Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 56
56
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
l«r
Segist vera að mjakast út ströndina
Rætt við Dúfu á Ferstiklu um starfsemi kvenfélagsins og sitthvað fleira
heima á Ferstiklu.
GuShjörg Dúfa Stefánsdóttir í skógræktinni
Um Hvalfjarðargöngin fer nú
meginhluti umferðarinnar sem
áður fór fyrir Hvalfjörð. íbúar
jarðanna inn Hvalfjarðarströndina
muna í því efai tímana tvenna.
Stöðugt ónæði og mikill umferð-
arniður er liðin tíð og mörgum
fagnaðarefai. Það gefst þá ef til
vill betra næði til að njóta fegurð-
arinnar á góðum degi þar sem sag-
an er margbreytileg. Sjá fyrir sér
Hörð Grímkelsson í herfjötrum í
Þyrilsnesi, Helgu Jarlsdóttur
synda með sonu sína. Koma við í
Saurbæ og skoða söguslóðir Hall-
gríms Péturssonar, „er svo vel
söng, að sólin skein í gegn um
dauðans göng.“ Rifja upp söguna
um Hvalfjörðinn og illhvelið
Rauðhöfða sem blindi presturinn í
Saurbæ leiddi inn fjörðinn með
staf sínum og kom fyrir í vatni
sem síðan heitir Hvalvam, innst í
Botnsdal. Sagan segir að fyrir-
gangur skepnunar hafi verið því-
líkur við að ryðjast upp Botnsá og
upp fossinn að vatninu að jörð
hafi skolfið eins og í jarðskjálfta.
Því heitir fossinn Glymur og hæð-
irnar fyrir ofan Glym, Skjálfanda-
hæðir.
Það er stillt veður þegar rennt
er að Ferstiklubænum, sólin merl-
ar á firðinum og snjóhvítar Botns-
súlurnar standa vörð um byggð-
ina.
Búið með trjáplöntur
og blikkbeljur
Á Ferstiklu er tvíbýli. Þar búa
bræðurnir Gísli og Vífill Búasynir
ásamt fjölskyldum. Að þessu sinni
er ætlunin að heimsækja þau Dúfa
og Vífil.
Til skamms tíma höfðu þau
hjónin stórt kúabú og svo lengi
sem viðmælandinn man var Vífill
Búason í stjórn félags mjólkur-
framleiðenda.
„Nú er kúabúskapurinn aflagð-
ur og við bútun með trjárækt og
blikkbeljur,“ segir Vífill og heldur
áffam: „Við höfam lagt jörðina
undir skógrækt og útihús nýtum
sem geymslur fyrir húsbíla, felli-
hýsi og fleira í þeim dúr, fyrir Pét-
ur og Pál, eins og sagt er.“ Þar
með var Vífill horfinn á braut,
enda átti hann von á því að talið
bærist m.a. að kvenfélaginu en þar
er húsmóðirin á heimavelli.
Við Dúfa erum sest yfir kaffi-
bolla í eldhúsinu. Ut um eldhús-
gluggann blasir gamli þjóðvegur-
inn við upp í hlíðinni. Spurt er
hvaðan húsfreyjan á Ferstiklu I,
Guðbjörg Dúfa Stefánsdóttir
komi?
„Eg er fædd í Reykjavík 7. nóv-
ember 1934, flyst þaðan að Litla
Sandi og var tekin í fóstúr tveggja
ára af hjónunum Guðmundi
Jónassyni og Guðbjörgu Guðjóns-
dóttur, Bjarteyjarsandi, en þar var
Guðmundur fæddur. Eg var
fjöreggið þeirra, því þegar ég kom
til sögunnar í lífi þeirra voru þau
bamlaus. Þegar ég var fimm ára,
fæðist þeim fyrsti strákurinn, alls
urðu bræður mínir fimm,“ svarar
Guðbjörg sem alltaf er kölluð
Dúfa. Það er létt yfir henni og
ákveðin er hún.
