Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 177
H Ú N A V A K A 175
Guðrún Anna lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri en þar hafði hún dval-
ið í rúmt ár. Útför hennar fór fram frá Kópavogskirkju þann 24. ágúst.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Sigurður Kr. Jónsson,
Blönduósi
Fæddur 8. ágúst 1933 – Dáinn 23. ágúst 2017
Sigurður Kr. fæddist á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi. Foreldrar hans voru Jón
Guðmundsson (1892-1992), bóndi á Sölvabakka og Magðalena Jónsdóttir
(1892-1972), kona hans.
Hann var næstyngstur í hópi sjö systkina sem eru: Jón Árni (1921-1935),
Guðmundur Jón (1925-1983), Guðný Sæbjörg (1926-2012), Ingibjörg Þórkatla,
f. 1928, Finnbogi Gunnar (1920-2004) og Jón Árni (1937-2004).
Sigurður Kr. ólst upp á Sölvabakka ásamt systkinum sínum. Hann kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu J. Ingi-
marsdóttur, f. 1931, þann 12. september 1954.
Þau voru samhent í búskap sínum, samvalin og
smiðir gæfu sinnar, sem byggðu og bjuggu á
Húnabraut 32 lengst af. Börn þeirra eru fjögur:
Karlotta Sigríður, f. 1955, gift Sverri Valgarðssyni
og eiga þau fjögur börn. Ingimar, kvæntur
Svetlönu Björgu Kostic. Synir hans og Guðrúnar
Hrannar Einarsdóttur eru tveir. Jóhann, f. 1963.
Dætur hans og Sigrúnar Erlendsdóttur eru tvær.
Auðunn Steinn, f. 1966, kvæntur Magdalenu
Berglindi Björnsdóttur. Þau eiga þrjú börn.
Sigurður Kr. lærði húsasmíðar og rak Tré-
smiðjuna Fróða í áratugi, ásamt fjórum félögum
sínum. Hann var framkvæmdastjóri Byggðatryggingar hf. í mörg ár og starfaði
síðan fyrir Tryggingamiðstöðina á Blönduósi um áratugaskeið. Störf sín vann
Sigurður af vandvirkni og áhuga. Hann var félagslega sinnaður og félagi var
hann góður. Víða lagði hann lið og alls staðar munaði um liðveislu hans. Hann
starfaði mörg ár með Leikfélagi Blönduóss. Löngum var hann liðsmaður
björgunarsveitarinnar Blöndu. Þá var hann söngmaður góður. Kvartett undir
stjórn Jónasar Tryggvasonar, skipaður Sigurði, Einari Guðlaugssyni, Einari
Þorlákssyni og Þorvaldi (Tolla) Ásgeirssyni, var víðkunnur.
Útivist var Sigurði nauðsynleg. Hann stundaði laxveiðar og var Blöndu-
veiðimaður af lífi og sál. Einnig veiddi hann í öðrum minni og ívið tærari ám
fyrr á árum. Laxá á Refasveit var reyndar áin hans. Þar þekkti hann hverja
þúfu, hvern einasta klett, ljúfur niður árinnar var söngur í sál hans og þar
veiddi hann sem oftast. Hann var fastamaður á réttardögum í Skrapatungu-
rétt og dró féð ásamt sínu fólki fyrir Sölvabakkabændur.