Sólveigu Friðriksdóttur sem lét af störfum vegna aldurs.
Töluvert var um gestakomur á árinu.
Guðmundur R. Stefánsson, stöðvarstjóri OAB.
HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS Á BLÖNDUÓSI.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til við samruna sex
heilbrigðisstofnana 1. október 2014. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns
og starfsmannafjöldi er um 520. Heilsugæslustöðvar og sel eru 17, hjúkrunar-,
sjúkra- og dvalarrými eru 149, auk 44 hjúkrunar- og dvalarrýma sem HSN
rekur á Húsavík. 400 km eru á milli endastöðvanna, sem eru annars vegar á
Blönduósi og hins vegar á Þórshöfn á Langanesi.
Stofnunin lítur á það sem hlutverk sitt að stuðla að bættu heilbrigði íbúanna
með því að veita samfellda, heildstæða og aðgengilega heilbrigðisþjónustu.
Mik il áhersla hefur verið lögð á að sí- og endurmenntun sé í boði fyrir
starfsfólk og í samvinnu við þekkingarsetur á hverjum stað hefur verið boðið
upp á fjölbreytt námskeið starfsfólki að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að hafa
hæft og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla á þverfaglegt samstarf milli
starfsstöðva.
Á HSN Blönduósi eru rekin níu dvalarrými, 22 hjúkrunarrými og þrjú
sjúkrarými. Auk þess er boðið upp á hvíldarinnlagnir og endurhæfingarinn-
lagn ir, að undangengnu heilsufarsmati. Aukning hefur orðið í eftirspurn eftir
hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum og er þetta mjög dýrmæt þjónusta til að
auka vellíðan og öryggi þeirra sem enn búa í heimahúsum.
Á heilsugæslunni er veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta. Læknis-
þjónustan er í formi verktöku því ekki hafa fengist fastir læknar til starfa. Þetta
fyrirkomulag hefur gengið vel. Háls-, nef- og eyrnalæknir er með reglulega
mót töku og á árinu náðist samningur um augnlæknaþjónustu en hún hafði
legið niðri í nokkur ár. Næringarráðgjafi kemur reglulega og er með móttöku
og Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu tengda heyrn og heyrnartækjum.
Sálfræðingur er með reglulega móttöku á Blönduósi.
Rekstur stofnunarinnar hefur gengið nokkuð vel. Fjöldi stöðugilda er svip-