Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 52
52
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
SKESSIíHOBRi
Dalimir heilla!
Það var um hádegisbil 8. des-
ember síðastliðinn að ég svaraði í
símann á skrifstofu sveitarstjórnar
Dalabyggðar þegar ritstjóri
Skessuhorns hringdi. Einhverjum
augnablikum síðar ákvað ég að
skoða hvort ég treysti mér til að
skrifa „kveðju úr héraði“ til birt-
ingar í Skessuhorni. Var ég ekki
viss hvort ég væri rétti maðurinn í
þetta eftir aðeins um eins árs bú-
setu í sveitarfélaginu. Um klukku-
stund síðar tilkynnti ég að ég
myndi slá tdl.
Það var í nóvember 2005 sem
ég flutti búslóðina til Búðardals
frá Reykjavík. Eiginkonan, Mar-
grét, og dóttirin, Lísa tíu ára,
höfðu flutt vestur þegar skólinn
byrjaði og skildu mig eftir til að
ganga frá nýseldri íbúðinni okkar,
pakka búslóðinni og flytja hana
vestur í húsnæði sem við leigðum
til vetrarins því ekkert húsnæði
var tdl sölu í Búðardal. Margrét er
fædd og uppalin í Dölunum og
ábyggilega skyld a.m.k. þriðja
hverjum Dalamanni og þekkir alla
hina líka. Eg aftur á móti þekkti
hér aðeins tengdafólkið og þeirra
fjölskyldur.
Nú tók því við tímabil sem ég er
ekki alls ókunnugur eftir marga
búslóðaflutninga bæði innanlands
og milli Islands og BNA. Enn eina
ferðina hef ég þurft að kynnast og
komast inn í samfélagið sem ég
var nýfluttur í og fólkinu sem þar
býr. Svo vel vildi til að ég var ráð-
inn tímabundið til ýmissa starfa á
sveitarstjórnarskrifstofuna þar
sem er kjörinn staður til að kynn-
ast mannfólkinu og fýlgjast með
því sem er að gerast í þorpinu og
sveitunum í kring. Það hefur auð-
veldað mér lífið við þessa kynn-
ingu að Margrét, eiginkona mín,
er starfandi aðalbókari Dala-
byggðar og til hennar hef ég
stöðugt leitað þegar þörfin hefur
verið hjá mér að vita nánar um
það sem hefur verið á döfinni
hverju sinni.
Á undanförnu ári er ég búinn að
fylgjast misnáið með lífinu í Dala-
byggð og því sem hér er að gerast,
umræðunni, skóla-, menningar-,
sveitarstjórnar-, sláturhúss-,
kynningar- og atvinnumálefnum.
Áfram má telja sveitarstjórnar-
kosningar, byggingarffamkvæmd-
ir bæði einka og sveitarfélagsins,
mannlífinu í litlu þorpi og til
sveita og áhrif fámennisins á alla
þessa þætti.
Já, undanfarið ár er búið að vera
stíft námskeið fýrir mig í öllum
þessum þáttum og fleirum. Fyrir
mann sem er margreyndur í stór-
borgum Bandaríkjanna og í
Reykjavík þar sem hver maður er
aðeins dropi í mannhafi, sem hef-
ur aldrei fýrr búið í samfélagi þar
sem eru innan við sjö htmdruð
manns í öllu sveitarfélaginu eru
það gríðarleg viðbrigði að kynnast
lífinu á þennan hátt, þar sem hver
rödd heyrist og flestir hafa eitt-
hvað að segja um það sem er á
döfinni. Enginn virðist týnast í
mannhafi eins og í stórborgunum
þar sem einmanaleikinn og rót-
leysið ræður oftar en ekki ríkjum.
Hér í Dalabyggð ríkir samhygð
sem er ómetanlegur eiginleiki
meðal manna.
Áður en ég flutti í Dalina taldi
ég að klisjan „Dalirnir heilla" ættd
við heillandi landslag sveitarfé-
lagsins. Nú veit ég að það er að-
eins rétt að hluta því að Dalina
byggir fólk, gott fólk upp tdl hópa,
sem ég er afar þakklátur fýrir að
hafa haft tækifæri til að kynnast
og fýrir hvernig mér hefur undan-
tekningarlaust verið tekið hér í
sveitinni af hlýhug og með vin-
áttu.
