Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 147
H Ú N A V A K A 145
Á hverri bifreið skulu vera:
1. Tvennir hemlar svo sterkir að með
hvorum þeirra megi stöðva vagninn innan
tveggja vagnlengda, þó hann renni með full-
um hraða (40 km) og umbúnaður sem varni
því, að vagninn geti runnið forbrekkis, ef
annarhvor hemillinn orkar ekki.
2. Horn til þess að gefa með hljóðmerki.
3. Ennfremur þegar dimmt er:
a) tvö tendruð ljósker, sitt á hvorri hlið
bifreiðarinnar framantil og í sömu hæð, sem
lýsa svo, að ökumaður sjái að minnsta kosti
12 metra fram á veginn.
b) eitt ljós sem ber skæra birtu á merki
vagnsins.“
Í sjöttu grein er þessi klausa:
„Ökuhraði skal ávallt tempraður svo, að komist verði hjá slysum og ekki sé trufluð
umferð.
Í kaupstöðum, kauptúnum og ámóta þéttbýli má ökuhraði aldrei vera meiri en 18
kílómetrar á klukkustund. Utan þessara staða má hraðinn vera meiri, ef næg útsýn er yfir
veginn og ökumaður samt sem áður getur fullnægt öllum skyldum sínum, þó aldrei meiri
en 40 km á klst. Í dimmu má hraðinn aldrei vera meiri en 15 km á klst.“
Í 7. grein segir m.a.
„Ef bifreið mætir vegfarendum skal hún halda sér vinstra megin á veginum. Bifreið skal
þegar nema staðar, ef sá, sem hún mætir gefur merki og skal ökumaður gera það sem í valdi
hans stendur til þess að þeir, er hann mætir komist tálma- og slysalaust fram hjá honum.
Svo skal og bifreiðastjóri gæta þess eftir föngum, er hann vill fara fram fyrir vegfarendur, að
eigi verði slys af eða tafir og skal bifreiðin þá vera hægra megin á veginum.
Ef bifreið mætir vögnum eða vegfarendum á þeim stað, þar sem vegurinn er svo mjór
að hvorugir komast fram hjá öðrum, skal bifreiðin aka til baka og nema staðar, þar sem
hinir komast fram hjá henni.
8. grein.
Ökumaður bifreiðar skal gefa merki með horni sínu í tæka tíð, þegar hætt er við árekstri.
Hann skal þegar í stað hætta að gefa hljóðmerki, ef hestar hræðast eða verða óróir og ekki
má gefa hljóðmerki um leið og bifreiðin fer fram hjá hestum á veginum.“
Í 9. grein er þetta m.a.
„Bifreiðastjóri skal hafa einkennishúfu á höfði og skulu skráningarstafir þess umdæmis,
þar sem hann hefur fengið skírteini, standa framan á húfunni, svo og tölumerki ökuskírteinis
hans.“
Aftast í lögum þessum stendur svo: „Gefið út í Reykjavík 15. júní 1926. Undir vorri
konunglegu hendi og innsigli. Christian tíundi.“
Þig hefur alltaf auðnan stutt
Pabbi hóf snemma að aka fyrir Vatnsdælinga. Honum þótti alltaf vænt um
Vatnsdalinn og fólkið sem þar bjó enda átti hann þar heima árin sem hann
þroskaðist úr barni í fullorðinn mann. Á stríðsárunum og fram á sjötta ára-
Zophonías við Willys jeppann.