Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 SiaÉSíSUiMÖBRI Sveitarstjóm Borgarbyggðar vill auka löggæslu á þjóðvegum Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað áskorun sína til stjórnvalda um að lögreglumönn- um í Borgarnesi verði fjölgað „og þeim þannig gert kleift að sinna umferðareftirliti eins og best verð- ur á kosið. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er varðstaða ekki hjá lögreglunni í Borgarnesi allan sólarhringinn þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umferð um sveitarfélagið á undanförnum árum. A fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var samþykkt samhljóða ályktun þar sem vísað er til mikill- ar umræðu að undanförnu um ör- yggi á þjóðvegum landsins og mögulega tvöföldun á hluta vega- kerfisins. Því tekur sveitarstjórn rétt að benda á nauðsyn þess að löggæsla verði stórefld á vegum landsins. Til þess að það sé mögu- legt sé nauðsynlegt að fjölga lög- reglumönnum í þeim lögregluum- dæmum þar sem umferð er mest eins og í Borgarnesi. „Ljóst er að aukin umferð bæði einkabíla og þungaflutningabíla kallar á endurskoðtm samgöngu- áætlunar og breyttar áherslur í vegagerð. Engu að síður er mikil- vægt að átta sig á því að slys á veg- um eru viðfangsefni sem taka verður föstum tökum með aukinni löggæslu og hertum viðurlögum við umferðarlagabrotum. Því áréttar sveitarstjórn Borgarbyggð- ar áskorun þess efnis að lögreglu- mönnum í Borgarnesi verði fjölg- að og þeim þannig gert kleift að sinna umferðareftirliti eins og best verði á kosið,“ segir orðrétt í ályktun sveitarstjórnar Borgar- byggðar. HJ Hafii aríramkvæmdir í Grundarfirði Framkvæmd við stálþil í nýrri „lidu bryggju" í Grundarfirði er að verða lokið. Aðeins er eftir að reka niður 13 plötur við suðurhlið bryggjunnar. Aædað er að verkinu verði lokið öðru hvoru megin við áramótin, að því er fram kemur á vef Grundarfjarðarbæjar. Að því loknu verða steyptir kantar, settir bryggju- pollar og fríholt. Þá vérður boðinn út þriðji verkhluti ffamkvæmdarinn- ar sem er að steypa þekju. Að síðustu verður boðinn út fjórði og síðasti verkhlutinn en í honum felst niður- rif gömlu „lidu bryggju" og dýpkun. Framkvæmdum við landfýllingu við Norðurgarð er að mestu lokið. Eftir er að keyra í bmt fargi sem sett var á til að tryggja sig fýllingarinnar. Verið er að vinna við grjótvöm utan um landfýllinguna. Myndina tók starfsmaður Hagtaks úr krana sem þeir nota við að koma stálþilinu fýr- ir. MM Jólatónleikar Sparisjóðsins Hinir árlegu Jólatónleikar kóra úr Borgarfirði vom haldnir í Reyk- holtskirkju síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Tónleikarnir em í boði Sparisjóðs Mýrarsýslu en þar komu fram helstu starfandi kórar í landshlutanum ásamt einsöngvur- um og hljóðfæraleikurum. I lok tónleikanna sungu kórarnir allir saman. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum sem þóttu takast með ágætum. MM/ljósm. BHS mm H wjz ~ yjt c ifi' jj § WjjBi j|P .... WmÆm Mn L jL Mg Sameinaður kór allra þeirra sem sungu á tónleikunum. Simgbriechir. Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti syngur einsöng. Freyjukórinn undir stjóm Zsuzsönnu Budai. Hátíð í bæ íbúðalánasjóður óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og Farsæls komandi árs. Við þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. íbúðalánasjóður www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.