Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 116
H Ú N A V A K A 114
á Borgundarhólmi, sem blasir móti Austursjónum og mun hann fullt svo
breiður sem Húnaflói. Þar er skerjaklungur líkt og vestra en á einum stað var
ofurlítill vogur og þar byrjuðu Hólmverjar sinn öldubrjót öðru megin við
klungrið, svo langt fram, sem þurfa þótti; beygðu svo krók fyrir í hálfsirkil, til
að taka allan kraft úr brimróti; þegar svo skip og bátar komust fyrir endann á
bryggjunni er ládeyða fyrir innan.
Þessu líkt fyrirkomulag hefði átt að hafa þar vestra. Mér þótti líklegast eftir
því, sem þar er um að gera, að bryggjan hefði verið sett niður sunnan við
skerjaklungur það sem er norður í víkinni, og svo beygð til annarrar hvorrar
hliðar, eftir því sem kunnugir sjómenn hefðu álitið haganlegast.
Ég gekk norður að bryggjustumpi þessum með háfjöru og sá ekkert klungur
þar fyrir framan svo langt fram sem sandurinn tók og þar hafði verið lagður
upp allur viður til fyrirtækisins, svo betra hefur það þótt en úti í skerjaklungrinu,
þar sem þetta dæmafáa stórvirki bryggjusmiðsins byrjaði.
Dbrm. fær eins og æðri þekkingu, þar sem ég sagði að haganlegra hefði
verið, ef kauptúnið hefði staðið í hvammi þeim, sem er norðan við Blöndu, og
segir hann þá; „Þarna kom það, allt er gerandi fyrir vini sína“, því svara ég svo;
„sjálfan sækir háðið heim“.
Nú hitti ég nýlega Húnvetning inn á Akureyri og tjáði hann mér, að þá er
Laura kom til Blönduóss í sumar í fyrri ferð sína, þá hefði átt að fara upp að
bryggjunni með bát og losa hann, en þá stóð á klungri og gott ef þeir
bátsverjar ekki hafi mátt bíða þar um þrjá klukkutíma, þar til að flæddi - þeir
hafa víst ekki hitt á botnsléttu bátaleiðina(!) - ekki heldur sagðist hann hafa séð
nein merki þess, að þar væri farið að leggja sporveg suður frá bryggjunni og
ekki man Sveinn gamli að hafi nokkurn tíma lent þar í þessu aðdáanlega
klungri, sem Dbrm. segir.
Þetta og flest af því, sem greinarhöf. tekur fram, er líkt og að kasta sandi í
augu almennings, og svipað helgrímufarganinu.
Ytri-Bakka í ágúst 1895.
Fr. Jónsson.
Norska skipið Fisk á Ytri-höfninni. Mynd: Héraðsskjalasafn.