Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 169
H Ú N A V A K A 167
Þegar hún var hætt fastri vinnu bauð hún sig fram í vinnu austur í sveitum
og var þar í sauðburði, göngum og fleiru.
Bebbý hafði gaman af að dvelja í félagsskap fólksins síns og fór margar
sumarbústaðaferðir með þeim. Hún naut þess að ferðast og fór víða.
Náttúruunnandi var hún, henni leið hvergi eins vel og þegar hún var úti í
náttúrunni og ekki var verra ef hestar og kindur voru einhvers staðar nálægt.
Þegar Bebbý flutti aftur í Húnavatnssýslu þá settist hún að á Blönduósi.
Hún var virk í félagslífi þar og gekk m.a. í kór eldri borgara á Blönduósi. Þá
var hún skáldmælt og orti vísur. Hún hafði gaman af að teikna og mála og sem
dæmi þá málaði hún myndir innandyra á veggi frystihússins á Skagaströnd.
Hún hafði áhuga á mörgu og var handavinna þar á meðal, sem og ræktun
blóma og annarra plantna. Heimili hennar var öllum opið og hún tók á móti
gestum og gangandi með kærleika og hlýju. Eftir að hún flutti á Blönduós fór
hún oft á sjúkrahúsið til að lesa fyrir fólk. Þar eignaðist hún einnig góðan vin
og ferðafélaga, Stefán Hólm.
Bebbý bjó síðast á dvalar- og sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
á Blönduósi og þar andaðist hún. Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju
28. mars. Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Jónmundur Friðrik Ólafsson,
Kambakoti
Fæddur 3. maí 1934 – Dáinn 19. apríl 2017
Jónmundur fæddist í Álfhóli á Skaga. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson
(1905-2001) frá Háagerði á Skagaströnd og Sveinfríður Jónsdóttir (1898-1967)
frá Ási í Hegranesi. Hann var elstur fjögurra
alsystkina en þau eru: Ingibjörg Olga, f. 1935,
Eiðný Hilma, (1936-2017) Ólafur, f. 1939, og
Guðríður Fjóla, f. 1941. Hálfsystkini sammæðra
voru Guð mundur (1921-1998), Guðrún (1922-
2011) og Er lenda Stefanía (1923-2003).
Hálfsystkini sam feðra eru: tvíburarnir Hallur
(1931-2008) og Þórey, f. 1931 og Fríða (1933-
2016). Systkinabörn Jónmundar, Gísli Ófeigsson,
f. 1943 og Sveinfríður Sigrún Guðmundsdóttir, f.
1947, ólust upp með honum.
Jónmundur var árs gamall þegar fjölskyldan
flutti að Kleif á Skaga þar sem yngri systkinin
fæddust. Árið 1949 festi fjölskyldan kaup á
Kambakoti og hefur Jónmundur síðan verið kenndur við þann bæ.
Hann lærði snemma hve hörð lífsbaráttan gat verið, var orðinn stoð og
stytta foreldra sinna frá 10 ára aldri. Hann fór einn vetur í Héraðsskólann á