Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 48
48
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
ᣣSSiilV&SKI
♦
«
#
r
«
Sigurðurfrá Brún:
Læt ég vaða léttfætt hross - langar traðir frera
Innan rifja það ójafnt skreppur
aftur og fram og ber.
Rólegur heimski hjarta leppur!
Hvað er um fyrir þér?
Út af dautt og eldhart grjót
óttaðist fótatakið,
tók samt undur mjúkt á mót
mínum rassi bakið.
Skömmu fyrir alda-
mótin 1900 bjuggu á
Brún í Svartárdal
hjónin Jón Hannes-
son frá Eiðsstöðum
og Sigurbjörg Frí-
mannsdóttir. Jón
andaðist 1896 og var
jörðin stuttu síðar
seld Jóni Sigurðssyni frá Eldjárnsstöðum
og Onnu Hannesdóttur frá Eiðsstöðum og
var sagt að þau hefðu látið einn reiðhest
fyrir jörðina en Jón Sigurðsson átti gott
reiðhestakyn. Þessi verslun mun hafa verið
að tilhlutan foreldra Önnu en hún var þá
orðin heilsuveil og mun hafa fyrir þeim
vakað að hún kæmist á hægari jörð vegna
veikinda sinna. Þetta mun þó hafa verið í
óþökk Sigurbjargar sem vildi
búa áfram með börnum sínum
en endalokin urðu þau að hún
hrökklaðist til vesturheims með
tvær dætur sínar en tvær urðu
eftir á Islandi. Mun hún hafa yf-
irgefið Brún með þungum hug
til mágkonu sinnar og svila sem
henni fannst hafa hrakið sig
þaðan á brott þó enginn geti
um það sagt hver áhrif hugsanir
hennar höfðu á örlög þeirra.
Það mun hafa verið vorið
1904 að Jón Sigurðssön fór með
Önnu konu sína til lækninga til
Guðmundar bróður hennar og
kom eldri sonum sínum tveim-
ur, þeim Sigurði sem var elstur
6 ára og Guðmundi sem hefur
þá verið 4 ára, fyrir hjá vinafólki
sínu í Brattahlíð en sá bær
stendur andspænis Brún hand-
an Svartár. Hannesi sem þá var
á fyrsta ári kom hann til Hann-
esar afa síns og nafna á Eiðss-
stöðum. Úr þessari ferð kom
Jón Sigurðsson ekkjumaður og
fær þau tíðindi að tveir synir
hans séu dánir. Hannes dó vöggudauða í
rúmi afa síns en þeir bræður Sigurður og
Guðmundur voru að leik nærri ánni þegar
Guðmundur sá heim til sín, vildi þangað og
hljóp í ána og drukknaði. „Mundi fór
heim,“ svaraði Sigurður þegar hann var
spurður um bróður sinn. Þessi atburður
mun hafa virkað mjög þungt á Sigurð og
hann kennt sér síðar um hvernig fór. Jón
Sigurðsson bjó hinsvegar áfram á Brún
með ráðskonum til dauðadags 1912 en
þjakaður af þunglyndi og náði sér aldrei
eftir þessa atburði.
Nú brestur mig þekkingu til að vita um
næstu ár Sigurðar en í skóla var hann á
vetrum og eitthvað mun hann hafa lært
undir skóla hjá Jóni í Stóradal og ganfræð-
ingur verður hann frá Akureyri 1915. Næst
mun hann hafa farið í menntaskólann í
Reykjavík en þar ríkti þá nokkuð sérkenni-
legt andrúmsloft. Meðal annars var þar sá
háttur að nemendur voru skyldugir til að
dvelja utandyra í frímínútum. Einn nem-
enda var heilsutæpur og hafði fengið sér-
stakt leyfi til að dvelja inni en einhver
kennari sem átti að hafa eftirlit með nem-
endum sá hann og vildi setja hann út með
valdi en nemandinn stympaðist við og end-
aði þetta með brottrekstri nemandans.
Bekkjarfélögum hans þótti að vonum hart
að gengið og hótuðu að segja sig úr skóla
en enginn gerði alvöru úr nema Sigurður
einn sem skrifaði rektor bréf og sagði sig úr
þessum skóla „Ef skóla skyldi kalla,“ eins
og hann komst að orði. Um þessa atburði
var svo kveðið:
Sigurður svarti,
sá er nú á parti.
Skálmar skólann allan
ef skóla skyldi kalla.
Nú veit ég ekki hvern þátt þessir atburðir
hafa átt í að móta framtíð Sigurðar en svo
mikið er víst að haustið 1918 innritast hann
í Kennaraskólann og útskrifast þaðan vorið
1919. A þessum árum mtm Sigurður hafa
verið að mestu viðloðandi í Fnjóskadal og
Eyjafirði, þó með köflum við kennslu ann-
arsstaðar. I Eyjafirði var hann þó þegar hann
varð þess áskynja að góðbændur sem ekki
töldu sig þó hafa efni á að greiða folatolla
undir stóðhest hans, sendu húskarla sína í
skjóli nætur til að halda hryssum. Þótti Sig-
urði þetta ekki stórmannlegar athafhir og
orti:
Fégjörn lund að flestu grundar,
fátt svo undan ber.
