Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 eða gjalda hvar þeir voru í pólitík. Eins og gefur að skilja hefur stjórnin oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Afar sjaldan hefur þurft að greiða atkvæði, nær alltaf hægt að tala sig inn á sameiginlega niðurstöðu. Sparisjóðurinn var og er rekinn með sama hugarfari og kaupfélagið, samhjálparhugsunin við völd. Fólkið leggur peninga inn í hann til að ávaxta innan hér- Samvinnufélög um ávöxtun peninga á heimaslóðum Gæfa Sparisjóðs Mýrasýslu ligg- ur ekki síst í viðskiptatryggð hér- aðsbúa og í því að hafa haldist vel á Menningars j óðurinn Á aðalfundi Sparisjóðs Mýra- sýslu árið 1991 lagði formaður fram tillögu frá stjórn um að stofn- aður yrði Menningarsjóður Spari- sjóðs Mýrasýslu til minningar um Þegar ég kom í stjórn sparisjóðs- ins voru þar fýrir Sigurður Guð- brandsson formaður, Finnbogi Guðlaugsson, Þorkell Magnússon og Daníel Kristjánsson, ásamt Friðjóni Sveinbjörnssyni spari- sjóðsstjóra. Allt úrvals menn og skemmtilegir. Stefna sparisjóðsins var ávalt sú sama og ríkti í kaupfé- laginu; að styrkja héraðið. Áður voru menn ekkert að leggja aurana sína inn í banka, sem bara voru fyr- ir sunnan, heldur geymdu þá und- ir koddanum eða í sokkbol. Það hefur mikið breyst. Sparisjóðurinn er hugsaður til að brúa bilið milli þeirra sem hafa og hinna sem vant- ar, báðum að gagni, og það hefur alltaf verið hlutverk hans. Við reyndum að ganga ekki að mönn- um heldur semja um úrlausnir og leiðbeina svo málin þróuðust til betri vegar. Gengum þó í gegnum krísu á níunda og tíunda áratugn- um þegar menn gátu ekki staðið í skilum svo töluvert af lánum hefur verið afskrifað, sem áður var nær óþekkt. En við pössuðum að hafa það borð fyrir báru að sjóðurinn réði við það.“ Hlutverk formanns Formaður stjórnar í hverju félagi stýrir fundum hennar, það er ekk- ert öðruvísi í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu. Þar þarf hann eftir föngum að laða menn til sameigin- legrar afstöðu. Hann er einnig sá góðu starfsfólki. Hjúalán hefur verið mikið. Þeir voru einstakir með það, bæði Friðjón Svein- björnsson og Sigfús Sumarliðason að halda uppi góðum anda meðal starfsfólksins. Þeir settu sig aldrei á háan hest, störfuðu á sama grundvelli og aðrir starfsmenn. Gengu á undan í allri vinnu, unnu manna lengstan vinnudag og voru einu starfsmennirnir sem ekki fengu borgað íyrir yfirvinnu. Þeg- ar sest var í stjórn voru þrír karl- menn og þrjár konur starfsmenn við sjóðinn. „Þeir voru frábærir saman, Frið- jón og Sigfús þó ólíkir væru. Það var gott að vinna með þeim báð- um. Friðjón var sparisjóðsstjórinn þegar ég kom í stjórnina. Það helzta sem ég hef kannski orðið að gagni í þessum sparisjóði er, að ég þurfti tvisvar að ráða sparisjóðs- stjóra. Það tel ég að hafi heppnast mjög vel í bæði skiptin. Við ótíma- bært fráfall Friðjóns vorum við svo heppnir að Sigfús var tilbúinn að taka við starfinu. Hann var auðvit- að gjörkunnugur öllum innviðum sjóðsins og mikið lán að hann skyldi vilja taka við. Þegar hann svo hvarf frá störfum varð stjórnin enn að finna nýjan sparisjóðsstjóra og þá var Gísli Kjartansson okkar fyrsta val og heldur vel á málum eins og við þóttumst vita íyrir. Hann var þá manna kunnugastur sjóðnum, eftir margra ár setu í Gilsbakki á milli 1930-1935 þegar Magnús var aS alast upp. Ef myndin prentast vel má sjá að kirkjan er tumlaus áþessum tíma. pólitíkina frá vinnu heima í héraði. Á þeim stöðum sem slíkt var ekki unnt, eins og til var á Suðurlandi, varð pólitíkin til stórbölvunar og sundraði. Menn voru klofnir í herðar niður og samstaðan brást.