Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
29
Vestiirland 2006 í máli og myndum
með fjóra af sjö bæjarfulltrúum á öllum þessum stöðum. Á
Akranesi kolféll meirihluti Framsóknarflokks og Samfylk-
ingar, Framsókn tapaði yfir helmingi atkvæða sinna frá síð-
ustu kosningum og Samfylking tapaði einnig stórt og manni,
en fæstir bjuggust við því að flokkurinn fengi einungis tvo
menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur á Akranesi vann lítið
á frá síðustu kosningum, hélt sínum fjórum bæjarfulltrúum
og myndaði strax meirihluta með Frjálslyndum og óháðum
sem náðu inn einum manni. Sigurvegarar kosninganna á
Akranesi voru Frjálslyndir og Vinstri grænir. I sameinuðu
sveitarfélagi í Borgarfirði, sem nú heitir Borgarbyggð, vann
Borgarlistinn mann af Framsóknarflokki en Sjálfstæðis-
flokkur er stærsta stjórnmálaafl sveitarfélagsins með um
38% fylgi. Sami meirihluti var áfram eftir kosningar í Borg-
arbyggð. I nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar; Hval-
fjarðarsveit, vann E listi undir forystu Hallfreðs Vilhjálms-
sonar á Kambshóli stórsigur og hreinan meirihluta, eða fjóra
af sjö fulltrúum í sveitarstjórn. I sameinuðu sveitarfélagi í
Dalasýslu þurfti að rnynda meirihluta tveggja flokka, en í
kosningunum fékk N listi mest fylgi, eða 42,2% og þrjá
menn af sjö £ sveitarstjórn. N og H listi mynda meirihluta en
V listi er í minnihluta. I kjölfar kosninga er oft skipt um kall-
inn í brúnni og því eru nýir sveitarstjórar nokkrir á Vestur-
landi. Má þar nefna Gísla S Einarsson á Akranesi, Einar Orn
Thorlacius fór frá Reykhólum og stýrir nú Hvalfjarðarsveit,
Gunnólfur Lárusson er í Dalabyggð og Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson í Grundarfirði.
Ölvun á bæjarhátíðum
Bæjar- og héraðshátíðir á Vesturlandi voru að vanda
haldnar í sumar. Flestar gendu þær vel en á einstaka þeirra
setti ölvun ungmenna áberandi og dapran svip á annars góð-
ar samkomur. Segja má að á Færeyskum dögum í Olafsvík
hafi ástandið verið verst, sem og á Irskum dögum á Akranesi
þar sem nokkur hundruð krakkar létu ófriðlega. Fréttaflutn-
ingur af hátíðunum varð því nokkuð á þá lund að allt hafi
verið í hers höndum. Það var hinsvegar orðum aukið. Um-
fjöllun um hátíðirnar varð til þess að önnur sveitarfélög
gerðu sínar hátíðir lágstemmdari en ella til að draga úr
komu þeirra sem ekki sækja þær vegna tengsla sinna við
svæðin.
Landsmót hestamanna
Landsmót hestamanna var haldið í Skagafirði í sumar.
Vestlensk hross stóðu sig ágætlega á mótinu sem og knapar.
Bestum árangri náði borgfirsk ættuð yngismær; Freyja
Amble Gísladóttir og Krummi frá Geldingalæk sem sigruðu
í ungmennaflokki og Jamila Berg og Segull frá Akrakoti
lentu í 7. sæti. En það er fleira gert á hestamannamótum en
bara að horfa á hross. Aðalræðumaður á kvöldvöku hátíðar-
innar var Gísli Einarsson, fréttamaður sem fór á kostum að
vanda. Harm er í dag eftirsóttasti skemmtikraftur lands-
manna og kemur sem slíkur víða við. Innkoma hans á völl-
inn á Vindheimamelum þótti einkar glæsileg á fremur lág-
gengum mósóttum hesti sem hann reið „út og suður“ um á
áður en messað var yfir mannskapnum.
Skútumar í Gmndarfirði
Nítján franskar skútur og tvær íslenskar áttu viðkomu í
Grundarfirði í júlí í keppninni Skippers d’Islanders. Heim-
sókn þeirra vakti mikla athygli enda ekki á hverju degi sem
svo glæsileg sjóför fara um firði landsins.
íkveikjufaraldur
Kveikt var í á nokkrum stöðum á Akranesi í sumar og var
um hreinan og kláran íkveikjufaraldur að ræða. Lögregla
stóð lengi ráðþrota en þegar leið ffá tóku línur að skírast og
ungir piltar hafa nú játað að eiga hlut að máli. Utköll
Slökkviliðs Akraness voru m.a. af þessum sökum óvenjulega
mörg á árinu eða á 51 talsins.
Bœkurnar
Byggðir Borgarfjarðar
TILBOÐ
Til sölu eru bœkurnar Byggðir Borgarfjarðar l-TV bindi.
I bindi er ítarleg byggðasaga héraðsins frá landnámi.
11-111 er byggðalýsing með myndum aflögbýlum og ábúendum.
IV bindi er ábúendatal á öllum lögbýlum i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1880-1995.
Tilvaldar afmœlisgjafir eða jólagjafir - SENDUM í PÓSTKRÖFU
Seiuiiim 'Ve&dendingum
Búnaðarsamtök Vesturlands
Hvanneyrargötu 3 - Hvanneyri - 4371215
0
ifc 7|'
#
Oskum viðskiptavinum
okkar svo og
Vestlendingum öllum
gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári með þökk
fyrir viðskiptin á liðnu ári
#
HYRNUTORGI • BORGARNESI