Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 108
H Ú N A V A K A 106
teikning Sigurðar Thoroddsen af 90 álna langri
bryggju og 9 álna breiðri að neðan en 6 álnir að
ofan, með steyptri þekju. Þessi klöpp, sem nefnd er í
skýrslu Einars, virðist hafa markað af sandfjöruna og
kletta og sker norðan hennar. Sunnan við klöppina
taldi Erlendur líka heppilegast að hafa bryggjuna,
hún myndi veita henni skjól.
En hvaða klöpp er verið að tala um? Hún sést ekki
í dag. Í fornbréfasafni er að finna vitnisburð Bjarna
Finnssonar í landamerkjadeilu milli eigenda Blöndu-
bakka og Ennis. Hann sagðist hafa búið 9 ár fyrir
1550 í Enni og haft öll árin bát sinn við klöpp í
fjörunni sunnan við Mógil, átölulaust af Blöndu-
bakkabónda.
Svo virðist sem sprengt hafi verið ofan af þessari
klöpp og bryggjan hafi verið byggð ofan á hana, því vinnan við bryggjuna hófst með
talsverðum sprengingum. Til er uppdráttur eða riss frá um 1780 af helstu útlínum Ennis-
jarðarinnar. Þar er sýnd breið sandfjara frá ánni út undir Mógil og þegar Jón Helgason
byggði bæ sinn Skuld 1916 var enn sandfjara framundan húsi hans suður að á og hvergi
stein að sjá í fjörunni. Það breyttist í Halaveðrinu 1925. Þá sópaðist sandurinn burt og
náði eftir það aðeins að pakkhúsinu og hvarf með öllu þegar Blanda var virkjuð og fram-
burður snarminnkaði í ánni. Ásýnd strandarinnar við Blönduós er því öll önnur en áður var
og hefur líklega gengið á sandinn lengi, ef mið er tekið af áðurnefndu rissi.
Þá geta allir séð að þetta er bókstaflega að kasta
peningum í sjóinn
Stefnir 2. og 3. tbl. 1895
Lesendabréf
Lítill ferðapistill.
Hr. ritstjóri.
Mig minnir að ég lofaði yður s.l. sumar að skýra yður stuttlega frá vesturför
minni á Blönduós, sérdeilis af því að ég hafði ekki farið þann veg fyrri.
Er það fyrst að ég reið fram Yxnadal (Öxnadal), allt að Lurkasteini, en gat
engin merki þess séð, að þar hefði verið háð einvígi af þeim Þórði og Sörla.
Síðan lögðum við upp á heiðina og hugði ég gott til, þar eð þetta er fjölfarinn
þjóðvegur, að ég gæti hleypt þeim skjótta á skeið eftir brúm og brautum. En
þetta voru því miður hálfgerð klungur, lítið löguð af mannavöldum; furðaði
mig stórum á að slík vegleysa skyldi finnast á póstleið undir lok 19. aldar, í
hjarta Norðurlands, þar sem tvær sýslur taka höndum saman. Þegar við vorum
að staulast ofan í eitt glæfragilið þar á heiðinni, datt mér í hug vísuhelmingur
sá, er Hjálmar gamli botnaði þar við amtmann Bjarna; „hæg er leið til h.......,
hallar undan fæti“.
Einar Baldvin Guðmundsson