Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 4
4 ool >i oii/i M'jyAau^r/aiM MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Vilja stefiia olíufélögunum STYKKISHÓLMUR: Bæjar- stjóm Stykkishólmsbæjar hefar vísað til bæjarráðs tillögu minni- hluta bæjarstjómar rnn að bæj- arfélagið kreíji olíufélögin um bætur „vegna samráðs þeirra undanfarin ár,“ eins og segir í tillögunni. Tillagan kom ffam við umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2007. „Stykkishólmur er eitt af þeim bæjarfélögum sem nefhd em í skýrslu um samráðsmál olíufé- laganna og á því rétt á bótum samkvæmt dómi í máh Reykja- víkurborgar gegn olíufélögun- um. Við leggjum til að framlag til Ljósmyndasafns Stykkis- hólms verði 2,5 milljónir og fá- ist skaðabætur frá olíufélögun- um renni það einnig til Ljós- myndasafhs og Amtsbókasafiis,“ sagði í tillögunni. -hj Sldpulagsvinna vegna golfvallarhótels AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur heimilað að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipu- lagi og deihskipulagi í bæjarfé- laginu vegna fyrirhugaðrar byggingar hótels á Garðavelli, golfvelh Golfklúbbins Leynis á Akranesi. Eins og ffam kom f fféttum Skessuhoms í haust era hugmyndir uppi um byggingu sex hæða hótels við völlinn. Óskað var umsagnar skipulags- og byggingamefndar bæjarins um hugmyndirnar og taldi nefndin bygginguna fyllilega koma til greina á þessum stað en benti þó á að það hljóti að fara eftir því hvernig slíkar hug- myndir séu settar ffam. Það vom þrír einstaklingar, Guðjón Theódórsson, Guðmundur Eg- ill Ragnarsson og Ragnar Már Ragnarsson, sem óskuðu heim- iidar bæjarráðs til að hefja vinnu við breytingar skipulags. -hj Mikm samdráttur afla VESTURLAND: í nóvember var landað 3.501 tonni af sjáv- arfangi í höfhum á Vesturlandi. I sama mánuði í fyrra var land- að 6.158 tonnum og er sam- drátturinn því rúm 43 % á milli ára. Samdráttur er á milli ára í öllum helstu fisktegunum og má þar nefnda að í mánuðinum var landað 1.185 tonnum af þorski en á sama tíma í fyrra var landað 2.602 tonnum. Sam- drátturinn er því tæp 55%. Fyrstu ellefu mánuði ársins var landað 84.038 tonnum af sjáv- arfangi á Vesturlandi en á sama tíma var landað 93.837 tonn- um. Samdrátturinn er því rúm 10%. Af einstökum tegundum má nefna að landað var 9.929 tonnum af loðnu í ár en 31.220 tonnum í fyrra. Þá var landað 25.672 tonnum af þorski en 29.600 tonnum á sama tíma í fyrra. Breiðafj arðamefiid vill rannsaka fækkun sjófugla Breiðafjarðar- nefnd hefur óskað eftir fjármagni ffá umhverfisráðu- neytinu svo hægt verði að rannsaka ástand sjófugla- stofna á Breiða- firði og mögulegar ástæður fyrir fækkun í þeim. Nefndin er lögum samkvæmt um- hverfisráðherra til ráðgjafar um allt er lýtur að ffam- kvæmd laga um vernd Breiðafjarð- ar og á vettvangi hennar hefur fækkun sjófugla verið til umræðu og var samþykkti nefndin á dögun- um að vekja athygli umhverfisráðherra á þess- ari fækkun. I bréfi til ráðherra segir að mik- il fuglamergð sé eitt af sérkennum Breiðafjarðar en á síðustu áram hafi borið á fækkun sjófugla á svæðinu. Þá kemur fram að heima- mönnum og sérfræðingum beri saman um að undanfarin ár, sér- staklega árin 2005 og 