Burtfluttum Dalamönnum
hafði ég nokkrum kynnst í gegn-
um Breiðfirðingafélagið í Reykja-
vík og Breiðfirðingakórinn sem ég
söng með. Allt er það frábært fólk
sem ég kynntist þar en nú veit ég
að hér í Dölunum er heillandi
fólk, hér í Dölunum er heillandi
mannlíf, hér í Dölunum er heill-
andi fegurð landsins og hér í Döl-
unum er heillandi að búa. Því vil
ég nota þetta tækifæri til að þakka
öllum Dalamönnum nær og fjær
fýrir árið sem er að líða, hvernig
mér hefur verið tekið hér í Dala-
byggð og óska þeim öllum gleði-
legra jóla og árs og ffiðar um ó-
komin ár. Dalimir heilla!
Finnbjöm Gíslason.
Hugleiðing á
aðventunni
Enn erum við minnt á að það er
til vetur á Islandi. Þessi alvöru
vetrarkafli er orðinn svo langur að
þeir sem voru farnir að kvarta yfir
tíðarfarinu eftir fýrstu vikuna eru
steinhættir að minnast á veðrið.
Við sem erum fædd um miðja síð-
ustu öld munum ekki annað eins.
Okkur hér á Snæfellsnesinu finnst
samt að við séum búin með rok-
skammtinn okkar í ár og eitthvað
fram á það næsta. Það verður þó
að viðurkennast að rokið hefur
verið óvanalega fjölbreytt, hvesst
af ýmsum áttum með alls konar
tilbrigðum, en ekki bara norðan-
átt. Það er reyndar ákveðinn
kostur eins og einn nágranni
minn sagði því það sem fauk í
vestanáttinni í gær, kemur vænt-
anlega til baka í austanáttinni á
morgun. Eða þannig.
En nú er farið að styttast í jólin
og að ég tali nú ekki um að daginn
tekur senn að lengja á ný. Það eru
tímamót sem ég bíð nú eiginlega
eftir allt árið.
Við í sveitinni sem enn erum að
vasast í þessum hefðbundna bú-
skap lifum við þá fjölbreytni að
hver árstími hefur sína áherslu í
lífsbaráttunni. Nú er haustverk-
unum lokið, smölun lokið, búið
að gera bjúgun, fýlla stampana af
kjöti, hangikjötið bíður jólanna,
hrútarnir í startholunum, jóla-
hlaðborð og aðventukvöld yfir-
staðin og við tekur hjá flestum til-
tölulega rólegt tímabil yfir vetrar-
mánuðina þar til vorverkin hefj-
ast. Þá gefst tími til að hlaða batt-
eríin, rifja upp það sem gerðist
skrítið og skemmtilegt á liðnu ári
(gott þegar undirbúa skal þorra-
blótið) skipuleggja framkvæmdir
sumarsins og auðvitað lesa jóla-
bækurnar.
Þó sífellt fleiri setjist að í sveit-
inni og hafi afkomu af öðru en
kindum og kúm dugar það ekki
alltaf til að fýlla skörðin. Víða
fækkar fólkinu og einnig hækkar
meðalaldurinn því það er ekki á
færi unga fólksins að hefja búskap
í sveit nema þá að ná í konu (karl)
með jörð og kvóta. Það er ekki
gott mál fýrir skólana í sveitunum
því það er jú unga fólkið sem er
duglegast við að fjölga mannfólk-
inu.
Þó landið sem við lifum á sé
ekki stórt, er landrýmið samt
gríðarlegt ef miðað er við íbúa-
fjöldann á skerinu. Þetta leiðir til
þess að þar til nú allra síðustu ár
hefur land verið lítils metið, með-
an hver ræktanlegur blettur er
gjörnýttur og verðmætur sam-
kvæmt því hjá þeim þjóðum sem
við berum okkur gjarnan saman
við.
Undanfarin ár hafa bændur ver-
ið að taka við sér og stækka og
tæknivæða bú sín. Um leið fækkar
framleiðendum því markaðurinn
stækkar ekki að sama skapi.
Það sem meðal annars gerist
þegar hefðbundinn kúa- og fjár-
búskapur leggst af, er að land sem
nýtt hefur verið til matvælafram-
leiðslu eða væri nýtanlegt til þess,
er nánast skipulagslaust tekið
undir skógrækt, frístundabyggð
og þ.h. Nytjaskógrækt er lang-
tímabreyting á landnotkun, engu
síður en frístundabyggð. Gæti það
verið skammsýni hjá okkur að
beina ekki þessari landnotkun inn
á svæði sem ekki eða síður verða
nýtt til matvælaframleiðslu fram-
tíðarinnar?
Sendi félögum mínum og ná-
grönnum í Grænni skógum svo og
öðrum lesendum Skessuhorns
jólakveðjur af Snæfellsnesi.
Halla Guðmundsdóttir,
Dalsmynni