„Eg mjakast út ströndina," segir
Dúfa á Festiklu og á þá við að
næsti áfangi sé garðurinn í Saur-
bæ, hún skellihlær eins og henni
einni er lagið. Þegar hún er spurð
um æsku sína og tilurð þess að
hún settist að á Ferstiklu á Hval-
fjarðarströnd segir hún: „Skóla-
ganga mín var hefðbundin; far-
skólinn og bústörfin heima, þau
öguðu mann verulega, ég vann
aldrei í Hvalstöðinni. Eg var á
Húsmæðraskólanum á Varmalandi
1951-1952, þá 16 ára í byrjun
skólaársins."
í hálfa öld á Ferstiklu
Dúfa heldur áffam: „Við Vífill
giftum okkur 19. apríl 1956 í
Saurbæ. Bróðir fóstra minnar Sr.
Sigurjón Guðjónsson, vandaði sig
við verkið því við höfam nú hald-
ið upp á gullbrúðkaup okkar. Við
settumst að í gamla bænum hér á
Ferstiklu, innréttuðum háaloffið
fyrir okkur og eignuðumst 4 börn,
Guðmtmd Rúnar 1956, Búa Grét-
ar 1957, Margréti Ósk fæddist
1961 og Guðbjörn Smári 1963.“
Hefðbundin kúabúskapur,
barnauppeldi og heimilishaldið,
hefar væntanlega tekið allar þínar
stundir?
„Auðvitað að mestu. Eg reyndar
nýt þess að sjá tré vaxa og á mínar
uppáhaldsplöntur. Þá höfum við
Sísí, Sesselja Ólöf, kona Gísla,
lagt talsverða vinnu í æðarvarp. Á
stríðsárunum eyðilagðist nánast
allt varp hér með ströndinni, ör-
ugglega vegna olíumengunar.
Okkur hefur tekist að bæta
ástandið talsvert og eru sjaldnast
færri hreiður en 150 - 200, flest
hafa þau verið um 500. Tíðarfarið
hefar hér áhrif, óhagstætt vor í ár
og fyrra, dregur verulega úr varp-
inu. Annars er tófan aðal mein-
vætturinn en fuglvargur hefur
einnig truflað varpið,“ segir Dúfa.
✓
Onæðissamt fyrir göng
En umferðin, var hún ekki að
trufla daglegt líf ykkar?
„Það var að verða ólíft hérna
vegna umferðarþungans. Bensín-
lausir ferðamenn, sprungnir hjól-
barðar, bilaðir bílar, árekstrar, út-
afkeyrslur og sfysfarir, þetta var
eilíft vesen. Svo ef kom illviðri, þá
hraktist ferðafólk í ljósið hér á
Ferstiklu og stundum þurfti að út-
búa gistingu. Á daginn tók Fer-
stikluskálinn við öllu þessu en
ónæðið á næturna lenti á búend-
um við veginn. Það var mikill létt-
ir að losna við umferðina. Þetta
hefar að vísu eina neikvæða hlið.
Þjónustan við þjóðveginn hefar
líka dregist saman. Búið að loka
Olíustöðinni eða Þyrli, Botnsskál-
anum og nú er Ferstikluskálinn
líka lokaður yfir veturinn, í fyrsta
sinn, veturinn 2005-2006 frá nóv-
Hjónin Vífill og Dúfa á Ferstiklu hafa verið gift í hálfa öld.
*■
Safnasvæðið
Á AKRANESI
Einstakt og veglegt safn safna á einum staö
*
CXsfttt/n^ ycstff/fi 'SC/ft otj cPe,slfe/u/i/ifjit/fi ö/ftt/ti
'tj/eóifey/Htjófct otj^/ttrstcftfttr tt /[fjjtt ttri
. jföfifítt/n stt/ii'sfiib(i/i tr ttri/itt se/it cr tttl fitítt
Sími 431 5566
Fax 431 5567
y. www.museum.is
Netfang: museum(o’museum.is
áskwm
Vestlend i ng um
Am 09 jViðai* mæð
þðkk fyHt* samstaHfið ú
ávinu að líðci
T