2006, hafi verið mörgum sjófuglategundum á svæðinu sérstaklega óhagstæð og að fækkað hafi í stofnum ýmissa tegunda, svo sem toppskarfs, ritu, teistu, kríu og sumra máfa. Einnig telja sumir heimamenn að stað- bundin fækkun hafi orðið á díla- skarfi. Þá bendir nefndin á að málið hafi verið rætt á Alþingi og í nor- rænu samstarfi hafi verið bent á nauðsyn þess að kanna fækkun í stofnum sjófugla á Norður-Atl- antshafi. HJ Skólanefiid vill loka öflum leikskólum á sama tfina Skólanefhd Akraness hefur sam- þykkt að mæla með því að sumar- lokanir allra þriggja leikskóla bæj- arfélagsins verði á sama tíma á næsta ári tvær vikur í kringum verslvmarmannahelgina. A undan- förnum ámm hafa leikskólarnir verið lokaðir tvær vikur á sumri en ekki á sama tíma. A fundi skóla- nefhdar kom fram að leikskóla- stjórar telji að æskilegasta fyrir- komulagið sé að leikskólarnir loki allir á sama tíma tvær vikur aðliggjandi að verslunarmanna- helgi. „A þeim tíma em flestir for- eldrar í sumarleyfi og skipulagið verður auðveldara frá ári til árs ef alltaf er um sama tímabil að ræða,“ segir orðrétt í bókun nefndarinnar. Þá samþykkti skólanefnd að styðja ósk leikskólastjóra um að leikskólarnir loki einn dag á ári „til að sinna fræðslu starfsfólks," eins og segir í ósk leikskólastjóra. Nefndin kynnti sér málið í öðr- um sveitarfélögum og bókaði að starfsfólk hefði alla jafna einn dag á ári sem ætlaður er til námskeiða- halds auk tveggja skipulagsdaga. „Skólanefhd styður að gerð verði tilraun með að heimila leikskólum að hafa þrjá skipulagsdaga á kom- andi ári 2007 og hann tímasettur á skipulagsdegi gmnnskólanna. Málið kom til afgreiðslu bæjar- ráðs sem ákvað að kalla sviðsstjóra fræðslusviðs til viðræðna um mál- ið. HJ Skýr stefiia Borgarbyggðar við afgreiðslu lj árhagsáætlunar Þegar fjárhagsáætlun Borgar- byggðar og stofnana hennar fyrir árið 2007 var gerð sameinuðust meiri- og minnihluti bæjarstjómar um bókun í þremur liðum þar sem ástæða þótti til að vilji sveitarstjórn- ar kæmi skýrt ffam. Var það gert þar sem ekki vom forsendur til að meta hversu mikið fjármagn þurfti í þau verkefni sem þar em nefnd. I fyrsta lagi segir að sveitarstjórn mtmi vinna í samstarfi við Dvalar- heimih aldraðra í Borgamesi að því að opna dagvistun fyrir aldraða í húsnæði Dvalarheimilisins sem fyrst á árinu 2007. f öðra lagi að sveitarstjórn muni vinna í samstarfi við stjórn Mennta- skóla Borgarfjarðar að því að byggja upp farsælt og gefandi félagslíf við skólann og í þriðja lagi mun sveitarstjóm vinna í samstarfi við stjóm skólans að því að byggja upp skólaakstur úr dreifbýli. IIJ Sveitarstjóm Hvalíj arðarsveitar vill stöðva efiiistöku í Hvalfirði Sveitarstjóm Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir því við Orkustofn- tm að hún sjái til þess að efnistaka Björgunar ehf. í Hvalfirði verði stöðvuð nú þegar vegna umhverfis- spjalla. Vísar sveitarstjóm þar til bráðabirgðaleyfis sem Iðnaðarráðu- neytið veitti Björgun fyrir nokkra til efhistökunnar þar sem segir að Orkustofnun, sem eftirhtsaðih með ffamkvæmd leyfisins skuh hvenær sem er heimilt að stöðva nýtingu á námum komi fram gransemdir um að vinnslan valdi umhverfisskaða. Skuh í slíkum tilfellum