Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Vesturland 2006 í máli og myndum Tíu milljón bflar í vor I aprílmánuði fór bíll númer 10.000.000 í gegnum Hval- fjarðargöngin. Stjórnendur Spalar tóku á móti ökumanni bílsins sem reyndist vera Anna Lilja Hauksdóttir frá Húsa- vík ásamt þremur börnum hennar. Færðu þeir henni gjafir í tilefni þessa við gjaldskýlið. Umferð í Hvalfjarðargöngum er margfalt meiri en ætlað var í rekstraráætlunum sem stuðst var við áður en þau voru opnuð. Ef miðað er við hámarks- umferð samkvæmt þessum áætlunum hefði tíu milljónasti bíllinn farið um göngin á árinu 2016 en það gerðist sem sagt heilum áratug fyrr, eða þann 23. apríl 2006. Umferð um göngin hefur aukist um 10-12% á ári undanfarin ár og spá menn því að óhjákvæmilegt verði að ráðast í tvöföldun þeirra áður en mjög mörg ár líða. Setrið hefur slegið í gegn Landnámssetur Islands var opnað við hátíðlega athöfn í Borgarnesi 13. maí í vor. Húsin tvö; Búðarklettur og Pakk- húsið við Brákarsund í Borgarnesi, hafa verið tengd saman á afar glæsilegan hátt með nýrri tengibyggingu og greinilegt að ekkert hefur verið til sparað til að mynda rétta stemningu í setrinu. Oumdeilanlega er opnun Landnámsseturs Islands einn af stærri viðburðunum í ferðaþjónustu á Vesturlandi á þessu ári og kærkomin nýjung í menningartengdri ferða- þjónustu í Borgarfirði. Viðtökur við starfseminni hafa verið afar góðar það sem af er og þar hefur verið bryddað upp á fjölda nýjunga. Meðfylgjandi mynd er tekin á flugi yfir Borgarnes á opnunardag Landnámsseturins. Hana tók Theodór Þórðarson. Hægri sveiflur og fall meirihlutans á Akranesi Landsmenn gengu til kosninga í vor, að þessu sinni til sveitastjórna. Eftir að úrslit lágu fyrir seint um kvöldið var ljóst að fremur litlar breytingar yrðu á því sveitarstjórnar- mynstri sem ríkt hafði á Vesturlandi kjörtímabilið á undan, með undantekningum þó. Helstu breytingarnar voru e.t.v. þær að sveitarfélögum fækkar úr 17 í 10 en það hafði hins- vegar lítið með sjálfar kosningarnar að gera enda löngu ákveðið. Sjálfstæðisflokkur styrkti stöðu sína á Snæfellsnesi í kosningunum og myndar nú meirihluta í öllum stærri sveit- arfélögunum þar; Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði sem um árabil hefur hýst sigursælustu lið landsins í þessari vinsælu íþróttagrein. A síðustu leiktíð léku lið Snæfells og Skallagríms við hvern sinn fingur og heimamenn í Stykkis- hólmi og Borgarnesi voru svo sannarlega með á nótunum. Ahorfendum fór sífellt fjölgandi og troðfylltu íþróttahúsin. Þegar deildakeppninni lauk höfðu bæði liðin tryggt sér sæti í átta liða úrslitum um Islandsmeistaratitilinn. Lið Snæfells mætti liði KR í átta liða úrslitunum og höfðu KR-ingar bet- ur. Leikmenn Skallagríms lögðu hins vegar lið Grindavíkur og lið Islandsmeistaranna úr Keflavík á leið sinni að úr- slitarimmunni um titilinn eftirsótta. Skallarnir mættu síðan liði Njarðvíkur í úrslitunum. Njarðvíkingar með alla sína sögu og reynslu höfðu betur en þurftu fjóra leiki í rimmunni til þess að tryggja sér titilinn. Segja má að Vesturlandsliðin hafi haldið áfram þar sem frá var horfið þegar ný leiktíð hófst í haust og nú á aðventunni var lið Snæfells í efsta sæti úrvalsdeildarinnar og lið Skallagríms í öðru sæti. Annað Vesturlandsár er því hugsanlega í uppsiglingu. _ Lið IA stóðst ekki væntingar en slapp fyrir hom Talsverðar væntingar voru gerðar til úrvalsdeildarliðs IA í knattspyrnu áður en leiktíðin hófst sl. vor. Ekki minnkuðu væntingarnar þegar „gamlir" og reyndir refir gengu til liðs við félagið. Það voru tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir og bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir. Allir höfðu þeir um árabil leikið sem atvinnumenn erlendis. Nokkrir leikir voru leiknir á undirbúningstímabilinu með misjöfnum árangri. Ekki dró