Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 181
H Ú N A V A K A 179
Pálmi var góður íþróttamaður, húnvetnsku héraðsmetin hans í hlaupum í
millivegalengdum stóðu í marga áratugi.
Eiginkona Pálma er Helga Sigfúsdóttir, f. 1936, húsfreyja á Akri. Þau kynnt-
ust ung og voru samhent hjón alla tíð. Börn þeirra eru: Jón, f. 1957, kvæntur
Marianne Skovsgård Nielsen og eiga þau þrjú börn. Jóhanna Erla, f. 1958, gift
Gunnari Rúnari Kristjánssyni. Þau eiga tvö börn. Nína Margrét, f. 1970, gift
Ómari Ragnarssyni, börn þeirra eru tvö. Fyrir átti Nína Margrét einn son og
Ómar tvö börn.
Pálmi var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi vestra árið
1967 og sat hann á Alþingi samfellt til ársins 1995. Hann var landbúnaðarráð-
herra 1980-1983, var lengi í fjárlaganefnd Alþingis og formaður Samgöngu-
og allsherjarnefnda þingsins. Í stjórn Rarik var hann um áratuga skeið og sem
formaður stjórnar 1978-1990. Hann átti sæti í Hafnaráði, var í ríkisfjármála-
nefnd og í stjórn Byggðastofnunar. Þá var hann yfirskoðunarmaður ríkis-
reiknings 1992-1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands var hann
frá 1994-2000.
Stjórnunarstörfum sinnti Pálmi af alúð og trúnaði. Glöggur var hann og
kynnti sér málin vel áður en ákvörðun var tekin. Rökfesta og málafylgja var
svo aldrei með neinni hálfvelgju. Á fundum var hann skipulagður og ákveðinn,
glæsilegur í ræðustóli og hafði ljóð á hraðbergi ef svo bar undir. Kjördæmi sitt
þekkti hann afar vel og sparaði hann enga fyrirhöfn til að vinna því með allri
hollustu sinni. Hann ávann sér traust og virðingu með störfum sínum og
framgöngu og með hreinskilni sinni í skiptum sínum við fólk. Pólitískir and-
stæðingar voru ekki persónulegir andstæðingar heldur samherjar að vinna að
landsins hag. Hann var léttur í lund, léttur í máli og léttur í spori.
Pálmi lést á Vífilsstöðum. Hann var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 16.
október og jarðsett var í Þingeyraklausturskirkjugarði.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Sigurður Heiðar Þorsteinsson,
Blönduósi
Fæddur 14. júní 1934 – Dáinn 11. október 2017
Sigurður fæddist í Enni og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldóra Sigríður
Ingimundardóttir (1896-1967) og Þorsteinn Sigurðsson (1901-1967), bændur í
Enni í Engihlíðarhreppi. Systkini Sigurðar sammæðra eru Hólmfríður Kristín
(1916-1995), Sveinn Helgi (1918-1970) og Arína Margrét (1919-1999). Al syst-
kini hans eru Elsa Guðbjörg, f. 1930 og Ingimundur Ævar (1937-2013).
Sigurður fór í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi en hugur
hans mun hafa staðið til þess að verða bóndi. Af því varð þó ekki og líf hans
tók aðra stefnu. Hann kvæntist Helgu Ástu Ólafsdóttur (1932-1997). Þau
munu hafa kynnst fyrst þegar Helga kom að Enni sem barnapía fyrir konu úr
Reykjavík sem send var í sveitina ásamt þremur börnum sínum á stríðsárunum.