Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 184
H Ú N A V A K A 182
nafnið var valið til að heiðra minningu frænda hans, Leós Árnasonar, lífs-
listamanns frá Víkum á Skaga. Þeir frændur voru sagðir glettilega líkir, báðir
glæsilegir menn með mikinn gráan ljónsmakka. Samhliða kaffihúsinu bauð
Jónas upp á gistingu í smáhýsum og á tjaldsvæðinu Blöndubóli. Eftir að hann
seldi reksturinn keyrði hann leigubíl í Reykjavík, þar til hann lét af störfum um
75 ára aldur.
Jónas var dugnaðarforkur, harður af sér. Oft var hann með storminn í
fangið en hélt ótrauður áfram, teinréttur, þrátt fyrir að stundum hefði kannski
verið auðveldara að beygja af leið. Hann var góður maður, hjartahlýr og
hjálp samur, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, fastur fyrir og
einarður á mörgum sviðum.
Á bernskuheimili Jónasar var mikið sungið, spilað og sagðar sögur. Þannig
hefur söngurinn fylgt stórfjölskyldunni frá Skagaströnd sem söng af hjartans
list við hin ýmsu tækifæri við undirleik Jónasar.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi eftir alvarleg veik-
indi. Hann var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 25. nóvember. Jarðsett var í
Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Einar Höskuldsson,
Mosfelli
Fæddur 28. nóvember 1939 – Dáinn 24. nóvember 2017
Einar fæddist að Vatnshorni í Skorradal. Foreldrar hans voru hjónin Höskuldur
Einarsson (1906-1981), bóndi og söðlasmiður í Vatnshorni, fæddur í Landa-
mótsseli í Suður-Þingeyjarsýslu, og Sólveig Bjarnadóttir (1905-1979), húsfreyja
frá Vatnshorni. Systkini Einars voru Sveinn Skorri (1930-2002), Sigríður,
f. 1933, Kristjana (1936-2010) og Bjarni (1943-1979). Einar ólst upp við
hefðbundin sveitastörf og vann almenna verkamannavinnu.
Einar kvæntist 5. september 1965 Bryndísi Júlíusdóttur, f. 1945, frá Mosfelli
í Austur-Húnavatnssýslu. Einar og Bryndís eignuðust tvær dætur. Rúna er
fædd 1965, tamningamaður og þjálfari, búsett í Garðabæ, hún á eina dóttur.
Sólveig Sigríður er fædd 1966, organisti og kórstjóri, búsett í Hafnarfirði.
Eiginmaður hennar er Jón Helgi Þórarinsson. Synir Sólveigar eru fjórir.
Einar og Bryndís hófu búskap á Mosfelli 1965 og voru þar með blandað bú
til 1996. Dugnaður, vandvirkni og alúð fylgdu Einari alla tíð og bú þeirra
Bryndísar á Mosfelli einkenndist af snyrtimennsku og natni, ásamt því að
heimili þeirra var annálað fyrir gestrisni, rausn og greiðasemi.
Snemma gat Einar sér gott orð sem tamningamaður og hrossaræktandi.
Hann tók virkan þátt í félagsstarfi hestamanna og sinnti dómnefndarstörfum,
mest viljadómum, á hestamannamótum víða um land um langt árabil. Hann
sat í stjórn Hestamannafélagsins Óðins og var einn af stofnendum Félags