það úr væntingum áhuga- manna um þessa vinsælu íþrótt. Arangurinn lét á sér standa og þegar fyrri umferð Islandsmótsins var lokið í lok júní var lið IA neðst í deildinni með sex stig. Stjórn rekstrarfélagsins fór yfir málin með þjálfaranum Olafi Þórðarsyni og niður- staðan varð sú að best væri að skipta um þjálfara. Leitaði stjórnin til tvíburanna Arnars og Bjarka og tóku þeir við lið- inu. I kjölfarið breyttist leikur liðsins til hins betra en liðið var þó í fallsæti til loka mótsins. Þegar upp var staðið tókst liðinu hins vegar að verjast falli og endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar og einnig komst það í átta liða úrslit bikar- keppninnar. Undir lok móts fóru af stað umræður um hver yrði næsti þjálfari liðsins. Fram á völlinn steig fyrrum þjálf- ari liðsins, Guðjón Þórðarson, og lýsti áhuga á starfinu. Eft- ir að skipt hafði verið um stjórn rekstrarfélagsins var gengið frá ráðningu Guðjóns. Nokkrir leikmanna liðsins hafa ákveðið að freista gæfunnar hjá öðrum liðum en lið IA æfir nú stíft undir stjórn Guðjóns í nýrri knattspyrnuhöll á Akra- Afburðaærin Móra Það verður að teljast líklegt að ærin Móra á bænum Hól- um í Dalasýslu sé búin að festa sig kirfilega í sessi á spjöld- um sögunnar. Síðastliðið vor bar Móra í 15. skipti og hafði þar með borið í þennan heim hvorki fleiri né færri en 43 lömbum. Fremur sjaldgæft er að kindur haldi góðri heilsu þetta lengi og enn síður að þær beri og komi á legg svo mörgum lömbum á æviskeiðinu. Fyrstu tvö vorin í lífi henn- ar bar hún tveimur lömbum en sl. þrettán ár hafa þau án undantekningar verið þrjú á ári og hefur meðalvigt þeirra aldrei farið undir 18 kíló í fallþunga sem verða að teljast ríg- væn lömb af þrílembingum að vera. Hinsvegar er það svo að öll gimbrarlömb undan henni hafa undanfarin ár verið látin á enda kostakynbótagripur á ferðinni sem eftirpurn er að eiga undan. Kristján Jónsson, bóndi á Hólum er fóstri Móru. Hjá honum báru 25 ær í vor og voru 10 þeirra þrí- lembar, ein fjórlemd og 14 tvílemdar. Menntaskóli Borgarfjarðar Fyrsta skóflustungan að Menntaskóla Borgarfjarðar var tekin í maí af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Haustið 2007 er stefht að því að borgfirskir unglingar geti sest á skólabekk í hinum nýja skóla í heimabyggð. Framkvæmdir við byggingu skólans eru nú hafnar. nesi. Hvatning fyrir samvinnu heimila og skóla Skólar á Vesturlandi eru bæði margir og góðir á öllum skólastigum. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - lands- samtaka foreldra voru afhent sl. vor. Sérstök hvatningar- verðlaun komu á Vesturland og féllu í hlut Foreldrafélags Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sem hlaut þau fyrir mark- visst og öflugt foreldrasamstarf og samvinnu heimila og skóla. Sýna Snæfellingar þar að margur getur verið knár þótt hann sé smár. Fyrsta úthlutun Menningarsjóðs Menningarsjóður Vesturlands var stofnaður í fyrra og hef- ur ráðið sér starfsmann, Elísabetu Haraldsdóttur. Sjóðurinn úthlutaði styrkjum í fyrsta skipti í vor, rúmlega 18 milljón- um króna til 53 verkefna. Hæsta styrkinn í þessari fyrstu út- hlutun sjóðsins hlaut Landnámsetur Islands eða um 1,2 milljónir kr. vegna leiksýningarinnar Mr. Skallagrímsson og sagnamanna á sögulofti. Mikil gróska er í menningarlífi á Vesturlandi og verkefnin mörg og metnaðarfull og skemmti- leg sem sækja um styrki til sjóðsins. Stéftai irfélag Vesturlands Stéttarfélag Vesturlands stofhað Félagsmenn þriggja verkalýðsfélaga á Vesturlandi sam- þykktu sameiningu félaganna í nýtt verkalýðsfélag, Stéttar- félag Vesturlands, sem tók til starfa á árinu. Félögin sem sameinuðust voru Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal, Verka- lýðsfélag Borgarness og Verkalýðsfélagið Hörður sem starf- að hefur í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.