Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 58

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 58
- 58 Ö005 X 'lHf/.'ií' ÍCI .05 íKJtWTU/IIVCTTM MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Það var komínn tími til að uppfæra vírusvömina Asdís Ingimarsdóttir í Borgarnesi segir frá reynslu sinni af bráðahvítblæði sem hún hefur glímt við síðasdiðið ár Ásdís Ingimarsdóttur, kenn- ari í Grunnskóla Borgamess, var við laufabrauðsgerð ásamt stórfjölskyldunni á Hvanneyri fyrir einu ári, er hún byrjaði að fá heiftarlegar blóðnasir sem vildu ekki hætta. Hún hafði að vísu fengið blóðnasir kvöidið áður, en skeytti því engu og fannst það hin mesta svívirða og var gróflega misboðið er ætt- ingjar hennar ráku hana úr miðri laufabrauðsgerð til þess að leita sér lækninga í Borgar- nesi. Rúmum klukkutíma síðar fékk hún að heyra að hún væri með hvítblæði, sem eftir nánari greiningu reyndist vera bráða- hvítblæði og það eina sem kæmi til greina væm mergskipti ef hún ætti að lifa af. Asdís segir blaðamanni Skessu- horns hvernig henni var kippt heldur óblíðlega út úr sínu dag- lega lífi og við tók mikil rússíban- areið þar sem tilveran einkenndist af einangrun á spítulum, enda- lausum lyfjagjöfum, leit að merggjafa og baráttu fyrir lífinu. Einnig greinir hún ffá hvernig hún tókst á við þá staðreynd að mögulega gæti hún orðið undir í þessari baráttu, viðbrögðum fjöl- skyldimnar, mergskiptum í Sví- þjóð og hvernig hlý skilaboð vina og kunningja drógu hana fram úr á morgnanna þegar hún var nán- ast að þrotum komin. Ekki síst segir hún okkur ffá þýskum bjarg- vætti sínum og veltir fyrir sér þeirri staðreynd hvernig, og þá hvort, hægt sé að endurgjalda líf- gjöf- Greindist með bráðahvítblæði „Eg var búin að vera með höf- uðverk í hálft ár áður en ég greindist og var slöpp undir það síðasta, en velti því þó ekki mikið fyrir mér og gerði mér alls enga grein fyrir því að eitthvað alvar- legt væri á seyði,“ segir Asdís, er hún rifjar upp upphafið á veikind- um sínum. „Það var ekki fyrr en ég var komin niður í Borgarnes með óstöðvandi blóðnasir að ég áttaði mig á að líklegast væri eitt- hvað verulegt að því læknirinn sem tók á móti mér leist greini- lega ekkert á blikuna. Hann sendi mig á Akranes og u.þ.b. 20 mínút- um eftir að ég kom þangað var ég greind með hvítblæði og send í snarhasti suður.“ Ásdís segir að það hafi verið rétt eins og einhver hafi kippt henni upp og slengt á færiband þar sem hún fékk afskaplega litlu ráðið um hvert hún bærist. „Skyndilega var ég komin á spít- ala, í bullandi lyfja- gjöf og þurffi að fara að heyja baráttu um líf mitt. Eg sem rétt hafði skroppið að heiman og ætlaði að fara að skera út laufa- brauð,“ segir Ásdís. „Auðvitað var þetta mikið sjokk en ég var samt furðu róleg og hugsaði með mér, að ef staðreyndin reynd- ist vera sú að ég væri að fara að deyja, ætl- aði ég a.m.k. ekki að eyða tímanum sem eftir væri í að væla og skæla. Eg hafði meiri áhyggjur af fjölskyldu minni og foreldrum, en þetta var mikið áfall fyrir þau og systkini mín ruku öll upp og ætluðu sér ekkert annað en að bjarga systur sinni. Þegar ég var greind á Akranesi með hvítblæðið var Sveinn Oðinn bróðir minn þar með mér og til- búinn tdl að brjóta á sér höndina til að sækja merg á staðnum,“ seg- ir hún og hlær. Hlógum að dauðanum Munurinn á hvítblæði og öðru krabbameini er sá að hvítblæði þarf að meðhöndla strax meðan meinvörp krabbameinsins eru rannsökuð áður en lyfjameðferð hefst. Ásdís var því sett strax í stífa lyfjagjöf ásamt því sem rannsókn- arferli hófst á systkinum hennar þar sem leitað var að merggjafa. „Tvö af systkinum mínum búa er- lendis og þ.a.l. hittumst við sjald- an öll í senn, þannig að þetta reyndist ágætis tilefni til þess,“ segir Ásdís og glottir. „Eitt kvöld- ið fengum við lánaða setustofuna á spítalanum, þar sem við og ffænkur mínar, skemmtum okkur hið besta og grínuðumst m.a. hik- laust með dauðann. Eflaust má segja að kímnigáfan í fjölskyld- unni sé nokkuð gráglettinn, en þetta var frábær nótt sem við átt- um þarna saman og það var mikið hlegið.