Stela brundi herjans hundar
hverja stund frá mér.
A jóladag 1922 giftist Sigurður, Indiönu
Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Belgsá í
Fnjóskadal en hún andast 22. apríl 1924,
sama dag og Indriði sonur þeirra fæðist. Síð-
ari kona Sigurðar var Þorgerður Stefáns-
dóttir frá Kristnesi og gengu þau í hjóna-
band á afmælisdegi hennar 17. febrúar 1939
og 6. ágúst sama ár fæðist þeim sveinbarn
sem lifði þó aðeins þrjá daga og Þorgerðtu-
sem mun hafa verið orðin heilsutæp fyrir,
andaðist 14. desember 1940. Vinafólk Sig-
urðar og þeirra beggja sem var við þá jarðar-
för hafði á orði við son sinn síðar að ekki
hefðu þau vorkennt nokkuri mannveru fyrr
né síðar sem Sigurði þá. Ekki þarf hinsvegar
langt að leita tilefhisins að kvæðinu Ung-
barnsmissir sem hér birtist brot úr:
Og þú hefur sefað mig, sagt mér það
að sól sé á bak við ský
og uppi á palli sé staðið við stjórn
þótt stefnið ei viti af því.
Og guð ráði einnig í gröf.
Og enn kemur dagur á eftir nótt
og eftir það myrkvar á ný;
og enn fæðist kornabarn aftur í heim
og einhverjir fagna yfir því,-
og samt er öll ganga að gröf.
Ég hverf til þín sem fjúki fis í skjól.
Mín ferð til þín hún er mín einu jól
og nýárshátíð, þíðukoma þráð.
Að loknum störfum eða í miðri önn,
sem agnarkorn, er sópast upp í fönn,
ég hverf til þín. Þú ert mér nœgt og náð.
Ekki fer hjá því að slík lífsreynsla marki
þann sem fyrir henni verður, hvernig sem
honum tekst svo að vinna úr sorginni. Sjálf-
um sér lýsti Sigurður einhvemtíman með
þessum orðum:
Sumir hafa bakfisk bæði
og bein í nefi.
En ég er eins og oflangt kvœði,
ort í kvefi.
Og sitt eigið hjarta ávarpar hann þó eng-
inn viti nú um tímasetningu eða tildrög að
öðm leyti:
Ekki fór Sigurður hjá því að eldast líkt og
aðrir menn og kenna sér ýmissa algengra
líkamlegra meina. Skrokkinn ávarpar hann
þannig:
Lítt sá kroppur líkar mér,
liggur á honum syndin.
Ciktarétin utan er
íhonum beinagrindin.
Síðustu ár sín var Sigurður vaktmaður á
olíustöð og veit enginn hvemig hann undi
hag sínum þar en ekki var hann að kvarta:
Nóttin veitir verkafrið,
vinnustundir margar.
Enda hef ég unað við
andvökur til bjargar.
Sigurður og Pálmi Hannesson voru jafn-
gamlir upp á dag og miklir vinir allt frá
fyrstu kynnum þeirra í gagnfræðaskólanum
á Akureyri. I allmörg ár var Sigurður fylgd-
armaður Pálma og félaga hans í náttúm-
fræðirannsóknum þeirra á hálendi Islands.
Finnur Jónsson listmálari var gjarnan með
þeim félögum í för og oft Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum. Sitthvað munu þeir
félagar hafa ort í þessum ferðum en minnst
af því prenthæft. Einhverntíman höfðu þeir
tjaldað á lækjarbakka en þegar fór að rigna
byrjaði Finnur sem svaf fremstur að kvarta
um bleytu og taldi að farið væri að vaxa í
læknum og renna inn. Hinir töldu þetta af
og frá og kváðu hann ljúga þessu en Finnur
lauk ræðunni með þessum orðum; ,Ja, ekki
lýgur lækurinn." Bættu þá hinir við sinni
hendingunni hver uns vísan stóð fullsköp-
uð:
Ekki lýgur lækurinn.
Lítið stígur mórallinn.
Höfgi sígur hægt á Finn,
hann er að míga í pokann sinn.
Haustið 1946 skrifaði Sigurður Pálma vini
sínum en Pálmi hafði þá beðið hann um að
temja fyrir sig skjótta unghryssu sem hann
átti og kemur hér brot úr því ljóðabréfi:
Oft hef ég rauðu faxi fagnað,
fundið að vart þó gripi mél
trippi sem væri tröllskap magnað,
tilbúið í að veita hel,
hræðist því lítt þó litla Skjóna
lyfti upp fæti, hvessi brún,
búi sig til að bíta, prjóna,
bráðfeigur ef mig drepur hún.
Brátt kem ég samt með beislið suður,
búinn til gangs um langan veg.
Þá verður á mér fjandans fuður,
flótti og strok því síðan ég
flytja þarf merar Miðdælingum.
