Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 204
202
þann 1. febrúar, bauð Hall-
dóra Á. Heyden, Litlu-Giljá,
félagskonum heim og áttum
við skemmtilega kvöldstund
saman yfir miklum kræsing-
um.
Vonin stóð fyrir skyndi-
hjálp arnámskeiði fyrir félags-
konur og fleiri þann 2. mars.
Leiðbeinandi kom frá RKÍ
A-Húna vatnssýsludeild og var
mikil ánægja með námskeiðið.
Aðalfundur félagsins var
haldinn í Kvennaskólanum
þann 30. mars. Stjórn félags-
ins skipa: Þóra Sverrisdóttir
formaður, Björg Bjarnadóttir
gjaldkeri og Gréta Björns-
dóttir ritari. Sama dag bauð
Jóhanna Pálmadóttir félags-
konum að sauma í Vatns-
dælurefilinn og var saumað af
kappi. Stjórnin bauð svo upp
á súpu, brauð og eftirrétt.
Nokkrar félagskonur þáðu
heimboð Kvenfélagsins Vöku
í Félagsheimilinu á Blönduósi
þann 6. apríl en þar var boðið
upp á kvöldverð og mynda-
sýningu af fallegum stöðum í
héraðinu. Einnig fóru nokkr-
ar félagskonur á videolista-
sýningu að Kleifum þann 27. júlí og fengu góðar móttökur hjá gestgjöfum.
Á haustmánuðum sá Vonin um tvær erfidrykkjur, önnur var í Klausturstofu
og hin í Félagsheimilinu á Blönduósi en síðast sá félagið um erfidrykkju árið
2004. Haustfundur félagsins var haldinn 2. nóvember að Stóru-Giljá. Þann
25. nóvember fóru félagskonur ásamt gestum í glæsilega jólaveislu að Húna-
veri þar sem boðið var upp á jólahlaðborð og skemmtiatriði. Jólaball var
haldið að Húnavöllum þann 29. desember í samstarfi við Kvenfélag Svína-
vatnshrepps, þar var sungið og dansað og endað á að drekka heitt súkkulaði
og gæða sér á góðgæti sem gestir höfðu með sér á veisluborðið.
Félagskonur voru alls 14 í lok árs. Fjáröflun félagsins er veitingasala.
Gjafir til menningar- og líknarmála: Veittir voru styrkir í safnanir fyrir
krabbameinssjúkling, SOS barnaþorpin og Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn-
Vonarkonur saumuðu í Vatnsdælurefilinn. F.v. Björg,
Þóra, Sigríður, Helga, Gréta, Halldóra og Sigrún.
Ljósm.: Jóhanna Pálmadóttir.
Vonarkonur í Kvennaskólanum. F.v., Sigríður, Elín
A., Pálína, Björg, Gréta, Halldóra, Sigrún, Þóra
og Helga. Ljósm.: Jóhanna Pálmadóttir.