Húnavaka - 01.01.2018, Blaðsíða 278
H Ú N A V A K A 276
Jóni Kristófer Sigmarssyni á Hæli verðlaun fyrir ræktunarbú ársins. Hann lét
sýna tvö hross á árinu sem bæði fengu fyrstu verðlaun en auk þess er frá
honum komin fyrsta hryssa úr A-Hún. sem fengið hefur heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi. Er það hryssan Veröld frá Blönduósi undan Þórkötlu frá Blönduósi
og Skorra frá Blönduósi.
Engin 4 vetra hryssa var sýnd á árinu. Hæst dæmda 5 vetra hryssa úr
A-Hún. var Svana frá Kagaðarhóli með 8,06 í aðaleinkunn, ræktuð af Guð-
rúnu Stefánsdóttur og Víkingi Gunnarssyni. Hæst dæmda 6 vetra hryssan var
Þyrnirós frá Skagaströnd og hlaut hún 8,32 í aðaleinkunn. Þyrnirós er undan
Frakk frá Langholti og Sunnu frá Akranesi, ræktuð af Sveini Inga Grímssyni.
Í flokki hryssna 7 vetra og eldri stóð Sóta frá Steinnesi efst með 8,28 í aðal-
einkunn. Hún er undan Óskasteini frá Íbishóli og Hnotu frá Steinnesi, ræktuð
af Jósef Magnússyni.
Hæst dæmdi 4 vetra stóðhestur úr sýslunni var Jarl frá Steinnesi með 8,05 í
aðaleinkunn, ræktaður af Magnúsi Jósefssyni. Hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn
var Mugison frá Hæli með 8,55 í aðaleinkunn, ræktaður af Jóni Kristófer
Sigmarssyni. Var hann jafnframt hæst dæmda kynbótahrossið í sýslunni og
hlaut Jón Kristófer því Fengsbikarinn sem gefinn er í minningu Guðmundar
Sigfússonar frá Eiríksstöðum. Hæst dæmdi 6 vetra stóðhestur úr sýslunni var
Bogi frá Flögu með 8,22 í aðaleinkunn, ræktaður af Val Kristjáni Valssyni.
Af 7 vetra stóðhestum var Sómi frá Hólabaki efstur með 8,36 í aðaleinkunn,
ræktaður af Birni Magnússyni.
F.h. Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda,
Anna Margrét Jónsdóttir.
PRJÓNAGRAFF Á BLÖNDUÓSI
Þann 10. júní, sumarið 2015, hittist hópur fólks í Kvennaskólanum á Blönduósi
til skrafs og ráðagerða. Upp hafði komið sú hugmynd að skreyta ljósastaura
bæjarins í tilefni af komandi Húnavöku með svokölluðu prjónagraffi; prjón-
uðu eða hekluðu skrauti sem fest yrði á staurana.
Á þessum fundi var ákveðið að koma hugmyndinni í framkvæmd og láta
staura frá brúnni við Húnabraut og Árbraut að Kvennaskólanum vera í
forgangi og ef vel gengi að dreifa betur úr skreytingum. Var hugsunin sú að
leiða vegfarendur að kjarna textílsins hér á Blönduósi en einnig komu fram
hugmyndir um að skreyta til dæmis bekki, Veðurspámanninn, handriðið á
brúnni og grenitrén við Þríhyrnuna. Drifið var í að mæla ummál nokkurra
ljósastaura og skilta við aðalleiðina og áhugasamir prjónarar fengu upplýsingar
um hentugan lykkjufjölda til að geta hafist handa við hannyrðirnar. Viku
seinna var farið að taka staura frá enda voru prjónarar fullir af eldmóði. Þá
var ákveðið að ljósastaurinn á hringtorginu inn í bæinn yrði „Landsmótsstaur
50+“ en á væntanlegu Landsmóti UMFÍ yrði hægt að setjast niður og hekla/
prjóna á meðan dagskrá mótsins stæði.
Það var svo strax tíu dögum eftir fyrsta fund að fyrsti staurinn var skreyttur!