Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 187
H Ú N A V A K A 185
Kr. fæddist. Jón Kr. ólst upp á Siglufirði til 11 ára aldurs og var þá ættleiddur
af þeim Ingibjörgu Sigurðardóttur og Guðbrandi Mikaelssyni á Hringveri í
Hjaltadal í Skagafirði. Þar átti hann sín unglings- og uppvaxtarár.
Seinni maður Guðlaugar Stefánsdóttur var Guðmundur Gunnlaugsson.
Hálfsystkini Jóns Kr. sammæðra eru Sigurlaug (1934-2007). Arnþór Svan-
mundur Jón, f. 1935, hann dó á fyrsta ári. Hjalti Svanmundur, f. 1936, Kol-
brún, f. 1940, Kristín Erla, f. 1945 og Svandís, f. 1949.
Árið 1952 kvæntist Jón Kr. Fjólu Sigurðardóttur (1929-1988) er bjó á
Skagaströnd en var ættuð frá Vestmannaeyjum. Þau hófu búskap í Hringveri
í Hjaltadal og síðan Grund í Keflavík. Jón og Fjóla byggðu á þessum árum
nýbýlið Dalsmynni í Viðvíkursveit í Hjaltadal sem var nýbýli frá jörðinni
Hringveri og þar bjuggu þau blönduðu búi með kýr og kindur.
En Jón Kr. og Fjóla ákváðu að hætta búskap og fluttu árið 1959 til Skaga-
strandar og byggðu þar við Laufás, hús foreldra Fjólu, sem kallast Laufás 2 og
stendur undir Höfðanum á Skagaströnd. Á Skagaströnd vann Jón Kr. ýmsa
vinnu en aðallega við múrverk. Hann vann víða,
meðal annars á Siglufirði og í Skagafirði.
Mikið atvinnuleysi var á Skagaströnd á árun-
um kringum 1964. Jón Kr. varð að sækja vinnu
suður á land til Keflavíkur og fluttu þau sig suður.
Þar vann hann við múrverk, bæði í Keflavík og
Grindavík og víðar á Suðurnesjum. Hann var
ekki menntaður múrari en sjálfmenntaður sem
slíkur og eftirsóttur í vinnu.
Í janúar 1955 tóku Jón Kr. og Fjóla í fóstur
þriggja vikna stúlku sem þau síðan ættleiddu.
Fékk hún nafnið Gréta Þorbjörg. Maður Grétu er
Gunnar Ingibergsson, börn þeirra voru sex en eitt
þeirra er látið.
Einnig tóku Jón Kr. og Fjóla dreng í fóstur er þau bjuggu á Skagaströnd,
Björn Viðar Hannesson, f. 1965. Hann á þrjú börn.
Jón Kr. og Fjóla slitu samvistum og kvæntist Jón Kr. Herdísi Ellertsdóttur,
f. 1934. Þau bjuggu á Mýrarbraut 8 á Blönduósi. Herdís átti einn son, Ellert
Björn Svavarsson, sem þá var um tíu ára gamall og ólst hann upp hjá þeim.
Á Blönduósi vann Jón Kr. í múrverki og um árabil hjá Pósti og síma við
nýlagnir, viðhald og viðgerðir þar til hann hætti vegna aldurs.
Hann söng í Karlakór Keflavíkur fyrir sunnan og fyrir norðan með Vöku-
mönnum. Hann hafði gaman af útivist og hvers konar veiðiskap. Hann var
mikill áhugamaður um garðrækt og ræktaði kartöflur og grænmeti til heimilis-
nota.
Jón Kr. andaðist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi eftir stutta
sjúkralegu. Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 29. desember. Jarðsett var
í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.