Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 82
H Ú N A V A K A 80
Fyrst eftir að ég kom að Hnausum, á síðustu árum þínum þar, fannst mér silungurinn sem
þú reyktir mjög góður. Hvernig fórst þú að þessu?
Bæði búin í Hnausum veiddu silung í Hnausatjörn á sumrin, net lögð frá
bátum. Hann var að mestu borðaður nýr í hádegismat, oftast soðinn en stund-
um steiktur, mjög bragðgóður. Þó var alltaf eitthvað saltað og reykt þegar vel
veiddist. Jú, það er rétt munað, þá kom ég við sögu, reykti við sauðatað í
tunnu, mest suður í túni þar sem var mjög mishæðótt. Grafin voru nokkurra
metra löng göng upp í móti og reft yfir. Við enda þeirra var 200 lítra stáltunna
undan olíu sem Leifur hafði tekið botn og lok úr. Þar voru silungsflökin hengd
á prik eða járnteina. Kveikt var í taðinu við munna gangnanna þannig að
reykurinn barst upp í tunnuna þar sem hann lék um flökin. Yfir tunnuopið var
breiddur strigapoki sem lítil plata eða fjalir lágu á. Þannig nýttist reykurinn
betur og aðeins smávægileg bleyta komst inn þótt eitthvað rigndi. Þessi reykti
silungur þótti góður sem álegg á heimabakaða brauðið hennar mömmu, sem
var mest á borðum ásamt kökum í kaffitímanum um fjögurleytið.
Rétt er að geta þess að lengi var kjöt, bjúgur o.fl. reykt í allstórri smiðju sem
byggð hafði verið úr torfi, grjóti og timbri norðaustur af bænum, upp undir
Tjörninni, skammt austan við Smiðjuhúsið sem var sambyggt torfhús; 50
Hnausabæirnir séðir af Sveinsstaðaengjum. Við að horfa á þessa mynd minnist Svava
ýmissa örnefna. Handan við Hnausakvísl eru Undirbakkar, þessir töluvert sunnan
Hnausabrúar, þá Mýrin með Mórauðablettinn og Hjaltalínsblettinn suðuraf. Uppi í
Vatndalsfjalli sést vel, á miðri mynd, skriðan sem féll úr Skriðuskarði árið 1545, lengst
t.v. neðarlega í fjallinu grillir í Skíðastaði sem þá eyddust, sbr. söguna um stúlkuna og
hrafninn, en dálítið utar og ofar sjást Byrgishóll, norðan Aralækjar, og Tvífossar. Þá
minnist Svava líka Svarthóls suður í miðju fjalli, norðanmegin við gilið á mörkum
Hnausa og Bjarnastaða þaðan sem smalað var út að Aralæk.