Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 188
H Ú N A V A K A 186
Halldóra Kristín Þorláksdóttir,
Skagaströnd
Fædd 12. september 1936 – Dáin 27. desember 2017
Halldóra Kristín Þorláksdóttir, eða Doddý, eins og hún var alltaf kölluð, fædd-
ist á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Ágústa Ebeneserdóttir (1915-1992) og
Þorlákur Guðjónsson (1914-1982). Þeim varð sex barna auðið og var Doddý
elst. Systkin hennar eru Sigurður Brynjar, Guðmundína Salóme, Þorlákur,
Kristján Jón og Gísley Aðalsteina. Systkin þeirra samfeðra eru Gunnlaug
Björk og Brandur, sem er látinn.
Hún var góður námsmaður og lauk námi í fjórða bekk Gagnfræðaskólans á
Ísafirði en þá var ekki algengt að stúlkur þar sætu svo lengi á skólabekk. Um
líkt leyti felldu þau hugi saman, hún og Ebbi, Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggsson
(1935-2017). Þau fóru fljótlega að búa saman og gengu í heilagt hjónaband
árið 1957. Börn þeirra eru: Gylfi, f. 1955, kvæntur
Þorbjörgu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur
börn. Guðjón, f. 1957, eiginkona hans er Guðrún
Soffía Pétursdóttir og börn þeirra eru fjögur.
Hjálm fríður, f. 1962, gift Sævari Berg Ólafssyni
og eiga þau tvo syni. Bryndís, f. 1965, eiginmaður
hennar er Gunnar Þór Gunnarsson og eiga þau
tvær dætur. Anna Dröfn, f. 1975, hún á tvær
dætur.
Þau Doddý og Ebbi voru alla tíð einstaklega
samhent og tókust sem einn maður á við þau
verkefni sem lífið færði þeim. Fyrst í stað bjuggu
þau heima hjá foreldrum Ebba. Hann aflaði
heimil inu tekna með sjósókn en Doddý vann
heima við.
Þegar Ebbi hafði lokið námi sínu við Stýrimannaskólann í Reykjavík bjuggu
þau á Ísafirði í nokkur ár en árið 1970 bauðst honum að taka við skipstjórn á
togbátnum Arnari HU frá Skagaströnd og þangað fluttu þau.
Doddý var góð móðir og annaðist bæði börnin og heimilið af einstakri
umhyggju og kærleika. Heimilið var alltaf fínt og hreint en það var líka rými
fyrir börnin að leika sér. Hún hafði sérstaka ánægju af að sjá um þvottinn og
allt var straujað sem hægt var að strauja. Hún var líka góður kokkur og bakari
og flink handavinnukona, saumaði föt á börnin sín, heklaði, prjónaði og
saumaði út. Henni var umhugað um heilsuna og hafði góða hreyfigetu fram
eftir öllum aldri.
Hún var góðum gáfum gædd, vel að sér og miðlaði þekkingunni til barna