“ Leið eins og í loftbólu Ekkert af systkinum hennar reyndist vera heppilegur merggjafi, sem var enn eitt áfallið fyrir fjölskylduna, enda ljóst að Ásdís myndi ekki ná bata á annan hátt. Á þessum tíma var hún í stöðugum lyfjagjöfum á Landspít- alanum og í einangrun, en segir að það hafi ekki verið svo slæmt, né líðanin mjög afleit. „Það eru alls kyns stuðningslyf til við krabbameinslyfjum í dag sem hjálpa til við að draga úr þeirri vanlíðan og hliðarverkunum sem þau valda sjúklingnum. Mér leið á þessum tímapunkti ekki svo illa, hinsvegar fannst mér einkennileg- ast að upplifa þessa einangrun ffá lífinu, ekkert var eðlilegt og mér leið eins og ég svifi um í loftbólu.“ Þýskur bjargvættur „Merggjafi minn og bjargvættur er þýskur karlmaður, 47 ára gam- all og einhverra hluta vegna sé ég hann fyrir mér með ræktarlegt og gróskumikið yfirvaraskegg“, segir hún hlæjandi, „en það er eflaust bara vegna þess að hann er þýsk- ur,“ bætir hún síðan við. „Auðvit- að varð ég glöð, en fyrst og fremst varð ég hissa. Eg var að sumu leyti viss um að þetta myndi ekki haf- ast, að ekki tækist að finna merggjafa, en fyrir mér var það svo sem ekkert óbærileg tilhugs- un. Eg er mikil „nú“ manneskja og geng út frá því að njóta augna- bliksins og dagsins í dag og því er tilhugsun um að deyja alls ekki skelfileg. Eg þykist ekki vera nein hetja, en ég hef hvorki fundið fyr- ir verulegri hræðslu né ótta í þess- um átökum,“ segir hún einlæg. Og lengi vel nýttist sú lífssýn Ásdísi í þessari reynslu og fleytti henni áffam í gegnum þá áfanga og baráttu sem hún háði, allt þar til að „núið“ var hreinlega orðið óbærilegt vegna kvala og vanlíð- anar sem hún var hætt að sjá fyrir endann á. Kvalin og rúin þreki „Eg fór til Svíþjóðar 1. maí, ásamt systur minni Sigríði Fann- eyju sem ætlaði að dvelja hjá mér fyrstu 6 vikurnar. Eg var lögð inn á Karólinska Institutet í Hudd- inge. Áður en aðgerðin gæti farið fram þurfti ég að fara í geislameð- ferð, þar sem með réttu er hægt að segja að sjúklingurinn sé nánast drepinn, til þess að hægt sé að byggja hann upp að nýju. Þetta var verulega erfið reynsla og án þess að geta útskýrt það til hlítar fannst mér ég svívirt á einhvern hátt. Það var líkt og stærðarinnar trukkar hefðu keyrt margsinnis yfir mig og ég var algerlega búin, bæði andlega og líkamlega. I þess- tun geislum brann ég líka illilega á iljunum og kvalirnar voru óbæri- legar þannig að ég hoppaði ekki beinlínis ffammúr á morgnanna." Og hægt og rólega rann lífið í æðamar „Þegar undirbúningi fyrir stofhfrumuskiptin var lokið var loks hægt að koma mergnum með stofhffumum úr merggjafa fyrir og hægt og rólega rann lífið inn í mig. Sigga Fanney, systir mín upplifði merggjöfina sem eins konar fæðingu á mér og meira að segja minnti hjúkrunarkonan, sem sá mest um mig á þessum tíma okkur á yfirsetukonu. I u.þ.b. hálfan mánuð eftir gjöfina, leið mér aðeins verr og verr og ég varð verulega veik. Alls kyns sýkingar komu í kjölfarið, en það er hluti af Ásdís með systrum sínum og tekiS af bloggst'ðunni hennar. Þar skrifar hún: „Læt hér fylgja mynd af okkur systrumfrá í dag svo þið getið séí hvað ég ber afhinum hvað varð- arfegurð og yndisþokka“. Ein af stoðum og styttum Asdísar, Sveinn Óðinn bróðir hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.