fara ffam at- hugun á því hvort grunsemdir eigi við rök að styðjast. Forsaga málsins er sú starfsleyfi Björgunar til efnisöfiunar rann út í júní árið 2005. Fyrir skömmu ákvað umhverfisráðherra að nýtt starfsleyfi skuh háð umhverfismati. í ffamhald- inu var fyrirtækinu veitt starfsleyfi til bráðabirgða ffam til ársins 2008. Einar Om Thorlacius sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhom að uppdæling malarefna hafi verið við- stöðulaus í tæp tíu ár. Það sé mat heimamanna að malartakan hafi þegar valdið miklum náttúraspjöU- um í sjó og við strendur fjarðarins. Fram hafi komið í viðræðum við þá aðila sem vinna munu að mnhverfis- matinu að það taki mjög langan tíma. Því telji sveitarstjóm það ekki réttlætanlegt að malartaka sé leyfð á meðan og því hafi nú verið óskað eft- ir því að hún verði stöðvuð nú þegar. HJ Lækka og hækka gjaldskrár FAXAFLÓAHAFNIR: Stjórn Faxaflóahafiia sf. hefur ákveðið að hækka almenna gjaldskrá fyrirtækisins um 5% ffá ára- mótum en jafhframt var ákveð- ið að lækka aflagjald, sem lagt er á aflaverðmæti landaðs afla, úr 1,3% í 1,27%. Þá var einnig ákveðið að lækka gjald vegna siglingavemdar. I tilkynningu frá Faxaflóahöfnum segir að aflagjald í höfiium fyrirtækisins sé sennilega það lægsta sem þekkist hjá höfiium. Á áram áður var aflagjald það sama í höfnum landsins en fyrir nokkrum áram var því fyrir- komulagi breytt og er gjaldið því ákveðið hjá hverri höfn fyr- ir sig. -hj Skaðabætur vegna Höfðasels 5 AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt fallist á að greiða lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Höfðasel á Akranesi 4,2 milljónir króna í skaðabætur. Lóðarhafinn hafði stefnt bæjar- félaginu og krafist skaðabóta að fjárhæð tæpar 6,7 milljónir króna auk dráttarvaxta og máls- kostnaðar. Lögmaður bæjarfé- lagsins mælti með dómssátt í málinu og var á það fallist. For- saga málsins er sú að lóðarhaf- inn, Júlíus Ólafsson, fékk lóð- inni úthlutað á sínum tíma og skyldi hún byggingarhæf í maí 2002. Vegna hárrar grann- vatnsstöðu lóðarinnar tókst ekki að ganga ffá byggingu á lóðinni fyrr en í janúar 2005 eftir að bæjarfélagið hafði grip- ið til ráðstafana til þess að lækka vatnsstöðuna. Lóðarhaf- inn krafðist bóta vegna tapaðra leigutekna og afnotamissis af húsnæðinu. Bótafjárhæðin byggðist á mati dómkvadds matsmanns. -hj Framboðslisti VG tilbúinn um miðjan janúar NV-KJÖRDÆMI: Uppstill- ingarnefiid Vinstri hreyfingar- innar-græns ffamboðs í Norð- vesturkjördæmi stefnir að því að kynna tillögu sína að upp- stillingu ffamboðslista flokksins í kjördæminu um miðjan janú- ar. Björg Gunnarsdóttir for- maður nefndarinnar segir nefndina hafa starfað að upp- stillingunni á undanförnum dögum og hafi starf nefndar- innar gengið vel. Jón Bjarnason þingmaður flokksins í kjör- dæminu hefur lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins áfrarn. Fleiri hafa ekki boðið sig opin- berlega ffam til setu á listanum. Samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu hefur flokkur- inn aukið mjög fylgi sitt og gæti átt möguleika á fá tvo menn kjörna. Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og,dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.