Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 135
H Ú N A V A K A 133
Jörð var auð og allgott veður til maí, þá
kuldar og frost mikið, því hafís var mikill úti
fyrir.1 16., 17., 18., 19. var minnilegasta stór-
hríð með fannkyngi. Eftir það var 5 daga
bjargleysi neðra, svo lambfé var inni gefið, þar
hey var til; án þess töpuðust lömbin. Þraut
það nú víða. Af 13 bæjum var sótt hey að
Eiríksstöðum,2 og ýmsir voru aflagsfærir.
Úr hvítasunnu kom bati 28. maí. Varð
mikið fardagaflóð. Leysti þá fyrst gadd af
heiðum og fjöllum. 7. júní kólnaði aftur, og
hélst lengst norðanátt, þurrkar og næturfrost,
en hretalaust og stillt til sláttar. Í júnílok fært
frá við lítinn gróður, og fóru ei lestar suður
fyrr en 8.-10. júlí vegna ófærðar og gróð-
urleysis. Gaf þeim æskilega. Af því gadd leysti
seint, urðu vorflæði orsök til góðs grasvaxtar á
votlendi og flæðiengi, líka allvíða móti austri,
en graslítið á túni og þurrlendi.
Sláttur hófst 23.-24. júlí. Gafst besta veður allan sláttartímann, og fengu
margir gott og mikið hey í tómar tóftir, en töðuskortur varð almennur. Vestan
Blöndu var göngum frestað um viku, og jókst heyafli mikið við það. 25. sept.
kom hret og snjór, er varði vikutíma; úr því gott haust, þíður og þurrviðri,
stundum hvasst mjög, en frostalítið til 18. nóv., að snjó og óstöðugt gjörði um
tíma. Jólafasta góð. 24. des. lagði sunnanhríð á snjó mikinn, svo fé kom á gjöf
allvíða.
Eins og venjulegt er eftir harða vetur og vor tapast sumargagn af skepnum,
þar heylaust verður, og lömbin deyja og það á afréttinni vegna óþrifa, þar sem
næg hey veita hinum væn lömb og bestu gagnsmuni. Og svona reyndist þetta
ár. Allar ær stóðu hér inni um sauðburðinn, og urðu lambahöld góð. Annars
varð fé lítt varið fyrir bíti og hræfugladrápi, sem út kom.
Hvali 2 stóra rak á Sviðningshellu út í Nesjum fyrir krossmessu. Tóku
ferðamenn út mestu neyð við það. Þó nokkrir kæmust heim fyrir hríðina, urðu
flestir í henni út frá. Varð baggabraut yfir allt, með hagleysi, svo hestum lá við
dauða. Margir menn fengu snjóbirtu og veikindi af vosbúð. B. Ólsen stóð fyrir
hvölunum. Varð annar fljótt skorinn3 og allur að bestu notum, en hinn beið
lengur, og varð mikið þvesti af honum óætt. Spikvætt var seld fyrir 1 spesíu,
þvestitunna á 10 fiska. Sviðningur er klausturjörð, og nær Spákonuarfur þar
til fjögurra næstu kirkna.4
1 kom með góu og lá til fardaga.
2 Þar bjó þá Þorbjörg Pétursdóttir (d. 1836), ekkja Eyjólfs Jónssonar frá Skeggsstöðum.
3 Fyrir stóru hríðina.
4 Átti klaustrið þrjá parta, en 4 kirkjur: Hofs, Spákonufells, Höskuldsstaða og Holtastaða,
einn part. Höfðu Vindhælishreppsmenn gott af happi þessu og fáeinir framan úr dölum,
allir í Sveinsstaðahreppi og flestir á Ásum.
Brandsstaðaannáll.