Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 114
H Ú N A V A K A 112
í sambandi við umheiminn með gufuskipaferðunum, að minnsta kosti þeir
staðir við sjávarsíðuna, er einhverja þýðingu hafa í verslunarefnum.
En það er ekki einungis að Húnvetningar ættu að geta uppskorið ávexti af
bryggjunni hvað strandferðir gufuskipanna snertir, heldur er þar við bryggjuna
fengin viðunandi vertíð til fiskiveiða, er ómöguleg var áður þar nokkurs staðar
í grenndinni, því það kalla ég ómögulegt, ef ekki er hægt að lenda þegar úr
róðrunum er komið sé lágsjávað, eða lítilfjörlegt hafgolugráð, nema með
bersýnilegri hættu fyrir menn, far og farm.
Þegar höfundur ferðasögunnar er búinn að úthúða mönnum fyrir vitleysuna
að byggja bryggjuna í skerjaklungri og spá óhjákvæmilegum manndauða við
hana, þá segir hann; „hefði verslunarstaðurinn verið norðanvert við ána hefði
allt verið hægara viðfangs“. Þarna kom upp, og er ætíð vel virðandi að menn
gjöri eitthvað fyrir vini sína, en ekki mun kaupmaður Möller kæra sig um að
höfundurinn beri fyrir brjósti sér verslunarhag sinn með því að níða niður
framfarafyrirtæki sýslufélagsins. Hann hefur líka verið fyrsti og mesti hvata-
maður fyrirtækisins og þörfin á því eflaust verið ljósari fyrir honum en öðrum.
Það er óneitanlegt að afstaða bryggjunnar við verslunarstaðinn á Blönduósi
er ekki góð, þar sem hann er sunnan við ána en bryggjan talsverðan kipp fyrir
utan hana, en hún (bryggjan) er líka algjört verk sýslunefndarinnar eða
sýslufélagsins, án þess verslanirnar hafi lagt nokkurn eyri sérstaklega, að
undantekinni höfðinglegri gjöf frá Möller kaupmanni saman við önnur sam-
skot sýslubúa.
En svo framarlega sem ísrek eða eitthvað annað óviðráðanlegt afl ekki
grandar bryggjunni, sem menn geta verið vongóðir um, eftir því sem til hagar
þar á staðnum, þá mun það reynast að bryggjan fær talsverða þýðingu fyrir
kauptúnið á Blönduósi enda er þegar byrjað að leggja vagnveg frá henni suður
að ánni. Og að minnsta kosti getur bryggjan leyft samband við verslunarskipin,
þegar þau liggja þar fyrir framan, miklum mun lengur og óslitróttara en ella á
hvern þann hátt, sem menn vilja nota það, auk þess sem kaupmenn mega að
mun vera óhræddari um menn sína og báta, sem á sjó eru, þegar sjórinn
ókyrrist fljótlega.
Norska skipið Fisk við bryggjuna. Það var fyrsta skipið sem lagðist að bryggju á
Blönduósi. Kom með efni í rafstöðina. Mynd: Héraðsskjalasafn.