Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 113
H Ú N A V A K A 111
hafði hinn kunnugasti og besti sjómaður þar,
Sveinn bóndi í Enni, nokkrum sinnum hleypt
þar upp í brimi, sem langlíklegasta stað til þess
að bjarga lífinu, jafnvel þó landtakan (skerja-
klungrið) væri svona óárennileg.
Hin áminnsta skerjaklöpp, ásamt skerjum
og grynningum utar með landinu, veitir dálítið
skjól og á þessum eina stað var viðráðanlegt
að sprengja og hreinsa frá skerjaklungrið
nægilega langt fram, svo breið og slétt bátaleið
var þegar næstliðið ár fengin upp með bryggj-
unni að sunnanverðu bátaleið einnig gjörð
upp með henni að norðan en mjórri auk þess
sem botninn var hinn ákjósanlegasti.
Næstliðið sumar var bryggjan gjörð 48 álna
löng (4 búkkar 12 álnir hver), en af því hér um bil 20 álnum framar var eitt
sker, sem ekki var hægt að sprengja burtu en ómögulega mátti vera á
bátaleiðinni, þurfti að færa bryggjuna lítið eitt til hliðar frá þeim stað er henni
var upphaflega ákveðinn, svo skerjaklöpp þessi gæti orðið í miðri bryggjunni.
Við framlengingu nú í vor er leið er það líka orðið, svo skerið er bæði til
uppfyllingar í bryggjunni og við það sparað fé, því annars hefði þurft aðflutt
grjót í það rúm, sem annað hol bryggjunnar, og er henni þar að auki meira til
styrktar en laust grjót.
Þannig geta menn séð hvaða ástæðu höfundur ferðasögunnar í Stefni hefur
til að fúkyrðast um þetta fyrirtæki Húnvetninga. Skerjaklungrið á báðar hliðar,
þegar breið og botnslétt bátaleið er upp með sjálfri bryggjunni, er einmitt til
að gera lendinguna betri og bryggjuna tryggari, því þar verður brot þegar
kvika er og tekur nokkurn kraft úr briminu.
Þegar bryggjan er fullgjör, nær hún fullar 80 álnir fram í sjóinn frá flóðmáli;
hún er 9 álnir á breidd að neðan og 6 álnir að ofan og nær nokkuð upp úr vatni
með stórstraumsflóði. Ætti því að vera ljóst fyrir mönnum að skjól muni vera
við hana í kvikusúg; og þar sem höfundurinn fullyrðir, að þetta muni verða
einhverjum að líftjóni, þá eru líkindin einmitt það gagnstæða, að bryggjan
verði bæði til að bjarga mannalífi og fé, þegar menn á annað borð þurfa að
vera þar á sjó. Já það má fullyrða, að þegar bryggjan er fullgjörð, þá geta
menn verið þar í nándinni á sjó 4 daga vikunnar þar sem menn gátu aðeins
verið einn dag áður vegna hættunnar að geta lent.
Það má víst fullyrða, að alls staðar á landinu sé vaknaður áhugi á að greiða
fyrir samgöngum og viðskiptum á sjó og landi og Húnvetningar hafa óefað
litið rétt á það, að fyrsta og mesta nauðsynjamál í þeim sökum var, að búa til
viðunandi bátalendingu í nánd við Blönduós, að því leyti að kostur gat verið á
því.
Aðalsamgönguæðin á Íslandi hlýtur að vera á sjónum, að minnsta kosti fyrst
um sinn, og þegar nú gufuskipaferðirnar eru komnar á, og í aðsigi með að
verða að viðunanlega tíðum strandferðum, í líkingu við það, sem er hjá öðrum
þjóðum, þá liggur í augum uppi, hve mikilsvert það er, að héruðin geti staðið
Sigurður Thoroddsen.
Mynd. Héraðsskjalasafn.