Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 112
H Ú N A V A K A 110
utan við Blönduós; en til þess að þeir ókunnugir menn, er það lesa, fái að sjá
á hvaða rökum það er byggt, skal ég sem óviðkomandi maður, en þó nokkuð
kunnugur, leyfa mér að skýra mál þetta dálítið nákvæmar.
Við austanverðan Húnaflóa að innanverðu er hvergi nokkur vogur eða vík,
eins og kunnugt er, er geti verið bátalending. Það má því heita að menn þar
séu útilokaðir frá allri sjósókn og upp- og framskipun á verslunarvörum á
Blönduós fer í gegnum árósinn nær undantekningarlaust. En inn um árósinn
getur maður ekki komist nema þegar hásjávað er, af því útstraumurinn er á
öðrum tímum óviðráðanlegur og sé nokkur kvikutrítla, þá úthverfist hún þegar
straumurinn kemur í hana, eins og þeir þekkja, er þesskonar hafa séð.
Með því nú að síður er en svo að ósinn hafi nokkuð afdrep frá nokkurri hlið,
þá er sífelldur kvikukrakandi framan við hann, þarf aðeins örlítið hafgolugráð
til þess, og hleður þá sífelldlega upp sandeyrum og rifum framan við ósinn,
jafnvel þó ætíð sé einhvers staðar leið í gegnum það. Og það kvað hafa komið
fyrir við uppskipun, að á meðan báturinn var fram við skipið, þá hafi leiðin
sem hann fór fram verið ómöguleg þegar hann fór til baka, af því í hana hafði
borið, og þá legið við að slys yrði af því.
Er sandrifið framan við ósinn yfirhöfuð sífelldum breytingum undirorpið,
sem gjörir alla umferð um ósinn því hættumeiri og alveg ómögulega þegar
kvika er. Þegar kemur lítið eitt frá ósnum á báðar hliðar, er einlægur skerjaklasi
og klungur framan við sandinn, er allt verður sýnilegt þegar lágsjávað er, þó
ekki beri á því með flóði.
Dálítinn kipp fyrir utan Blöndu myndast dálítil vík og nær ægissandurinn út
í krikann á henni en þar fyrir utan byrjar grjótfjara með klungri og skerjaklasa,
langt fram fyrir stórstraums fjörumál. Utan við vík þessa gengur lág skerjaklöpp
talsvert fram í sjóinn (allt að 20 föðmum), er vatnar yfir með flóði, en dálítið
innan við klöpp þessa náði skerjaklasinn styst fram, aðeins dálítið fram fyrir
fjörumál. Þar fyrir framan er sléttur og góður botn með smávaxandi halla fram
og þarna á þessum stað var það að verkfræðingur Sigurður Thoroddsen réði
til að hafa bryggjuna en honum var falið að skoða sig þar um í því skyni enda
Höfnin á Blönduósi. Mynd: Héraðsskjalasafn.