“ Spariféð var í kaupfélaginu Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga naut einnig starfskraftanna. I henni var setið í fimmtán ár. Tölu- verður umbrotatími í þjóðlífinu þar sem nýir tímar voru að taka við af gömlum siðum og margt að hverfa sem þótti gott og gilt áður íyrr. Kaupfélagið var fyrst og fremst framleiðendasamvinnufé- lag, þar sem rekið var sláturhús og mjólkursamlag. Bændur lögðu inn í sitt kaupfélag og tóku þaðan út fyrir því sem þurfti, hvort sem var til vélakaupa, nauðþurfta eða ann- ars. Mikil samhjálp við uppbygg- ingu var ríkjandi í héraðinu í gegn- um viðskiptareikninga. Engum datt í hug að telja það eftir, þó ein- hver þyrfti að skulda innan hóf- legra marka. Þetta voru félags- menn að hjálpa hverjir öðrum. Framkvæmdir á sveitabæjum frá stríðslokum að kvóta voru mest fjármagnaðar í gegnum kaupfélag- ið, þar til lán komu úr fram- kvæmdasjóðum. Ekki var mikið um að afskrifa yrði skuldir eða að kaupfélagið tapaði fé. Að þessu þrengdi, þegar þyngdi undir fæti bænda með framleiðslutakmörk- unum og afnámi útflutningsbóta. „Eg hætti í stjórn Kaupfélagsins áður en halla tók undan fæti fyrir því. Eg var alltaf andvígur því að reka útibú, bæði á Akranesi og vestur á Snæfellsnesi. Það bar sig engan veginn. Mér fannst aldrei ástæða til að landbúnaðarbyggðin hér í héraði væri að gefa með verzlun í í sjávarplássunum, þar sem efnahagur var sízt verri. Og þar kom að félagssvæðið var skil- greint frá Malarrifi að Hafnarfjalli. Þá voru þessi útibú úr sögunni. Peningar leituðu minna inn í Sparisjóðinn lengi vel því að í kaupfélaginu var sterk innlánsdeild og þar var sparnaður margra. Eg átti þá aldrei sparisjóðsbók. Mínir peningar, ef einhverjir, voru geymdir í kaupfélaginu og bókin mín var númer 123.“ I stjóm Sparisjóðs Mýrasýslu Ár Magnúsar Sigurðssonar í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu urðu 34. Þar var sest í stjórn árið 1969 er Þorvaldur T. Jónsson lést. Kos- inn til formennsku 1982 og sagði af sér 2003. Stjórn sparisjóðsins var kosin af sýslunefnd Mýrasýslu og síðar trúnaðarmannaráði, þegar sýsltmefndin var lögð niður, um 1990. Þegar búið var að sameina sveitarfélögin var auðvitað farið í pólitískan sandkassaleik við að kjósa sparisjóðsstjórn. „Það verð ég að segja félögum mínum í stjórn til lofs, að ekkert hefur sakað þótt stjórnin sé póli- tískt kosin. Menn hafa lagt pólitík- ina af þegar í stjórn er komið og starfað í sama anda og áður, að vinna fýrir alla. Viðskiptamenn hafa hvorki fýrr né síðar, meðan ég þekkti tdl, verið látnir njóta þess Gilsbakki eins og umhverfið var í búskapartíð Ragnheiðar og Magnúsar. Eirtksjökull og Strútur í baksýn. aðs, þar sem þeir koma að gagni. Auðvitað verður að passa að ávöxt- un sé góð, útlán ekki meiri en geta leyfir og borð sé fýrir báru í rekstr- inum. sem þarf að vera í sambandi við sparisjóðsstjórann á milli funda um vafamál sem koma upp. Svo þarf hann að standa fýrir máli sínu á að- alfundinum, trúnaðarráðsfundin- um. „Formaður þarf því helst að vita nokkurnveginn um hvað málin snúast og standa vörð um stefnu og starfsaðferðir sparisjóðsins," út- skýrir Magnús. „Hann þarf að gera grein fýrir því hvernig mál sjóðsins hafa þróast á milli funda en spari- sjóðsstjóri gerir grein fýrir fjár- málaumhverfinu og hvernig það snýr að sparisjóðnum. Formaður tekur árið saman og lýsir framtíð- arsýn stjórnar sjóðsins. Eg hef skrifað nokkrar slíkar ræður á liðn- um árum, flestar hverja öðrum lík- ar. Áður var það sparisjóðsstjóri, sem gerði sýslufundi grein fýrir rekstri sjóðsins." stjórn og langt starf sem lögfræð- ingur sjóðsins. Starfshættir sjóðs- ins eru óbreyttir og viðhorf til samfélagsins. Sparisjóður Mýrasýslu hefur vaxið og dafnað, er hornsteinn fjárhagslegs sjálfstæðis í héraði. Staða hans breyttist mikið þegar kaupfélagið hætti að miðla sam- hjálp í gegnum viðskiptareikninga og afhenti líka sparisjóðnum inn- lánsdeildina. Þar með tók hann al- farið við því hlutverki að miðla fjármunum innan héraðs og jafn- framt við aukinni ábyrgð á farnaði samfélagsins. Sparisjóðir lands- byggðarinnar eru í rauninni sam- vinnufélög um ávöxtun peninga á heimaslóðum. Það er fjarstæða að stofnfjáreigendur eigi þá. Byggð- irnar eiga þá auðvitað, en ef til- greina ætti einhverja sem helzt ættu, eru það í raun sparifjáreig- endurnir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.