Margt kallar að en naum er tíð.
- Ég myndi halda hnöttinn kringum,
hefði ég nægan tryppalýð.
Hafðu því járnað hryssugreyið,
höfuðstað eða grennd hans í,
vana orðna við húsið, heyið.
Hitt gæti orðið saga ný,
hvernig svo fer með skinnið skjótta.
Skýra mun ég því síðar frá,
einkum þó ef ég færi á flótta
fældur ef hún mig liti á.
Það má segja að hrossarækt hafi verið
lífsköllun Sigurðar á þeim tímum þegar
hrossarækt og hestamennska var í hvað
mestri niðursveiflu. Ur dánarbúi föður síns
eignaðist hann rauða hryssu sem fékk nafn-
ið Snælda og varð formóðir flestra hans
hrossa. Var hún seint tamin en bar af flest-
um hrossum að viljahörku og skörungsskap.
Margt orti Sigurður um Snældu sem of
langt yrði upp að telja en hér koma þó sýn-
ishorn:
Enn þú vekur aldinn sið
öðrum skepnum betur.
Hnakkurinn er mér heimilið,
hryggurinn óðalssetur.
Og um Snúð, son hennar fallinn kvað
hann:
Er nú frá sá öruggt sté,
undi ég knáa blakknum.
Man ég þá er mósvört hné
maður sá úr hnakknum.
Oft var Sigurður á ferð einn og í misjöfn-
um veðrum og við misjafnar aðstæður,
stundum með fjölda hrossa, stundum færri.
Ætli eftirfarandi vísa lýsi ekki nokkuð vel
hugarfari hans við þessar aðstæður:
Læt ég vaða léttfætt hross,
langar traðir frera.
Vötn og hvað sem œtlar oss
allra faðir mera.
Um hest sem Handleggur hét og var mjög
erfiður í tamningu orti Sigurður:
Stundum frægra eg hef átt
eða þægra mér í slörkum.
En blaðstýft hægra ber hann hátt,
bykkjur lægra yppta mörkum.
Þegar Sigurður fór að eldast var honum
ljóst að afkomendur hans mundu ekki taka
við hrossaræktinni að svo komnu máli en
vildi gjaman koma stofrú sínum á einn stað
ef hægt væri og fór svo að Hólabúið keypti
af honum nokkuð af hrossum. Eitthvað af
þeim hrossum var síðar selt og sámaði Sig-
urði það mjög og lagði töluverða fyrirhöfn
og peninga sem hann átti ekki of mikið af, í
að kaupa hluta þessara hrossa aftur. Mér
virðist að lykilatriði í ræktun Sigurðar hafi
verið vilji, léttleiki og dugnaður en bygging-
arleg atriði hafi skipt hann minna máli. Ut af
þessu spunnust blaðaskrif og ýmis leiðindi
sem hefði átt að vera hægt að komast hjá ef
báðir aðilar hefðu verið svolítið sveigjan-
legri. Um þetta leyti mun hafa orðið til vísa
eftir Höskuld Einarsson út af einhverjum
blaðaskrifum:
Man ég rauða reiðmeri,
reista, fjöri prýdda.
Von er svíði Sigurði
að sjá hana dauða nídda.
Aður er að því vikið að lífsstarf Sigurðar
var barnakennsla og fyrst og ffernst far-
kennsla enda var hún nánast einráð í mennt-
un bama og unglinga á þeim árum. Sigurð-
ur þótti góður kennari og hafði gott lag á
bömum, skrifaði afburðafallega rithönd og
skrifaði gjarnan vísur eða vísuparta sem for-
skrift. Að vísu vildi kennsla hans verða nokk-
uð útúrdúrasöm en hafði þó furðu gott lag á
að læða einhverjum fróðleik inn í leiðinni.
Sú saga er af kennslu Sigurðar að hann var
að kenna á bæ en bóndi var á leið í mat og
gekk fharn hjá glugga þar sem Sigurður var
að kenna fyrir innan. Er hann kemur inn til
konu sinnar segir hann: Hvaða fag er það
sem barnakennarinn okkar er að kenna
núna? Þegar ég gekk fyrir gluggann heyrði
ég að hann segir: „Þá var nú ekki annað eft-
ir en að koma reiðanum á.“ Húsfreyja svar-
aði: ,“Ætli hann hafi ekki verið að tala um
innreið Jesú í Jerúsalem.“
Annars var Sigurður stálminnugur og bjó
yfir gífurlegum orðaforða sem mörgum
fannst að hann þyrfti sífellt að vera að koma
að og yrði því langorðari en góðu hófi
gegndi. Annað var það að hann var stöðugt að
fara með vísur og fiska eftir nýjum eða göml-
um vísum og tel ég víst að hann hafi með því
bjargað miklu af vísum frá glötun. Eitthvert
sinn spurði Sigurður Kristján Helgason á
Dunkárbakka hvar helst væri ffóðleiks von
þar í nágrenni. Kristján svaraði:
*