Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 57

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 57
SBESSUHOfiM MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 57 Ferstikla á Hvalfjarðarströnd. ember tíl apríl, það er því orðið alllangt fyrir okkur að sækja alla þjónustu," svarar Dúfa, en segir svo hlæjandi frá litla ferðaklúbbn- um. ,Já, það er þannig að þrátt fyrir hálfgert ofnæmi fyrir um- ferðinni, þá höfum við fjórar vin- konur haldið gangandi í tíu ár ferðaklúbbi. Við förum einar sam- an eina skemmtiferð á hverju sumri. Það er bráðskemmtílegt," segir hún og skellir upp úr. Dúfa gerðist stofnfélagi í Soroptimistaklúbbsins á Akranesi. „Það er mjög gefandi starfsemi og góðir félagar þar,“ og nú segir hún ffá dálítið hátíðleg. „Svo er það blessað kvenfélagið, ekki má gleyma því,“ og bros færist yfir varir Dúfu. „“Tengdamamma mín, hún Margrét, setti mig í kvenfélagið, ég held að hún hafi gert það um leið og hún vissi að við Vífill værum farin að draga okkur saman.“ Heiðursfélagi í kvenfélaginu „Félagsheimilið á Hlöðum var tekið í notkun sama árið og við Vífill giftum okkur. Með tilkomu þess breyttist allt verulega til bamaðar varðandi öll félagsmál. Kvenfélagið Lilja var stofnað 15. mars 1936 og er því 70 ára í ár. Eg man fyrst eftir spunavél félagsins heima á Bjarteyjarsandi. Mjólkur- félag Reykjavíkur gaf kvenfélag- inu fyrrverandi verslunarhús sem stóð á Hrafneyri sem er nestáin fyrir neðan Hrafnabjörg. Fyrir- hugað var að koma spunavélinni í þetta hús. Það var lélegt, hélt hvorki vami né vindi og ekki bol- magn til að lagfæra það, svo það var selt. Afdrif spunavélarinnar urðu þau að henni var komið fyr- ir í geymslu á Saurbæ sem brann og lauk þar með sögu spunavélar- innar." Og Dúfa heldur áfram: „A hverju sumri sá kvenfélagið um dansleik á Hlöðum. Þá seldum við samlokur, pylsur og gosdrykki. Við höfðum allan ágóða en lögð- um ffam vinnuna og þrifum fé- lagsheimilið. Kvenfélagið fór svo að halda þorrablót í kringum 1960. Þá var allt unnið heima. Löngu áður en svonefnt „opið hús“ kom til sögunnar vorum við farnar að gera hitt og þetta fyrir yngstu kynslóðina. Má nefna skemmtanir sumardaginn fyrsta, við fórum í leikhús með börnin og svo voru jólatrésskemmtanir um hver jól. A hverju sumri var farin skemmtiferð á vegum félagsins." Mörg og þörf verkefni Liljunnar Um sögu kvenfélagsins heldur Dúfa áfram: „Arið 1967 var hjálp- arsjóður félagsins stofnaður með 30 þúsund króna framlagi. Hreppurinn kom síðar að sjóðn- um sem er í okkar höndum í dag og með sérstaka stjórn. Kvenfé- lögin fjögur hér sttnnan Skarðs- heiðar fengu Dýrleifi Ármann til að gera skautbúning. Allt silfur á búninginn smíðaði Kristófer Pét- ursson á Kúludalsá. Þessi búning- ur var notaður á 17. júní í um 30 ár. Þessi gullfagri búningur er nú varðveittur á Byggðasafninu Görðum og er áffam í eigu kven- félaganna. Arið 1972 var svo farin fyrsta skemmtiferðin með hóp aldraðra. A meðan dvalarheimilið Höfði á Akranesi var í byggingu var alltaf í gangi fjáröflun fyrir bygginguna. Eftir að húsið var tekið í notkun hefur heimilisfólk- ið verið heimsótt með skemmtiat- riði og spjall. Síðan má nefha að Dagur aldraðra var haldinn hátíð- legur í fyrsta skipti 1982.“ Dúfa segir að kvenfélagið hafi beitt sér fyrir fjölmörgum öðrum verkefnum. „Ekki má t.d. gleyma öllu námskeiðahaldinu sem verið hefur á vegum kvenfélagsins. Hæst ber námskeið með Sigrúnu Jónsdóttur listakonu. Það þróuð- ust upp úr því námskeið um allt héraðið og sýning í Reykjavík sem var sölusýning. Hér fyrr á árum voru kvenfélagsfundirnir alltaf haldnir eftir hádegið, því allar sveitakonur voru heimavinnandi. Þessir fundir voru vandaðir, urðu oft vinnufundir þar sem vandlega var skipulagt það sem ffam undan var.“ Félasheimilið brennur Félagsheimilið að Hlöðum brann árið 1974. „I brunanum eyðilagðist mikið af borðbúnaði kvenfélagsins og nýlega keypt pí- anó. Gömlu Hlaðir stóðu eins og margir muna á melnum hér dálít- ' ið fyrir utan Ferstiklu. Nokkrum árum seinna var svo tekið í notk- un nýtt félagsheimili ofan við veg- inn og þar við er sundlaug.“ „Kvenfélagið Lilja hefur ávallt sinnt kirkjunni okkar. Þegar Hall- grímskirkja var vígð árið 1957 gáfu félagskonur kirkjunni hökul sem Unnur Olafsdóttir hannaði og saumaði. Einnig gáfu kvenfé- lagskonur einn steindan glugga eftir Gerði Helgadóttur. Þá keypti kvenfélagið fermingarkirtla og sá um þrif kirkjunnar í áraraðir á vorin fyrir fermingar.“ Dúfa segist nú vera elst allra starfandi kerlinga í félaginu og þar er hún heiðursfélagi. Hún hefur nefnt þessar vörður í sögu kvenfélagsins dálítið dreymin. Henni er hér með þakkað kærlega fyrir spjallið, sérstaklega að veita lesendum ofurlitla innsýn í starf- semi kvenfélagsins á Ströndinni. Starf kvenfélaga á Islandi hafa oft verið vanmetin. ÓG Q&estu óskir utn cflcMega hátíð, ‘t’ókkum vQskiptin á árinu n SPARISJÓÐUR ÓLAFSVÍKUR - bakhjarl í byggð /loinanifí ái+ KpöÁÁum/ a áfH/tu &e/n eu /ufa VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.